Hin óbærilegu völd tilfinninganna 22. júlí 2006 00:01 Þegar ég sé yngstu börnin mín vaxa úr grasi og verða allt í einu að unglingum, þá sé ég í hnotskurn hvernig við mannfólkið breytumst úr börnum í fullorðna. Ég sé hvernig heimsmyndin breytist í huga þeirra, umhverfi þeirra verður öðru vísi og einn daginn er ég ekki lengur sami verndarengillinn. Þetta er lífið, þetta er þroskinn, litlu fræin springa út, verða stór og fyrirferðarmikil blóm í aldingarði fjölskyldunnar. Ekki það að ég ætli að skrifa heilan pistil um blessaða táningana mína, heldur hitt að skoða pínulítið þessi tímamót í lífi hverrar manneskju, þegar aldurinn tekur á sig mynd og tilfinningalífið tekur völdin. Ég hef skrifað um það áður, hversu dásamlegt það er í rauninni, þegar maður vaknar til meðvitundar um hitt kynið og barnslegu spurnaraugun breytast í ögrandi augnaráð og ástarblik. Hvílíkur fiðringur fór um mann, hráan unglinginn, þegar fallega stelpan í rósótta kjólnum endurgalt feimnislegt brosið og ástin kviknaði í hjarta manns, svo rauður loginn brann. Við höfum vonandi flest upplifað þetta bál. Tíma tilfinninganna. Hinnar heitu ástríðu. Í daglegu tali er þetta kallað ást. Að maður sé ástfanginn. En í rauninni er þetta ekki annað en losti, vakning kynkenndarinnar. Spenningur og jafnvel sigur. Hún er skotin í mér, hann er kærastinn minn. Þetta heitir að vera gjafvaxta. Og þá er ekki að bráðlætinu að spyrja, unga fólkið telur að það hafi höndlað hamingjuna, eignast ástina að rekkjunauti og gengur í hnapphelduna. Hnapphelda er réttnefni, vegna þess að skyndilega er þetta unga fólk hneppt inn í sambandi, hjónabandi, sem á sér oftast uppruna í kynhvötinni, óðagotinu, ungæðinu. Hjónabönd nútímans eru ekki reist á nánum langvarandi kynnum, þau eiga sér lítinn fyrirvara í félagsskap, samlyndi eða skapgerð. Þau eiga sjaldnast nokkuð skylt við ástina, eins og ég sé hana. Enda eru skipbrotin mörg, hjónaskilnaðir eru taldir þrír af hverjum fimm hjónaböndum og fer fjölgandi. Ungu elskendurnir reka sig fljótt á þá staðreynd að hjónabandið er víðtækara en atlotin í rúminu eða fegurðin sem fyrir augun ber. Mér er jafnvel spurn á stundum hvort hjónabandið sem slíkt sé ekki að verða úrelt fyrirbæri sem og klisjan: „að vera saman í blíðu og stríðu þar til dauðinn aðskilur." Stundum líða ekki nema nokkrir mánuðir þangað til allt er komið í bál og brand. Svo koma deilurnar um búskiptin, forræði barnanna, hin andlegu áföll, sektarkenndin og samviskubitið þegar framtíðin hrynur til grunna og allt byrjar upp á nýtt. Þessi atburðarás er enginn leikur og hún snýst ekki um ást. Af því að það var eiginlega engin ást í millum makanna. Blekkingin og misskilningurinn liggja í rangtúlkun þessa orðs. Sem því miður, maður áttar sig oftast ekki á, fyrr en um seinan. En hvað er þá ást? Auðvitað er hún væntumþykja og gleði yfir að rugla reytum sínum með þeim sem manni þykir vænt um. Við þekkjum móðurástina sem er raunveruleg, systkinakærleik, ást foreldra á börnum sínum og þeim nánustu. Allt eru þetta heilsteyptar, hreinræktaðar tilfinningar. Við þekkjum einnig fallegt einlægt ástarsamband hjóna milli. En ást maka er meira, miklu meira, en tilfinningin ein og sér. Ástin verður ekki til að einu augabragði, heldur þarf hún að þroskast í samneyti, tillitsemi, sameiginlegum áhugamálum, virðingu og félagsskap. Og sjálfsagt mörgu öðru, sem ég kann ekki skil á. Enda enginn sérfræðingur í þeim fræðum og hef sjálfur lent í hremmingum af þessu tagi, mér og öðrum til raunar og angurs. Og fleiri eiga eftir að ganga í þessa sömu gildru, þessa barnslegu trú, að ævarandi heitstrenging frammi fyrir presti og nákomnum, sé upphaf og endir þeirrar hamingju, sem felst í ástinni. Ég er ekki, frekar en aðrir, þess megnugur að reyna að hafa vit fyrir unga fólkinu. Reynsla kynslóðanna og aðvaranir mega sín lítils frammi fyrir ákafa æskunnar að „eignast hvort annað". Við eignumst aldrei neinn, við sláum aldrei hnappheldu yfir aðra manneskju. Við getum hinsvegar með tíð og tíma eignast vini, félaga, sambúðaraðila, sem deila með sér tíma, áhyggjum, úrlausnarefnum, tómstundum og jafnvel þögninni. Kannske er það öruggasta vísbendingin um ástina að geta þagað saman. Gera ekki neitt, segja ekki neitt og líða vel. Hver treystir sér til að hafa þetta fyrir börnunum, þegar þau loksins birtast okkur sem breimandi kettir, þessar elskur? „Pabbi, ert" ekki í lagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Þegar ég sé yngstu börnin mín vaxa úr grasi og verða allt í einu að unglingum, þá sé ég í hnotskurn hvernig við mannfólkið breytumst úr börnum í fullorðna. Ég sé hvernig heimsmyndin breytist í huga þeirra, umhverfi þeirra verður öðru vísi og einn daginn er ég ekki lengur sami verndarengillinn. Þetta er lífið, þetta er þroskinn, litlu fræin springa út, verða stór og fyrirferðarmikil blóm í aldingarði fjölskyldunnar. Ekki það að ég ætli að skrifa heilan pistil um blessaða táningana mína, heldur hitt að skoða pínulítið þessi tímamót í lífi hverrar manneskju, þegar aldurinn tekur á sig mynd og tilfinningalífið tekur völdin. Ég hef skrifað um það áður, hversu dásamlegt það er í rauninni, þegar maður vaknar til meðvitundar um hitt kynið og barnslegu spurnaraugun breytast í ögrandi augnaráð og ástarblik. Hvílíkur fiðringur fór um mann, hráan unglinginn, þegar fallega stelpan í rósótta kjólnum endurgalt feimnislegt brosið og ástin kviknaði í hjarta manns, svo rauður loginn brann. Við höfum vonandi flest upplifað þetta bál. Tíma tilfinninganna. Hinnar heitu ástríðu. Í daglegu tali er þetta kallað ást. Að maður sé ástfanginn. En í rauninni er þetta ekki annað en losti, vakning kynkenndarinnar. Spenningur og jafnvel sigur. Hún er skotin í mér, hann er kærastinn minn. Þetta heitir að vera gjafvaxta. Og þá er ekki að bráðlætinu að spyrja, unga fólkið telur að það hafi höndlað hamingjuna, eignast ástina að rekkjunauti og gengur í hnapphelduna. Hnapphelda er réttnefni, vegna þess að skyndilega er þetta unga fólk hneppt inn í sambandi, hjónabandi, sem á sér oftast uppruna í kynhvötinni, óðagotinu, ungæðinu. Hjónabönd nútímans eru ekki reist á nánum langvarandi kynnum, þau eiga sér lítinn fyrirvara í félagsskap, samlyndi eða skapgerð. Þau eiga sjaldnast nokkuð skylt við ástina, eins og ég sé hana. Enda eru skipbrotin mörg, hjónaskilnaðir eru taldir þrír af hverjum fimm hjónaböndum og fer fjölgandi. Ungu elskendurnir reka sig fljótt á þá staðreynd að hjónabandið er víðtækara en atlotin í rúminu eða fegurðin sem fyrir augun ber. Mér er jafnvel spurn á stundum hvort hjónabandið sem slíkt sé ekki að verða úrelt fyrirbæri sem og klisjan: „að vera saman í blíðu og stríðu þar til dauðinn aðskilur." Stundum líða ekki nema nokkrir mánuðir þangað til allt er komið í bál og brand. Svo koma deilurnar um búskiptin, forræði barnanna, hin andlegu áföll, sektarkenndin og samviskubitið þegar framtíðin hrynur til grunna og allt byrjar upp á nýtt. Þessi atburðarás er enginn leikur og hún snýst ekki um ást. Af því að það var eiginlega engin ást í millum makanna. Blekkingin og misskilningurinn liggja í rangtúlkun þessa orðs. Sem því miður, maður áttar sig oftast ekki á, fyrr en um seinan. En hvað er þá ást? Auðvitað er hún væntumþykja og gleði yfir að rugla reytum sínum með þeim sem manni þykir vænt um. Við þekkjum móðurástina sem er raunveruleg, systkinakærleik, ást foreldra á börnum sínum og þeim nánustu. Allt eru þetta heilsteyptar, hreinræktaðar tilfinningar. Við þekkjum einnig fallegt einlægt ástarsamband hjóna milli. En ást maka er meira, miklu meira, en tilfinningin ein og sér. Ástin verður ekki til að einu augabragði, heldur þarf hún að þroskast í samneyti, tillitsemi, sameiginlegum áhugamálum, virðingu og félagsskap. Og sjálfsagt mörgu öðru, sem ég kann ekki skil á. Enda enginn sérfræðingur í þeim fræðum og hef sjálfur lent í hremmingum af þessu tagi, mér og öðrum til raunar og angurs. Og fleiri eiga eftir að ganga í þessa sömu gildru, þessa barnslegu trú, að ævarandi heitstrenging frammi fyrir presti og nákomnum, sé upphaf og endir þeirrar hamingju, sem felst í ástinni. Ég er ekki, frekar en aðrir, þess megnugur að reyna að hafa vit fyrir unga fólkinu. Reynsla kynslóðanna og aðvaranir mega sín lítils frammi fyrir ákafa æskunnar að „eignast hvort annað". Við eignumst aldrei neinn, við sláum aldrei hnappheldu yfir aðra manneskju. Við getum hinsvegar með tíð og tíma eignast vini, félaga, sambúðaraðila, sem deila með sér tíma, áhyggjum, úrlausnarefnum, tómstundum og jafnvel þögninni. Kannske er það öruggasta vísbendingin um ástina að geta þagað saman. Gera ekki neitt, segja ekki neitt og líða vel. Hver treystir sér til að hafa þetta fyrir börnunum, þegar þau loksins birtast okkur sem breimandi kettir, þessar elskur? „Pabbi, ert" ekki í lagi?
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun