Erlent

Refsiaðgerðum slegið á frest

Kenzo Oshima
Kenzo Oshima

Fulltrúar Japana og fastameðlimir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafa komið sér saman um að fresta refsiaðgerðum þeim sem Kenzo Oshima, sendiherra Japans hjá Sameinuðu þjóðunum, lagði til að yrðu settar gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna þeirra, en refsiaðgerðirnar áttumeðal annars að kveða á um viðskiptabann á tæknitengdar vörur.

Það eru Kínverjar sem standa að baki frestuninni og sendiherra Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, Wang Guangya, skýrði frá því að tillaga Japana yrði ekki samþykkt að óbreyttu, að því er Kyodo-fréttastofan greinir frá.

Japanar ætluðu upphaflega að þrýsta á um refsiaðgerðir strax í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×