Erlent

1,5 milljónir flýja heimili sín

Flúið undan fellibyl Kínverskir hermenn aðstoða verkamenn við að flýja fellibylinn Saomai.
Flúið undan fellibyl Kínverskir hermenn aðstoða verkamenn við að flýja fellibylinn Saomai. MYND/AP

Fellibylurinn Saomai, sem gengur nú yfir suðausturhluta Kína, hefur hrakið 1,5 milljónir manna frá heimilum sínum. Þetta er einn kraftmesti stormur sem riðið hefur yfir Kína áratugum saman og áttundi fellibylurinn þar í landi í sumar.

Veðurfræðingar spá gríðarlegri rigningu næstu tvo dagana og segja vindhraðann geta mælst allt að sextíu metrum á sekúndu í sterkustu hviðunum.

Auk þeirra sem gert hefur verið að yfirgefa heimili sín hafa um sjötíu þúsund skip lagst að landi vegna fellibyljarins og öllu flugi um svæðið hefur verið seinkað eða það fellt niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×