Vinnan göfgar eða hvað? 27. júlí 2006 00:01 Allar götur síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk 1945 hafa Evrópumenn litið með lotningu til Bandaríkjamanna og með þakklæti fyrir ómetanlegt framlag Bandaríkjanna til sigurs yfir Þjóðverjum, Ítölum og Japönum í styrjöldinni og til umbyggingar þessara landa eftir stríðið. Þakkarhugurinn hefur haldizt í hendur við mikla og verðskuldaða virðingu fyrir efnahagsyfirburðum Bandaríkjanna umfram Evrópu árin eftir stríð. Þá voru Bandaríkin hálfur heimurinn í efnahagslegu tilliti: landsframleiðsla Bandaríkjanna nam helmingi heimsframleiðslunnar. Framleiðsla og tekjur á mann eftir stríðið voru tvisvar sinnum meiri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Eftir því sem Evrópuþjóðunum, Japan og ýmsum öðrum Asíuþjóðum óx fiskur um hrygg á síðari helmingi síðustu aldar, dró úr yfirburðum Bandaríkjanna. Nú nemur landsframleiðsla Bandaríkjanna aðeins um fimmtungi heimsframleiðslunnar, ekki helmingi eins og fyrir hálfri öld, og stefnir lægra með auknu vægi Indlands og Kína. Samt áttu Bandaríkjamenn löngum heimsmetið í landsframleiðslu á mann og þá um leið í lífskjörum almennings á heildina litið, og af því auk annars leiddi sjálfsagt og mikils metið forustuhlutverk Bandaríkjanna í samfélagi frjálsra þjóða. Evrópa hefur smám saman saxað á forskot Bandaríkjanna í efnahagsmálum. Kaninn á ekki lengur heimsmetið í landsframleiðslu á mann. Lúxemborg skilar nú rösklega helmingi meiri framleiðslu á mann en Bandaríkin í krafti öflugrar fjármálaþjónustu við umheiminn auk annars. Allra síðustu ár hafa Bandaríkjamenn á þennan kvarða einnig dregizt aftur úr frændum okkar Norðmönnum og Írum já, Írum! Landsframleiðsla á mann segir þó ekki alla söguna um auðlegð þjóðanna, því að þær þurfa að hafa mismikið fyrir hlutunum og vinna því mislanga vinnuviku. Sumar þjóðir þurfa að vinna myrkranna á milli til að ná endum saman, aðrar komast af með minni vinnu. Starfandi Hollendingar og Norðmenn unnu innan við 1.400 stundir að jafnaði í fyrra (2005) og Frakkar og Þjóðverjar röskar 1.400 stundir. Starfandi Bandaríkjamenn unnu á hinn bóginn 1.800 stundir að jafnaði líkt og Íslendingar, enn meira en Japanar. Í Suður-Kóreu þurftu menn að vinna myrkranna á milli: 2.400 stundir til jafnaðar. Staðtölur um vinnustundir eru að vísu ekki alveg ábyggilegar vegna ýmislegra vandkvæða við mat á kaffitímum og þess háttar, en hugsum okkur samt, að tölurnar, sem hagfræðingar við Háskólann í Groningen í Hollandi hafa safnað og raðað saman, séu réttar. Hvað veldur þá þessum mikla mun? Sumar þjóðir búa við ýmislega óhagkvæmni, sem knýr starfandi fólk til að vinna langa vinnuviku til að hafa í sig og á. Sumar þjóðir bera þyngri tekjuskattsbyrði en aðrar og vinna þá kannski minna þess vegna. Sumar búa við meira atvinnuleysi en aðrar, svo að ekki eiga þá allir kost á að vinna eins mikið og þeir vilja. Sumar þjóðir eru kannski vinnusamari en aðrar inn við beinið. Þessar skýringar eiga trúlega við í ýmsum hlutföllum í ólíkum löndum. Skoðum Evrópu í heild, ESB-löndin 15 fyrir stækkun Sambandsins 2004: þar unnu starfandi menn næstum 2.100 stundir að jafnaði árið 1960 á móti röskum 2.000 stundum í Bandaríkjunum. Ekki verður séð, að vinnusemin hafi verið meiri vestan hafs en austan í þá daga. Síðan fækkaði vinnustundunum í röskar 1.800 á hvern starfandi mann 2005 í Bandaríkjunum og í langt innan við 1.600 í Evrópu. Sum Evrópulöndin tóku aukna hagsæld að hluta út í frístundum. Sjö Evrópulönd (Lúxemborg með 61 dollara á tímann, Noregur með 60, Frakkland, Írland, Belgía, Austurríki og Holland) skila nú meiri landsframleiðslu á hverja vinnustund en Bandaríkin með sína 48 dollara á vinnustund. Til viðmiðunar er landsframleiðsla á vinnustund 43 dollarar í Danmörku og Svíþjóð og 36 dollarar á Íslandi og í Japan. Íslendingar og Japanar þurfa á langri vinnuviku að halda til að mæta háu matarverði og ýmsum áþekkum búsifjum. Bandaríkjamenn þurfa einnig á mikilli vinnu að halda til að mæta ýmislegu og sumpart heimatilbúnu óhagræði. Því er stundum haldið fram, að velferðarkerfið sé að sliga efnahagslífið í Evrópu. Sé svo, hvernig stendur þá á því, að margar Evrópuþjóðir, þar á meðal Frakkar og Þjóðverjar, geta haldið uppi svipaðri framleiðslu eða meiri á hverja vinnustund með minni fyrirhöfn minni vinnu! en Bandaríkjamenn? Hvar liggur hundurinn grafinn? Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Allar götur síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk 1945 hafa Evrópumenn litið með lotningu til Bandaríkjamanna og með þakklæti fyrir ómetanlegt framlag Bandaríkjanna til sigurs yfir Þjóðverjum, Ítölum og Japönum í styrjöldinni og til umbyggingar þessara landa eftir stríðið. Þakkarhugurinn hefur haldizt í hendur við mikla og verðskuldaða virðingu fyrir efnahagsyfirburðum Bandaríkjanna umfram Evrópu árin eftir stríð. Þá voru Bandaríkin hálfur heimurinn í efnahagslegu tilliti: landsframleiðsla Bandaríkjanna nam helmingi heimsframleiðslunnar. Framleiðsla og tekjur á mann eftir stríðið voru tvisvar sinnum meiri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Eftir því sem Evrópuþjóðunum, Japan og ýmsum öðrum Asíuþjóðum óx fiskur um hrygg á síðari helmingi síðustu aldar, dró úr yfirburðum Bandaríkjanna. Nú nemur landsframleiðsla Bandaríkjanna aðeins um fimmtungi heimsframleiðslunnar, ekki helmingi eins og fyrir hálfri öld, og stefnir lægra með auknu vægi Indlands og Kína. Samt áttu Bandaríkjamenn löngum heimsmetið í landsframleiðslu á mann og þá um leið í lífskjörum almennings á heildina litið, og af því auk annars leiddi sjálfsagt og mikils metið forustuhlutverk Bandaríkjanna í samfélagi frjálsra þjóða. Evrópa hefur smám saman saxað á forskot Bandaríkjanna í efnahagsmálum. Kaninn á ekki lengur heimsmetið í landsframleiðslu á mann. Lúxemborg skilar nú rösklega helmingi meiri framleiðslu á mann en Bandaríkin í krafti öflugrar fjármálaþjónustu við umheiminn auk annars. Allra síðustu ár hafa Bandaríkjamenn á þennan kvarða einnig dregizt aftur úr frændum okkar Norðmönnum og Írum já, Írum! Landsframleiðsla á mann segir þó ekki alla söguna um auðlegð þjóðanna, því að þær þurfa að hafa mismikið fyrir hlutunum og vinna því mislanga vinnuviku. Sumar þjóðir þurfa að vinna myrkranna á milli til að ná endum saman, aðrar komast af með minni vinnu. Starfandi Hollendingar og Norðmenn unnu innan við 1.400 stundir að jafnaði í fyrra (2005) og Frakkar og Þjóðverjar röskar 1.400 stundir. Starfandi Bandaríkjamenn unnu á hinn bóginn 1.800 stundir að jafnaði líkt og Íslendingar, enn meira en Japanar. Í Suður-Kóreu þurftu menn að vinna myrkranna á milli: 2.400 stundir til jafnaðar. Staðtölur um vinnustundir eru að vísu ekki alveg ábyggilegar vegna ýmislegra vandkvæða við mat á kaffitímum og þess háttar, en hugsum okkur samt, að tölurnar, sem hagfræðingar við Háskólann í Groningen í Hollandi hafa safnað og raðað saman, séu réttar. Hvað veldur þá þessum mikla mun? Sumar þjóðir búa við ýmislega óhagkvæmni, sem knýr starfandi fólk til að vinna langa vinnuviku til að hafa í sig og á. Sumar þjóðir bera þyngri tekjuskattsbyrði en aðrar og vinna þá kannski minna þess vegna. Sumar búa við meira atvinnuleysi en aðrar, svo að ekki eiga þá allir kost á að vinna eins mikið og þeir vilja. Sumar þjóðir eru kannski vinnusamari en aðrar inn við beinið. Þessar skýringar eiga trúlega við í ýmsum hlutföllum í ólíkum löndum. Skoðum Evrópu í heild, ESB-löndin 15 fyrir stækkun Sambandsins 2004: þar unnu starfandi menn næstum 2.100 stundir að jafnaði árið 1960 á móti röskum 2.000 stundum í Bandaríkjunum. Ekki verður séð, að vinnusemin hafi verið meiri vestan hafs en austan í þá daga. Síðan fækkaði vinnustundunum í röskar 1.800 á hvern starfandi mann 2005 í Bandaríkjunum og í langt innan við 1.600 í Evrópu. Sum Evrópulöndin tóku aukna hagsæld að hluta út í frístundum. Sjö Evrópulönd (Lúxemborg með 61 dollara á tímann, Noregur með 60, Frakkland, Írland, Belgía, Austurríki og Holland) skila nú meiri landsframleiðslu á hverja vinnustund en Bandaríkin með sína 48 dollara á vinnustund. Til viðmiðunar er landsframleiðsla á vinnustund 43 dollarar í Danmörku og Svíþjóð og 36 dollarar á Íslandi og í Japan. Íslendingar og Japanar þurfa á langri vinnuviku að halda til að mæta háu matarverði og ýmsum áþekkum búsifjum. Bandaríkjamenn þurfa einnig á mikilli vinnu að halda til að mæta ýmislegu og sumpart heimatilbúnu óhagræði. Því er stundum haldið fram, að velferðarkerfið sé að sliga efnahagslífið í Evrópu. Sé svo, hvernig stendur þá á því, að margar Evrópuþjóðir, þar á meðal Frakkar og Þjóðverjar, geta haldið uppi svipaðri framleiðslu eða meiri á hverja vinnustund með minni fyrirhöfn minni vinnu! en Bandaríkjamenn? Hvar liggur hundurinn grafinn? Meira næst.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun