Framboð Jónínu kom Guðna á óvart 12. júlí 2006 03:30 Guðni Ágústsson segir Jónínu Bjartmarz hafa hringt í sig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnt sér að hún væri á leið í Kastljós að lýsa yfir framboði til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins í fyrrakvöld kom Guðna Ágústssyni varaformanni í opna skjöldu. Það kemur mér á óvart að Jónína skuli gera þetta með þessum hraða í ljósi þess að fyrir liggur samkvæmt könnunum og mælingum Gallup að ég hef gríðarlega sterka stöðu í flokknum og sem ráðherra, sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið í gær. Yfirlýsing Jónínu leysti úr læðingi bylgju áskorana til Guðna um að sækjast eftir formannsembættinu, til dæmis hvatti Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hann til framboðs í fréttum Útvarps í gær og í samtali við Fréttablaðið sögðust fjölmargir flokksmenn sama sinnis. Guðni viðurkennir fúslega að hafa heyrt frá fólki hvaðanæva að af landinu en segist ekki ráðinn enn. Ég þarf að gera þetta upp við mig og yfirlýsing Jónínu herðir á mér, flokksmenn bíða eftir ákvörðun minni. Guðni segist standa frammi fyrir þremur kostum. Að sækjast eftir formannsembættinu, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í varaformannsstóli eða stíga til hliðar og gefa öðrum stjórn flokksins eftir. Um þetta eru skiptar skoðanir, margir leggja hart að mér að gefa kost á mér til formennsku en framsóknarmenn margir vilja frið og sameiginlega niðurstöðu. Þetta þarf ég að meta með fjölskyldunni og mínum bestu mönnum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur einn lýst yfir framboði til formannsembættisins og Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hefur einn lýst yfir framboði til embættis ritara. Þótt aðferðir Jónínu Bjartmarz við að lýsa yfir framboði hafi komið Guðna á óvart gerir hann ekki athugasemdir við þær. Hún hringdi í mig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnti að hún væri að fara í Kastljós til að lýsa yfir framboði. Það er hennar val. Lýðræðið er mikilvægt og stundum þarf að gera upp á milli manna. En þetta kom á óvart. Hún var fljót að ákveða sig miðað við mína stöðu. Guðni Ágústsson hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins í fimm ár og ráðherra í sjö ár. Hann segir það hafa verið gæfu sína í flokknum og samfélaginu að tiltölulega góð sátt hafi ríkt um störf hans. Fyrir það sé hann þakklátur. Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins í fyrrakvöld kom Guðna Ágústssyni varaformanni í opna skjöldu. Það kemur mér á óvart að Jónína skuli gera þetta með þessum hraða í ljósi þess að fyrir liggur samkvæmt könnunum og mælingum Gallup að ég hef gríðarlega sterka stöðu í flokknum og sem ráðherra, sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið í gær. Yfirlýsing Jónínu leysti úr læðingi bylgju áskorana til Guðna um að sækjast eftir formannsembættinu, til dæmis hvatti Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hann til framboðs í fréttum Útvarps í gær og í samtali við Fréttablaðið sögðust fjölmargir flokksmenn sama sinnis. Guðni viðurkennir fúslega að hafa heyrt frá fólki hvaðanæva að af landinu en segist ekki ráðinn enn. Ég þarf að gera þetta upp við mig og yfirlýsing Jónínu herðir á mér, flokksmenn bíða eftir ákvörðun minni. Guðni segist standa frammi fyrir þremur kostum. Að sækjast eftir formannsembættinu, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í varaformannsstóli eða stíga til hliðar og gefa öðrum stjórn flokksins eftir. Um þetta eru skiptar skoðanir, margir leggja hart að mér að gefa kost á mér til formennsku en framsóknarmenn margir vilja frið og sameiginlega niðurstöðu. Þetta þarf ég að meta með fjölskyldunni og mínum bestu mönnum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur einn lýst yfir framboði til formannsembættisins og Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hefur einn lýst yfir framboði til embættis ritara. Þótt aðferðir Jónínu Bjartmarz við að lýsa yfir framboði hafi komið Guðna á óvart gerir hann ekki athugasemdir við þær. Hún hringdi í mig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnti að hún væri að fara í Kastljós til að lýsa yfir framboði. Það er hennar val. Lýðræðið er mikilvægt og stundum þarf að gera upp á milli manna. En þetta kom á óvart. Hún var fljót að ákveða sig miðað við mína stöðu. Guðni Ágústsson hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins í fimm ár og ráðherra í sjö ár. Hann segir það hafa verið gæfu sína í flokknum og samfélaginu að tiltölulega góð sátt hafi ríkt um störf hans. Fyrir það sé hann þakklátur.
Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira