Erlent

Menjar um vígtennta kjötætukengúru

Keppt í logsuðu Emil B. Karlsson hjá SA telur of lítið hafa farið fyrir umfjöllun um aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms.
Keppt í logsuðu Emil B. Karlsson hjá SA telur of lítið hafa farið fyrir umfjöllun um aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms.

Steingervingafræðingar í Norður-Ástralíu hafa fundið menjar um nokkrar áður óþekktar dýrategundir, þar með talið ­keng­úru sem var kjötæta. Skepnan var uppi fyrir um 10 til 20 milljón árum, að sögn vísindamannanna. Þetta kom fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Einnig fundu vísindamennirnir, sem eru frá háskólanum í New South Wales, ummerki um þriggja metra háan fugl sem líklega var kjötæta og hafa þeir gefið honum gælunafnið „skapadóms-djöflaöndin“.

Steingervingaleitin á sér stað í norð-vesturhluta Queensland, og hafa steinrunnar leifar fundist af um tuttugu óþekktum tegundum, og eru margar þeirra afar sérkennilegar, að sögn Mikes Archer prófessors.

„Hér voru kengúrur sem voru kjötætur, með langar vígtennur, og stökkkengúrur með langa framfætur sem ekki gátu hoppað,“ sagði Archer.

Fræðingarnir ætla sér nú að skoða steingervingana nánar í von um að komast að fleiru um þessar sérkennilegu skepnur og hvaða áhrif loftslagsbreytingar höfðu á þróun þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×