Erlent

Ræsibúnaður úr ljósaperu

Vökvar bannaðir Leiddar eru líkur að því að ætlunin hafi verið að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í flugvélar.
Vökvar bannaðir Leiddar eru líkur að því að ætlunin hafi verið að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í flugvélar. MYND/AP

Hryðjuverkavarna­yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum vildu í gær ekkert gefa upp um það hvers konar sprengjum þau teldu að hryðjuverkamenn hefðu ætlað sér að smygla um borð í farþegaþotur. Þar sem algert bann var lagt við því að hafa hvers konar vökva með í handfarangri voru leiddar að því líkur að óttast væri að hryðjuverkamenn reyndu að smygla með sér sprengiefni á vökvaformi.

Sennilegast þykir að ýmsa aðra íhluti þurfi í slíka sprengju. Að mati sérfræðinga eru nokkrir möguleikar á vökvasprengju fyrir hendi, annað hvort á grunni nítróglýseríns, eða - sem líklegra þykir - á grunni ammóníumnítrats í duftformi, sem gert yrði sprengifimt með blöndun við brennisteinssýru, fljótandi aseton eða hvort tveggja. Ræsibúnaðurinn gæti verið innvolsið úr ljósaperu og farsími eða tölvuúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×