Enn eykst tapið hjá GM 26. júlí 2006 13:21 General Motors hefur selt færri sportjeppa á borð við Hummer en áætlað var. Mynd/Getty Images Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. General Motors, sem er stærsti bílaframleiðandi í heimi, hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu síðustu misserin en mörg þúsund starfsmönnum hefur verið sagt upp. Stór hluti taprekstursins er komin til vegna starfslokasamninga við starfsmennina. Þá áætlar fyrirtækið að loka 12 verksmiðjum í Bandaríkjunum á næstu tveimur árum. Bílaframleiðandinn á um þessar mundir í viðræðum við franska bílaframleiðandann Renault og hinn japanska Nissan um samstarf. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem á um 10 prósenta hlut í General Motors og er fjórði stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, átti frumkvæðið að samstarfinu en hann vonast til að með því muni rekstur bílaframleiðandans komast á réttan kjöl. Bandarískir neytendur hafa ekki verið jafn áhugasamir um stóra sportjeppa og fyrirtækið taldi. Þá hefur eldsneytisverð hækkað talsvert síðustu mánuði og hefur almenningur vestra í auknum mæli keypt sparneytna bíla frá Toyota og Honda Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. General Motors, sem er stærsti bílaframleiðandi í heimi, hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu síðustu misserin en mörg þúsund starfsmönnum hefur verið sagt upp. Stór hluti taprekstursins er komin til vegna starfslokasamninga við starfsmennina. Þá áætlar fyrirtækið að loka 12 verksmiðjum í Bandaríkjunum á næstu tveimur árum. Bílaframleiðandinn á um þessar mundir í viðræðum við franska bílaframleiðandann Renault og hinn japanska Nissan um samstarf. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem á um 10 prósenta hlut í General Motors og er fjórði stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, átti frumkvæðið að samstarfinu en hann vonast til að með því muni rekstur bílaframleiðandans komast á réttan kjöl. Bandarískir neytendur hafa ekki verið jafn áhugasamir um stóra sportjeppa og fyrirtækið taldi. Þá hefur eldsneytisverð hækkað talsvert síðustu mánuði og hefur almenningur vestra í auknum mæli keypt sparneytna bíla frá Toyota og Honda
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira