Trú, von og veruleiki 4. júlí 2006 00:01 Sú var tíð í landinu að verðbólgan var eins konar skurðgoð. Trúin á mátt hennar og megin var vegvísir allra verka. Það var um flest ótraust leiðsögn. Engir þeirra sem ólust upp við efnahagsþref verðbólguáranna sakna þess tíma. Það sem meira er: Sú kynslóð sem nú vex úr grasi hefur sannarlega ekkert við það að gera að komast í kynni við vegvillur verðbólgutrúarbragðanna. Þetta blað birti í gær könnun sem það lét gera til þess að sjá hver trú manna væri á verðbólguhorfur eins og sakir standa. Segja má að það eitt sé ógott að slík spurning skuli borin fram af tilefni. Fram kom að þriðjungur landsmanna væntir þess að verðbólga hjaðni á næsta ári. Hitt er lakara að tveir þriðju hlutar trúa því að hún annaðhvort standi í stað eða aukist. Vera má að könnun af þessu tagi segi ekki mikla sögu. En svörin eru eigi að síður leiðbeinandi um það hvernig fólk hugsar um þessi efni. Sú hugsun ein getur haft áhrif. En vitneskja um þessa trú fólks ætti fyrst og fremst að skerpa almenna meðvitund um hversu mikið er hér í húfi. Í raun réttri er ekkert mikilvægara en að koma í veg fyrir að þetta hald manna verði að veruleika. Samningar aðila vinnumarkaðarins á dögunum með aðild ríkisvaldsins hafa nokkurt gildi í þessu efni. Þeir þjóna þeim tilgangi helst að draga úr líkum á víxlhækkunum launa og verðlags. Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um sérstakt aðhald varðandi opinber íbúðalán og framkvæmdir á vegum ríkisins eru aukheldur þáttur í mikilvægri viðspyrnuviðleitni. Trú almennings á stöðugleikann hefur hins vegar ekki verið endurvakin. Spurningin er hvort það mat er á rökum reist. Flest efnahagsleg kennimerki gefa til kynna að meira þurfi til. Ríkisstjórnin hefur eðli máls samkvæmt ekki birt forsendur fyrir fjárlagatillögum næsta árs. En í fjárlögum þessa árs er gerð grein fyrir öllum lykilatriðum í þeim efnum fram til ársins 2009. Þar kemur fram að við það er miðað að samneysla eigi að hámarki að vaxa að raungildi um 2 prósent árlega. Varðandi svokölluð tilfærslugjöld er hámarksvöxtur að sama skapi bundinn við 2,5 prósent. Vel má vera að þessi ríflegu mörk um vöxt ríkisútgjaldanna í raunverulegum verðmætum á næstu árum hafi verið raunhæf miðað við þær horfur sem fyrir lágu þegar ákvörðun þar um var tekin. En fram hjá því verður ekki litið að nú hafa aðstæður allar breyst. Það er vissulega þung þraut að lækka þessi vaxtarmörk. Sú glíma sýnist eigi að síður vera óhjákvæmileg. Ábyrgð fjármálaráðherrans í þessum efnum er vitaskuld þyngst og mest. Gangi hann rösklega eftir lækkun á settum markmiðum um útgjaldaaukningu verður eftir því tekið. Skerist hins vegar einhverjir úr leik verður ekki síður til þess litið. Ríkisstjórnin verður eðlilega vegin og metin á mælikvarða verðbólgunnar. Ráðherrarnir eiga því allir saman og hver um sig mikið undir því hvernig til tekst. Hlutverk stjórnarandstöðunnar er samkvæmt hlutanna eðli nokkuð léttara. En eftir því verður einnig tekið hvoru megin hryggjar hún liggur þegar kemur að umræðu um raunverulegt aðhald í ríkisbúskapnum. Stöðugleikinn getur haft gott hald í trú og von. En á endanum ræður veruleiki raunhæfra aðgerða mestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Sú var tíð í landinu að verðbólgan var eins konar skurðgoð. Trúin á mátt hennar og megin var vegvísir allra verka. Það var um flest ótraust leiðsögn. Engir þeirra sem ólust upp við efnahagsþref verðbólguáranna sakna þess tíma. Það sem meira er: Sú kynslóð sem nú vex úr grasi hefur sannarlega ekkert við það að gera að komast í kynni við vegvillur verðbólgutrúarbragðanna. Þetta blað birti í gær könnun sem það lét gera til þess að sjá hver trú manna væri á verðbólguhorfur eins og sakir standa. Segja má að það eitt sé ógott að slík spurning skuli borin fram af tilefni. Fram kom að þriðjungur landsmanna væntir þess að verðbólga hjaðni á næsta ári. Hitt er lakara að tveir þriðju hlutar trúa því að hún annaðhvort standi í stað eða aukist. Vera má að könnun af þessu tagi segi ekki mikla sögu. En svörin eru eigi að síður leiðbeinandi um það hvernig fólk hugsar um þessi efni. Sú hugsun ein getur haft áhrif. En vitneskja um þessa trú fólks ætti fyrst og fremst að skerpa almenna meðvitund um hversu mikið er hér í húfi. Í raun réttri er ekkert mikilvægara en að koma í veg fyrir að þetta hald manna verði að veruleika. Samningar aðila vinnumarkaðarins á dögunum með aðild ríkisvaldsins hafa nokkurt gildi í þessu efni. Þeir þjóna þeim tilgangi helst að draga úr líkum á víxlhækkunum launa og verðlags. Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um sérstakt aðhald varðandi opinber íbúðalán og framkvæmdir á vegum ríkisins eru aukheldur þáttur í mikilvægri viðspyrnuviðleitni. Trú almennings á stöðugleikann hefur hins vegar ekki verið endurvakin. Spurningin er hvort það mat er á rökum reist. Flest efnahagsleg kennimerki gefa til kynna að meira þurfi til. Ríkisstjórnin hefur eðli máls samkvæmt ekki birt forsendur fyrir fjárlagatillögum næsta árs. En í fjárlögum þessa árs er gerð grein fyrir öllum lykilatriðum í þeim efnum fram til ársins 2009. Þar kemur fram að við það er miðað að samneysla eigi að hámarki að vaxa að raungildi um 2 prósent árlega. Varðandi svokölluð tilfærslugjöld er hámarksvöxtur að sama skapi bundinn við 2,5 prósent. Vel má vera að þessi ríflegu mörk um vöxt ríkisútgjaldanna í raunverulegum verðmætum á næstu árum hafi verið raunhæf miðað við þær horfur sem fyrir lágu þegar ákvörðun þar um var tekin. En fram hjá því verður ekki litið að nú hafa aðstæður allar breyst. Það er vissulega þung þraut að lækka þessi vaxtarmörk. Sú glíma sýnist eigi að síður vera óhjákvæmileg. Ábyrgð fjármálaráðherrans í þessum efnum er vitaskuld þyngst og mest. Gangi hann rösklega eftir lækkun á settum markmiðum um útgjaldaaukningu verður eftir því tekið. Skerist hins vegar einhverjir úr leik verður ekki síður til þess litið. Ríkisstjórnin verður eðlilega vegin og metin á mælikvarða verðbólgunnar. Ráðherrarnir eiga því allir saman og hver um sig mikið undir því hvernig til tekst. Hlutverk stjórnarandstöðunnar er samkvæmt hlutanna eðli nokkuð léttara. En eftir því verður einnig tekið hvoru megin hryggjar hún liggur þegar kemur að umræðu um raunverulegt aðhald í ríkisbúskapnum. Stöðugleikinn getur haft gott hald í trú og von. En á endanum ræður veruleiki raunhæfra aðgerða mestu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun