Ósætti um Alfreð í nýju Blóðbankahúsi 12. júlí 2006 06:30 Landspítalinn Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að sér hafi verið tjáð að Landspítalinn hafi tekið allt húsið á leigu en síðan framleigt hluta efstu hæðarinnar til framkvæmdanefndarinnar. Við undirbúning viðbyggingar við Blóðbankann, sem síðan var hætt við, var gerð ítarleg þarfagreining þar sem kom fram að Blóðbankinn þyrfti 1600 fermetra fyrir starfsemi sína, en hann er nú í 650 fermetra húsnæði. Nýja húsnæðið er 1350 fermetrar sem Sveinn segir að myndi duga fyrir starf þeirra. „Það er löngu búið að sýna fram á það að við uppfyllum engin skilyrði sem þarf til að reka blóðbanka. Þegar samningur var gerður við leigusala hússins gerðum við ráð fyrir að litið yrði til þessarar þarfagreiningar og við fengjum þá allt húsið,“ segir Sveinn. „Við höfum bent á það að framkvæmdanefndin þurfi ekki húsnæði með þessa staðsetningu og af þessu tagi. Efsta hæð hússins er okkur mjög dýrmæt því hún er í nágrenni við okkar mikilvægu starfsemi og það væri slæmt að fara af stað með svona mál og missa lausnina út úr höndunum með því að sjá blóðbankanum fyrir ónógu húsnæði.“ Alfreð Þorsteinsson, formaður framkvæmdanefndarinnar segir nefndina einungis taka 150 til 200 fermetra á leigu með stækkunarmöguleikum. Hann segir að mikilvægt sé að húsið sé nálægt spítalanum. Undir það tekur Davíð Á. Gunnarsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. „Nefndin vinnur náið með starfsfólki spítalans. Blóðbankinn fer í nýja spítalann þegar hann er tilbúinn og það er varla hægt að ætlast til þess að öll markmið sem eiga að nást þá verði uppfyllt strax. Það eru margar aðrar deildir sem einnig eru í of litlu húsnæði,“ segir Davíð. Innlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
Landspítalinn Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að sér hafi verið tjáð að Landspítalinn hafi tekið allt húsið á leigu en síðan framleigt hluta efstu hæðarinnar til framkvæmdanefndarinnar. Við undirbúning viðbyggingar við Blóðbankann, sem síðan var hætt við, var gerð ítarleg þarfagreining þar sem kom fram að Blóðbankinn þyrfti 1600 fermetra fyrir starfsemi sína, en hann er nú í 650 fermetra húsnæði. Nýja húsnæðið er 1350 fermetrar sem Sveinn segir að myndi duga fyrir starf þeirra. „Það er löngu búið að sýna fram á það að við uppfyllum engin skilyrði sem þarf til að reka blóðbanka. Þegar samningur var gerður við leigusala hússins gerðum við ráð fyrir að litið yrði til þessarar þarfagreiningar og við fengjum þá allt húsið,“ segir Sveinn. „Við höfum bent á það að framkvæmdanefndin þurfi ekki húsnæði með þessa staðsetningu og af þessu tagi. Efsta hæð hússins er okkur mjög dýrmæt því hún er í nágrenni við okkar mikilvægu starfsemi og það væri slæmt að fara af stað með svona mál og missa lausnina út úr höndunum með því að sjá blóðbankanum fyrir ónógu húsnæði.“ Alfreð Þorsteinsson, formaður framkvæmdanefndarinnar segir nefndina einungis taka 150 til 200 fermetra á leigu með stækkunarmöguleikum. Hann segir að mikilvægt sé að húsið sé nálægt spítalanum. Undir það tekur Davíð Á. Gunnarsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. „Nefndin vinnur náið með starfsfólki spítalans. Blóðbankinn fer í nýja spítalann þegar hann er tilbúinn og það er varla hægt að ætlast til þess að öll markmið sem eiga að nást þá verði uppfyllt strax. Það eru margar aðrar deildir sem einnig eru í of litlu húsnæði,“ segir Davíð.
Innlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira