Engin léttleið og ljúf 27. júlí 2006 00:01 Segja má að stöðugleiki í þjóðarbúskapnum sé óumdeilt markmið. Fyrr á þessu ári ritaði aðalhagfræðingur Seðlabankans athyglisverða grein í þetta blað um stefnuna í peningamálum og stöðugleikann. Ályktun hans var sú að ekki væri "ólíklegt að ávinningur þess að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli og peningastefnu á jafn litlu svæði og Íslandi sé minni en enginn og auki fremur á sveiflur í þjóðarbúskapnum en að draga úr þeim". Hér var hreyft við kjarnaviðfangsefni í íslenskri efnahagsstjórnun sem sannarlega kallar á djúpa og yfirvegaða umræðu. Nú hefur Viðskiptaráð birt greinargóða skýrslu um krónuna og atvinnulífið. Vinna við þessa nýju krónuskýrslu hefur staðið í rúmt ár undir forystu Ólafs Ísleifssonar. Þó að hún beri eðlilega merki málamiðlunar milli ólíkra viðhorfa dregur hún með skýrum hætti fram hverjar brotalamirnar eru og hvaða kosti við eigum til framtíðar litið. Skýrsluhöfundar komast að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að sá óstöðugleiki sem nú steðjar að verði ekki leystur með því að hlaupa í skyndi frá þeirri peningamálastefnu sem fylgt hefur verið frá 2001. En það er ekki sjálfgefið að sú skipan haldi til frambúðar. Umræðan snýst með öðrum orðum um framtíðina en ekki daginn í dag. Þegar þar að kemur blasa við tveir kostir: Að halda áfram með krónuna og flotgengisstefnuna eða taka upp evru með aðild að Evrópusambandinu. Ályktun skýrsluhöfunda er að þessu leyti skýr. En þeir forðast að koma með lausnarorðið fyrir framtíðna. Áður en að því kemur þarf upplýst umræða að eiga sér stað. En skýrslan er einmitt mikilvægt framlag til hennar. Fram til 2001 gilti fastgengisstefna með vikmörkum og einstökum pólitískum gengisleiðréttingum. Aðilar vinnumarkaðarins lögðu grunn að stöðugleika með kjarasamningunum 1990. Eftir 1997 fór hins vegar að draga úr pólitísku úthaldi til þess að fylgja stöðugleikamarkmiðinu nægjanlega fast og einarðlega. Á daginn kom að fastgengisstefnan ein og sér dugði ekki til að viðhalda stöðugleika. Frá 2001 hefur flotgengisstefnu með ákveðnu verðbólgumarkmiði verið fylgt. Sú staðreynd blasir nú við að sú skipan mála hefur ekki upp á eigin spýtur megnað að tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Flest bendir að vísu til að jafnvægi muni komast á að nýju. Spurningin er hins vegar sú hvort við höfum ráð til að tryggja nýjan stöðugleika varanlega fremur en áður. Þá er komið að því að svara efasemdum aðalhagfræðings Seðlabankans. Skýrsla Viðskiptaráðsins er málefnalegt framlag til þess að hefja umræðu af því tagi. Mikilvægt er að menn geri sér glögga grein fyrir því í upphafi að ekkert það lausnarorð er til sem felur í sér léttu leiðina ljúfu inn í nýja framtíð í þessum efnum. Í raun réttri liggur í augum uppi hverjum vandkvæðum það er bundið að tryggja stöðugleika lítillar myntar í opnu alþjóðlegu hagkerfi. Hinn kosturinn sem skýrsluhöfundar Viðskiptaráðs draga fram felur í sér aðild að Evrópusambandinu. Það er margslungið pólitískt viðfangsefni. Umræðan um þessa kosti er hins vegar óhjákvæmileg að því gefnu að stöðugleiki sé enn sem fyrr markmið sem ekki standi til að hverfa frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Segja má að stöðugleiki í þjóðarbúskapnum sé óumdeilt markmið. Fyrr á þessu ári ritaði aðalhagfræðingur Seðlabankans athyglisverða grein í þetta blað um stefnuna í peningamálum og stöðugleikann. Ályktun hans var sú að ekki væri "ólíklegt að ávinningur þess að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli og peningastefnu á jafn litlu svæði og Íslandi sé minni en enginn og auki fremur á sveiflur í þjóðarbúskapnum en að draga úr þeim". Hér var hreyft við kjarnaviðfangsefni í íslenskri efnahagsstjórnun sem sannarlega kallar á djúpa og yfirvegaða umræðu. Nú hefur Viðskiptaráð birt greinargóða skýrslu um krónuna og atvinnulífið. Vinna við þessa nýju krónuskýrslu hefur staðið í rúmt ár undir forystu Ólafs Ísleifssonar. Þó að hún beri eðlilega merki málamiðlunar milli ólíkra viðhorfa dregur hún með skýrum hætti fram hverjar brotalamirnar eru og hvaða kosti við eigum til framtíðar litið. Skýrsluhöfundar komast að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að sá óstöðugleiki sem nú steðjar að verði ekki leystur með því að hlaupa í skyndi frá þeirri peningamálastefnu sem fylgt hefur verið frá 2001. En það er ekki sjálfgefið að sú skipan haldi til frambúðar. Umræðan snýst með öðrum orðum um framtíðina en ekki daginn í dag. Þegar þar að kemur blasa við tveir kostir: Að halda áfram með krónuna og flotgengisstefnuna eða taka upp evru með aðild að Evrópusambandinu. Ályktun skýrsluhöfunda er að þessu leyti skýr. En þeir forðast að koma með lausnarorðið fyrir framtíðna. Áður en að því kemur þarf upplýst umræða að eiga sér stað. En skýrslan er einmitt mikilvægt framlag til hennar. Fram til 2001 gilti fastgengisstefna með vikmörkum og einstökum pólitískum gengisleiðréttingum. Aðilar vinnumarkaðarins lögðu grunn að stöðugleika með kjarasamningunum 1990. Eftir 1997 fór hins vegar að draga úr pólitísku úthaldi til þess að fylgja stöðugleikamarkmiðinu nægjanlega fast og einarðlega. Á daginn kom að fastgengisstefnan ein og sér dugði ekki til að viðhalda stöðugleika. Frá 2001 hefur flotgengisstefnu með ákveðnu verðbólgumarkmiði verið fylgt. Sú staðreynd blasir nú við að sú skipan mála hefur ekki upp á eigin spýtur megnað að tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Flest bendir að vísu til að jafnvægi muni komast á að nýju. Spurningin er hins vegar sú hvort við höfum ráð til að tryggja nýjan stöðugleika varanlega fremur en áður. Þá er komið að því að svara efasemdum aðalhagfræðings Seðlabankans. Skýrsla Viðskiptaráðsins er málefnalegt framlag til þess að hefja umræðu af því tagi. Mikilvægt er að menn geri sér glögga grein fyrir því í upphafi að ekkert það lausnarorð er til sem felur í sér léttu leiðina ljúfu inn í nýja framtíð í þessum efnum. Í raun réttri liggur í augum uppi hverjum vandkvæðum það er bundið að tryggja stöðugleika lítillar myntar í opnu alþjóðlegu hagkerfi. Hinn kosturinn sem skýrsluhöfundar Viðskiptaráðs draga fram felur í sér aðild að Evrópusambandinu. Það er margslungið pólitískt viðfangsefni. Umræðan um þessa kosti er hins vegar óhjákvæmileg að því gefnu að stöðugleiki sé enn sem fyrr markmið sem ekki standi til að hverfa frá.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun