Viðskipti erlent

Fjárfestir í föðurlandinu

Hinn indverskættaði Lakshmi Mittal, einn ríkasti maður Bretlands, ætlar að reisa 12 tonna stálbræðslu á Indlandi.
Mynd/AFP
Hinn indverskættaði Lakshmi Mittal, einn ríkasti maður Bretlands, ætlar að reisa 12 tonna stálbræðslu á Indlandi. Mynd/AFP

Lakshmi Mittal, forstjóri Mittal Steel, eins stærsta stálframleiðanda í heimi, segir fyrirtækið ætla að reisa 12 milljón tonna stálbræðslu í Orissafylki á Indlandi. Mittal er af indversku bergi brotinn en hefur verið búsettur í Bretlandi um árabil. Breska blaðið Sunday Times útnefndi hann ríkasta mann sem landsins í apríl. Þetta mun vera fyrsta fjárfestingaverkefni Mittals á indverskri grund.

Að hans sögn mun stálbræðslan kosta um 300 milljarða rúpíur, jafnvirði tæplega hálfs milljarðs íslenskra króna.

Fyrr í þessum mánuði samþykkt hluthafar í evrópska stálfyrirtækinu Arcelor yfirtökutilboð Mittal Steel og varð með því til stærsta stálfyrirtæki í heimi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×