Aldraðir neyðast til að búa fjarri heimili 27. júlí 2006 07:00 Guðmundur Hallvarðsson Mikið er um að eldri borgarar neyðist til að þiggja hjúkrunarrými fjarri heimili, ættingjum og vinum vegna skorts á vistunarúrræðum í heimabyggð. Alvarlegast er ástandið á höfuðborgarsvæðinu og eru mörg dæmi þess að einstaklingar neyðist til að dvelja á dvalar- eða hjúkrunarheimili á landsbyggðinni þrátt fyrir óskir um annað. Slík dvöl getur verið löng og gengið nærri andlegu- og líkamlegu þreki fólks. Forstöðukona hjúkrunarheimilis segir að meirihluti eldri borgara fái ekki vistun þar sem þeir helst kjósa. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi landlæknir, segist fyrst hafa vakið máls á þessum vanda árið 1973 og oft síðan, til dæmis í skrifum í Sveitarstjórnarmál um og eftir 1980. „Ég kynntist þessu oft í mínu starfi sem landlæknir. Ég man eftir vitjunum til eldra fólks sem sat grátandi á rúmum sínum því það átti að flytja það á öldrunarstofnun fjarri heimili þeirra. Þetta ástand hefur lítið eða ekkert breyst.“ Ólafur segir að Íslendingar hafi dregist mjög aftur úr varðandi heimaþjónustu sem sé lausnin á þessum vanda. „Við erum með 9 prósent 65 ára og eldri á hjúkrunarstofnunum en það eru fimm prósent í Skandinavíu að meðaltali. Þar eru 90 prósent í einbýli en hjá okkur er bara helmingur fólks í einbýli. Við höfum því dregist verulega aftur úr. Ég vil kalla þetta vanhæfi embættismanna og sóun stjórnmálamanna á fjármunum. Gleymum því ekki að kostnaður við heimahjúkrun er aðeins fjórðungur á við það sem vistun á öldrunarstofnun kostar, fyrir utan hvað þetta dregur úr þreki fólks og lífsvilja. Ég vona því að þetta ástand batni nú fljótt með nýju samkomulagi við ríkisstjórnina.“ Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna, vill meina að oft sé um erfið vistaskipti að ræða. „Það hefur verið mjög ámátlegt að hlusta á fólk lýsa heimsóknum sínum til ættingja. Ég man eftir gamalli konu sem var í tvö ár á heimili fyrir aldraða fyrir austan fjall og var mjög ósátt. Hún var borin og barnfæddur Reykvíkingur sem við gátum loksins boðið pláss eftir að hennar umsókn var búin að vera lengi hjá okkur.“ Guðmundur segir að yfir sjötíu manns hafi þegar sótt um 24 nýjar íbúðir sem verið er að byggja á vegum Hrafnistu í Hafnarfirði. „Biðlistinn þar er til þriggja ára sem sýnir þörfina og skýrir af hverju fólk neyðist til að leita úrlausna langt frá heimili sínu.“ Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Mikið er um að eldri borgarar neyðist til að þiggja hjúkrunarrými fjarri heimili, ættingjum og vinum vegna skorts á vistunarúrræðum í heimabyggð. Alvarlegast er ástandið á höfuðborgarsvæðinu og eru mörg dæmi þess að einstaklingar neyðist til að dvelja á dvalar- eða hjúkrunarheimili á landsbyggðinni þrátt fyrir óskir um annað. Slík dvöl getur verið löng og gengið nærri andlegu- og líkamlegu þreki fólks. Forstöðukona hjúkrunarheimilis segir að meirihluti eldri borgara fái ekki vistun þar sem þeir helst kjósa. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi landlæknir, segist fyrst hafa vakið máls á þessum vanda árið 1973 og oft síðan, til dæmis í skrifum í Sveitarstjórnarmál um og eftir 1980. „Ég kynntist þessu oft í mínu starfi sem landlæknir. Ég man eftir vitjunum til eldra fólks sem sat grátandi á rúmum sínum því það átti að flytja það á öldrunarstofnun fjarri heimili þeirra. Þetta ástand hefur lítið eða ekkert breyst.“ Ólafur segir að Íslendingar hafi dregist mjög aftur úr varðandi heimaþjónustu sem sé lausnin á þessum vanda. „Við erum með 9 prósent 65 ára og eldri á hjúkrunarstofnunum en það eru fimm prósent í Skandinavíu að meðaltali. Þar eru 90 prósent í einbýli en hjá okkur er bara helmingur fólks í einbýli. Við höfum því dregist verulega aftur úr. Ég vil kalla þetta vanhæfi embættismanna og sóun stjórnmálamanna á fjármunum. Gleymum því ekki að kostnaður við heimahjúkrun er aðeins fjórðungur á við það sem vistun á öldrunarstofnun kostar, fyrir utan hvað þetta dregur úr þreki fólks og lífsvilja. Ég vona því að þetta ástand batni nú fljótt með nýju samkomulagi við ríkisstjórnina.“ Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna, vill meina að oft sé um erfið vistaskipti að ræða. „Það hefur verið mjög ámátlegt að hlusta á fólk lýsa heimsóknum sínum til ættingja. Ég man eftir gamalli konu sem var í tvö ár á heimili fyrir aldraða fyrir austan fjall og var mjög ósátt. Hún var borin og barnfæddur Reykvíkingur sem við gátum loksins boðið pláss eftir að hennar umsókn var búin að vera lengi hjá okkur.“ Guðmundur segir að yfir sjötíu manns hafi þegar sótt um 24 nýjar íbúðir sem verið er að byggja á vegum Hrafnistu í Hafnarfirði. „Biðlistinn þar er til þriggja ára sem sýnir þörfina og skýrir af hverju fólk neyðist til að leita úrlausna langt frá heimili sínu.“
Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira