Rokkfjölskyldan á kafi í heyskap fyrir austan 26. júlí 2006 12:00 Ásgeir faðir Magna er á kafi í heyskap þessa dagana ásamt bróður Magna, Arngrími Viðari og syni hans Ásgeiri Boga. MYND/Heiða Lífið gengur sinn vanagang á Brekkubæ á Borgarfirði Eystra sem er æskuheimili Rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins litu þar við um helgina var Ásgeir Arngrímsson, faðir Magna, á kafi í heyskap ásamt syninum Arngrími Viðari og barnabarninu Ásgeiri Boga Arngrímssyni. Höfðu þeir meiri áhyggjur af slættinum en gengi Magna í Rock Star Supernova keppninni enda vita allir alvöru bændur að það þarf að nota veðurblíðuna þegar hún gefst til að koma heyi í hús. „Magni var ágætur í heyskapnum og mjög góður á vélunum," minnist faðir Magna sem er að vonum stoltur af gengi sonarins vestra. Fjölskyldan hefur ekkert heyrt í Magna síðan 20. júní enda fær hann einungis að hringja tvisvar í viku í heim í 15 mínútur í senn og þeim símtölum eyðir hann í sambýlilskonuna Eyrúnu Huld Haraldsdóttur. „Svo þarf Eyrún að hringja í alla og dreifa fréttunum," segir Arngrímu Viðar og hlær. Íbúar á Borgarfirði Eystra fylgjast með keppninni á breiðtjaldi í Félagsheimilinu Fjarðarborg og þar hefur oft myndast mikil stemning, enda hafa ekki bara íbúar staðarins mætt til að hvetja Magna heldur einnig stórir hópar ferðamanna á ferð um svæðið. „Magni hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu hingað til, hann kann alla texta enda vanur að syngja allt milli himins og jarðar á þorrablótum, böllum og allskonar uppákomum með Á móti sól," segir Arngrímur Viðar. Að þessu leyti er hann sterkari en aðrir keppendur sem virðast margir hverjir ekki kunna einn einasta texta. Magni sker sig líka út frá hinum keppendum á fleiri sviðum því Ásgeir Bogi bendir á að hann sé t.d. ekki með eitt einasta tattú en það ætti samt ekki að koma að sök. „Það er ókeypis að kjósa á Netinu og ég vona að einhverjar aðrar þjóðir séu að kjósa hann heldur en bara Íslendingar," segir Ásgeir Bogi sem er sjálfskipaður kosningastjóri fjölskyldunnar. Ef Magni helst áfram inni í keppninni fær hann leyfi fyrir heimsókn út til sín og er fjölskyldan að vonum spennt fyrir því. Reikna þau með því að fjórir til fimm fjölskyldumeðlimir fari þá út til hans - en heyskap þarf að sjálfsögðu að vera lokið áður. Borgarfjörður eystri Rock Star Supernova Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Lífið gengur sinn vanagang á Brekkubæ á Borgarfirði Eystra sem er æskuheimili Rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins litu þar við um helgina var Ásgeir Arngrímsson, faðir Magna, á kafi í heyskap ásamt syninum Arngrími Viðari og barnabarninu Ásgeiri Boga Arngrímssyni. Höfðu þeir meiri áhyggjur af slættinum en gengi Magna í Rock Star Supernova keppninni enda vita allir alvöru bændur að það þarf að nota veðurblíðuna þegar hún gefst til að koma heyi í hús. „Magni var ágætur í heyskapnum og mjög góður á vélunum," minnist faðir Magna sem er að vonum stoltur af gengi sonarins vestra. Fjölskyldan hefur ekkert heyrt í Magna síðan 20. júní enda fær hann einungis að hringja tvisvar í viku í heim í 15 mínútur í senn og þeim símtölum eyðir hann í sambýlilskonuna Eyrúnu Huld Haraldsdóttur. „Svo þarf Eyrún að hringja í alla og dreifa fréttunum," segir Arngrímu Viðar og hlær. Íbúar á Borgarfirði Eystra fylgjast með keppninni á breiðtjaldi í Félagsheimilinu Fjarðarborg og þar hefur oft myndast mikil stemning, enda hafa ekki bara íbúar staðarins mætt til að hvetja Magna heldur einnig stórir hópar ferðamanna á ferð um svæðið. „Magni hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu hingað til, hann kann alla texta enda vanur að syngja allt milli himins og jarðar á þorrablótum, böllum og allskonar uppákomum með Á móti sól," segir Arngrímur Viðar. Að þessu leyti er hann sterkari en aðrir keppendur sem virðast margir hverjir ekki kunna einn einasta texta. Magni sker sig líka út frá hinum keppendum á fleiri sviðum því Ásgeir Bogi bendir á að hann sé t.d. ekki með eitt einasta tattú en það ætti samt ekki að koma að sök. „Það er ókeypis að kjósa á Netinu og ég vona að einhverjar aðrar þjóðir séu að kjósa hann heldur en bara Íslendingar," segir Ásgeir Bogi sem er sjálfskipaður kosningastjóri fjölskyldunnar. Ef Magni helst áfram inni í keppninni fær hann leyfi fyrir heimsókn út til sín og er fjölskyldan að vonum spennt fyrir því. Reikna þau með því að fjórir til fimm fjölskyldumeðlimir fari þá út til hans - en heyskap þarf að sjálfsögðu að vera lokið áður.
Borgarfjörður eystri Rock Star Supernova Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira