Búslóð var stolið í miðjum flutningum í Árbænum 12. júlí 2006 07:15 Nói Benediktsson, Segir tjónið bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Hann hefur enga hugmynd um hver eða hverjir gætu hafa verið að verki, en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Óskemmtileg sjón blasti við Nóa Benediktssyni bifvélavirkja þegar hann var að flytja úr íbúð sinni að Hraunbæ 166 á laugardaginn, en þá hafði hluta búslóðar hans verið stolið af stéttinni fyrir framan húsið. Vegna þess að bannað er að leggja við stéttina brugðu Nói og tengdasonur hans, sem var að hjálpa til við flutningana, á það ráð að geyma húsgögn og aðra hluti sem þeir voru að flytja úr íbúðinni á sjálfri stéttinni þangað til búið væri að tæma íbúðina. Fór það ekki betur en svo að margvíslegir munir höfðu verið hirtir þegar þeir komu til baka, meðal annars tveir stólar, sófaborð, forláta bókahilla og borðtölva. "Við vorum þarna tveir, ég og tengdasonur minn að flytja. Við lögðum kassa og húsgögn snyrtilega við skiltið sem er þarna beint fyrir framan húsið, enda lá mikið á að klára að hreinsa íbúðina," segir Nói. "Um klukkutíma eftir að við byrjum kemur dóttir mín að hjálpa, og spyr hvort það hafi ekki verið tveir stólar með sófasettinu. Ég kanna málið og kemst að því að stólarnir eru horfnir ásamt öðrum hlutum." Hann segist ekki hafa hugmynd um hverjir gætu hafa verið þarna að verki, en mögulegt sé að um misskilning hafi verið að ræða. Kannski hafi einhver verið þarna á ferð sem áttaði sig ekki á að þetta væri búslóð einhvers sem væri að flytja, og einfaldlega haldið að þetta væri ruslahaugur. Mjög ólíklegt sé að viðkomandi hafi verið á bíl þar sem hann hefði hiklaust tekið eftir því, segir Nói. "Það virðist vera orðið þannig að maður verði að vakta dótið sitt í flutningum. Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag. Ég hef staðið í flutningum sennilega tuttugu sinnum á ævinni og þetta er í fyrsta skipti sem svona kemur fyrir. Ég trúði því bara ekki að þetta gæti gerst," segir hann. Nói segist hafa talað við lögregluna og málið sé í rannsókn. "Ég er ekki með neina heimilistryggingu þannig að tjónið er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Bókahilluna hafði ég átt síðan ég var fimm ára og sófaborðið átti ég ekki einu sinni. Svo var allt myndasafnið mitt inni á tölvunni sem var tekin. Það er alveg rosalega leiðinlegt að lenda í svona." Hann segir fundarlaun í boði fyrir þann sem kemur hlutunum til hans aftur, enda sé þeirra sárt saknað. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á svæðinu um hádegi á laugardag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. Innlent Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Óskemmtileg sjón blasti við Nóa Benediktssyni bifvélavirkja þegar hann var að flytja úr íbúð sinni að Hraunbæ 166 á laugardaginn, en þá hafði hluta búslóðar hans verið stolið af stéttinni fyrir framan húsið. Vegna þess að bannað er að leggja við stéttina brugðu Nói og tengdasonur hans, sem var að hjálpa til við flutningana, á það ráð að geyma húsgögn og aðra hluti sem þeir voru að flytja úr íbúðinni á sjálfri stéttinni þangað til búið væri að tæma íbúðina. Fór það ekki betur en svo að margvíslegir munir höfðu verið hirtir þegar þeir komu til baka, meðal annars tveir stólar, sófaborð, forláta bókahilla og borðtölva. "Við vorum þarna tveir, ég og tengdasonur minn að flytja. Við lögðum kassa og húsgögn snyrtilega við skiltið sem er þarna beint fyrir framan húsið, enda lá mikið á að klára að hreinsa íbúðina," segir Nói. "Um klukkutíma eftir að við byrjum kemur dóttir mín að hjálpa, og spyr hvort það hafi ekki verið tveir stólar með sófasettinu. Ég kanna málið og kemst að því að stólarnir eru horfnir ásamt öðrum hlutum." Hann segist ekki hafa hugmynd um hverjir gætu hafa verið þarna að verki, en mögulegt sé að um misskilning hafi verið að ræða. Kannski hafi einhver verið þarna á ferð sem áttaði sig ekki á að þetta væri búslóð einhvers sem væri að flytja, og einfaldlega haldið að þetta væri ruslahaugur. Mjög ólíklegt sé að viðkomandi hafi verið á bíl þar sem hann hefði hiklaust tekið eftir því, segir Nói. "Það virðist vera orðið þannig að maður verði að vakta dótið sitt í flutningum. Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag. Ég hef staðið í flutningum sennilega tuttugu sinnum á ævinni og þetta er í fyrsta skipti sem svona kemur fyrir. Ég trúði því bara ekki að þetta gæti gerst," segir hann. Nói segist hafa talað við lögregluna og málið sé í rannsókn. "Ég er ekki með neina heimilistryggingu þannig að tjónið er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Bókahilluna hafði ég átt síðan ég var fimm ára og sófaborðið átti ég ekki einu sinni. Svo var allt myndasafnið mitt inni á tölvunni sem var tekin. Það er alveg rosalega leiðinlegt að lenda í svona." Hann segir fundarlaun í boði fyrir þann sem kemur hlutunum til hans aftur, enda sé þeirra sárt saknað. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á svæðinu um hádegi á laugardag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna.
Innlent Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira