Í leit að góðu gripi 30. júlí 2006 00:01 Ýmsir forystumenn Samfylkingarinnar hafa upp á síðkastið ritað og rætt um leiðir til að ná gripi um stjórnartauma. Ólík sjónarmið sýnast hins vegar vera innan flokksins um þá kjarnaspurningu að hvers kyns ríkisstjórnarsamstarfi eigi að stefna í næstu kosningum. Umræða af þessu tagi er um margt áhugaverð meðal annars fyrir þær sakir að kjósendur eiga nokkurn rétt á að stjórnmálaflokkar geri hreint fyrir sínum dyrum um þetta álitaefni. Tilgangurinn með samruna Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins á sínum tíma var fyrst og fremst sá að mynda pólitískt mótvægi gegn Sjálfstæðisflokknum. Nokkuð stór hluti alþýðubandalagsmanna átti þó ekki málefnalega samleið með sameinuðum flokki og úr varð Vinstri grænt. Segja má að Samfylkingin hafi í síðustu þingkosningum náð því að vera raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Hún var þá aðeins litlu minni og náði í fyrsta sinn í sögunni að taka fyrsta þingsætið í Reykjavík af Sjálfstæðisflokknum. Upp á síðkastið virðist heldur hafa hallað undan fæti. Í sveitarstjórnarkosningunum var Samfylkingin til að mynda nokkuð fjarri því að standa jafnfætis Sjálfstæðisflokknum. Hún varð eiginlega nokkurs konar pólitísk millistærð. Vera má að þessi vígstaða hafi opnað þá umræðu sem nú er hafin innan flokksins. Í raun réttri snýst hún um að hverfa frá því upphaflega markmiði með stofnun hans að kjósendur eigi að geta valið um að hafa stjórnartaumana í höndum sjálfstæðismanna eða samfylkingarmanna. Ræða sem formaður Samfylkingarinnar hélt á fundi trúnaðarmanna skömmu eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var almennt túlkuð sem skýr skilaboð um að flokkurinn stefndi að því að ná stjórnartaumunum með Vinstri grænu. Á hinn bóginn sagði formaðurinn einnig að næstu þingkosningar myndu snúast um annað tveggja að brjóta bandalag núverandi stjórnarflokka upp eða á bak aftur. Með þessum ummælum opnaði formaðurinn í reynd fyrir þá umræðu sem nú er hafin um breyttan tilgang flokksins. Á því er reginn munur hvort stjórnmálaflokkur keppir að því að koma í stað annars í forystu fyrir ríkisstjórn eða vera bestur til að vinna með honum. Hvor kosturinn er líkilegri til að vinna fleiri til fylgis skal ósagt látið. Á hinn bóginn skiptir það kjósendur nokkru máli að hafa sem skýrasta kosti þegar þeir ganga að kjörborðinu. Það þjónar þeim tilgangi að auka pólitíska ábyrgð að þeir geti með atkvæði sínu haft bein ráð um það hvers kyns ríkisstjórn situr við völd. Í því ljósi væri það skref til baka fyrir lýðræðisþróun í landinu ef Samfylkingin hyrfi frá því markmiði að láta kosningar snúast um það hvort hún verður í ríkisstjórn eða Sjálfstæðisflokkurinn. Á hinum Norðurlöndunum hafa hefðir í stjórnmálum tryggt að kjósendur eiga að öllu jöfnu skýrt val af þessu tagi í kosningum. Svo vritist sem mál gætu verið að skipast á þann veg. En nú sýnast vera meiri áhöld þar um. Vel má vera að Samfylkingin þróist einfaldlega inn í það gamla hlutverk Framsóknarflokksins að tryggja til skiptis setu ríkisstjórna til hægri og vinstri og verða þannig að meðaltali á miðjunni. Hugsanlegt er að með slíkri stöðu verði hægara um vik en með upphaflegu markmiði að ná einhverju gripi um stjórnartaumana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun
Ýmsir forystumenn Samfylkingarinnar hafa upp á síðkastið ritað og rætt um leiðir til að ná gripi um stjórnartauma. Ólík sjónarmið sýnast hins vegar vera innan flokksins um þá kjarnaspurningu að hvers kyns ríkisstjórnarsamstarfi eigi að stefna í næstu kosningum. Umræða af þessu tagi er um margt áhugaverð meðal annars fyrir þær sakir að kjósendur eiga nokkurn rétt á að stjórnmálaflokkar geri hreint fyrir sínum dyrum um þetta álitaefni. Tilgangurinn með samruna Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins á sínum tíma var fyrst og fremst sá að mynda pólitískt mótvægi gegn Sjálfstæðisflokknum. Nokkuð stór hluti alþýðubandalagsmanna átti þó ekki málefnalega samleið með sameinuðum flokki og úr varð Vinstri grænt. Segja má að Samfylkingin hafi í síðustu þingkosningum náð því að vera raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Hún var þá aðeins litlu minni og náði í fyrsta sinn í sögunni að taka fyrsta þingsætið í Reykjavík af Sjálfstæðisflokknum. Upp á síðkastið virðist heldur hafa hallað undan fæti. Í sveitarstjórnarkosningunum var Samfylkingin til að mynda nokkuð fjarri því að standa jafnfætis Sjálfstæðisflokknum. Hún varð eiginlega nokkurs konar pólitísk millistærð. Vera má að þessi vígstaða hafi opnað þá umræðu sem nú er hafin innan flokksins. Í raun réttri snýst hún um að hverfa frá því upphaflega markmiði með stofnun hans að kjósendur eigi að geta valið um að hafa stjórnartaumana í höndum sjálfstæðismanna eða samfylkingarmanna. Ræða sem formaður Samfylkingarinnar hélt á fundi trúnaðarmanna skömmu eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var almennt túlkuð sem skýr skilaboð um að flokkurinn stefndi að því að ná stjórnartaumunum með Vinstri grænu. Á hinn bóginn sagði formaðurinn einnig að næstu þingkosningar myndu snúast um annað tveggja að brjóta bandalag núverandi stjórnarflokka upp eða á bak aftur. Með þessum ummælum opnaði formaðurinn í reynd fyrir þá umræðu sem nú er hafin um breyttan tilgang flokksins. Á því er reginn munur hvort stjórnmálaflokkur keppir að því að koma í stað annars í forystu fyrir ríkisstjórn eða vera bestur til að vinna með honum. Hvor kosturinn er líkilegri til að vinna fleiri til fylgis skal ósagt látið. Á hinn bóginn skiptir það kjósendur nokkru máli að hafa sem skýrasta kosti þegar þeir ganga að kjörborðinu. Það þjónar þeim tilgangi að auka pólitíska ábyrgð að þeir geti með atkvæði sínu haft bein ráð um það hvers kyns ríkisstjórn situr við völd. Í því ljósi væri það skref til baka fyrir lýðræðisþróun í landinu ef Samfylkingin hyrfi frá því markmiði að láta kosningar snúast um það hvort hún verður í ríkisstjórn eða Sjálfstæðisflokkurinn. Á hinum Norðurlöndunum hafa hefðir í stjórnmálum tryggt að kjósendur eiga að öllu jöfnu skýrt val af þessu tagi í kosningum. Svo vritist sem mál gætu verið að skipast á þann veg. En nú sýnast vera meiri áhöld þar um. Vel má vera að Samfylkingin þróist einfaldlega inn í það gamla hlutverk Framsóknarflokksins að tryggja til skiptis setu ríkisstjórna til hægri og vinstri og verða þannig að meðaltali á miðjunni. Hugsanlegt er að með slíkri stöðu verði hægara um vik en með upphaflegu markmiði að ná einhverju gripi um stjórnartaumana.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun