Dregið úr fasteignalánum 28. júní 2006 00:01 Ríkisstjórnin hefur nú stigið fyrsta skrefið til að reyna að koma enn frekari böndum á verðbólguna í kjölfar samkomulags vinnumarkaðarins og skattayfirlýsinganna sem gefnar voru í tengslum við undirskrift þess. Það var mikilvægt að Samtök atvinnulífsins og ASÍ skyldu ná saman um endurskoðun kjarasamninga til loka næsta árs og að ríkisstjórnin skyldi eyða óvissunni varðandi skattamálin, en það þarf meira að koma til, ekki aðeins hjá ríkissvaldinu, heldur einnig hjá sveitarfélögum og lánastofnunum. Stóran hluta þeirrar verðbólguhvetjandi fasteignasprengingar sem orðið hefur hér á undanförnum misserum, og þá aðallega á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum, má rekja til hærri íbúðalána bæði af hálfu hins opinbera og ekki síst af hálfu bankanna, sem voru í því að yfirbjóða hið opinbera íbúðalánakerfi og freistuðu margra verðandi íbúðaeigenda með lánamöguleikum sínum. Bankarnir hafa nú sem betur fer hægt á sér í þessum yfirboðum, og gera nú meiri og strangari kröfur til lántakenda en áður. Þróunin á fasteignamarkaði hér hefur verið ótrúleg á síðustu misserum bæði hvað varðar fjölda bygginga og verðlag. Frá því bankarnir fóru að bjóða íbúðalán í stórum stíl fyrir tæpum tveimur árum hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað upp undir 70 af hundraði og þar með er fasteignaverð í Reykjavík orðið með því hæsta í höfuðborgum Evrópu. Með aðgerðum þeim sem ríkisstjórnin boðaði í gær varðandi lægra lánshlutfall hjá Íbúðalánasjóði og lækkun hámarkslána leggur ríkisstjórnin enn eitt lóðið á vogarskálarnir til að stuðla að hjöðnun verðbólgunnar. Þetta getur haft úrslitaáhrif á það hjá mörgum hvort þeir leggja út í fasteignakaup. Það er þá spurningin hvort þetta komi ekki aðallega niður á þeim tekjulægstu og þeim sem erfiðast eiga með að fjármagna sín íbúðakaup. Það má kannski segja sem svo að þeir eigi ekkert að vera að huga að slíkum málum, en ráðstafanir sem þessar mega ekki verða til þess að tekjulágir hópar og þeir sem búa á landsbyggðinni verði út undan í þessum efnum. Hinir efnameiri finna alltaf einhverja leið til að fjármagna fasteignakaup sín og eru ekki upp á hið opinbera komnir í þeim efnum. Jafnframt því að takmarka lánamöguleika hjá Íbúðalánasjóði hefur ríkisstjórnin nú gefið út að frestað verði útboðum og upphafi nýrra framkvæmda, og að rætt verði við Samtök sveitarfélaga og stærstu sveitarfélögin með það að markmiði að dregið verði úr framkvæmdum á þessu ári og hinu næsta. Það er hæpið að nokkur verulegur árangur verði af þessu fyrr en seint á þessu ári og líklega ekki að nokkru gagni fyrr en á næsta ári, nema hjá ríkinu sjálfu. Þar hefur tíðum verið gripið til þess að skera niður vegaframkvæmdir við svipaðar aðstæður og svo hefur það líka tíðkast að veita meira fé til samgöngubóta, þegar efnahagslífið hefur verið í lægð. Vegaframkvæmdir verða því áreiðanlega skornar niður að þessu sinni auk annarra framkvæmda. Stjórnvöld mega ekki grípa til einhverra skyndiráðstafana, sem líkja má við taugaveiklun á markaði, því það getur líka verðið hættulegt að spennan í efnahagslífinu falli mjög snöggt, þótt allir séu sammála um brýna nauðsyn þess að verðbólgan hjaðni, jafnframt því sem kaupmáttur launatekna verði varðveittur. Leiðin að þessum tveimur markmiðum getur verið vandrötuð, en hún á að vera fær ef vilji er fyrir hendi hjá þeim sem sitja undir stýri og stjórna ferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ríkisstjórnin hefur nú stigið fyrsta skrefið til að reyna að koma enn frekari böndum á verðbólguna í kjölfar samkomulags vinnumarkaðarins og skattayfirlýsinganna sem gefnar voru í tengslum við undirskrift þess. Það var mikilvægt að Samtök atvinnulífsins og ASÍ skyldu ná saman um endurskoðun kjarasamninga til loka næsta árs og að ríkisstjórnin skyldi eyða óvissunni varðandi skattamálin, en það þarf meira að koma til, ekki aðeins hjá ríkissvaldinu, heldur einnig hjá sveitarfélögum og lánastofnunum. Stóran hluta þeirrar verðbólguhvetjandi fasteignasprengingar sem orðið hefur hér á undanförnum misserum, og þá aðallega á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum, má rekja til hærri íbúðalána bæði af hálfu hins opinbera og ekki síst af hálfu bankanna, sem voru í því að yfirbjóða hið opinbera íbúðalánakerfi og freistuðu margra verðandi íbúðaeigenda með lánamöguleikum sínum. Bankarnir hafa nú sem betur fer hægt á sér í þessum yfirboðum, og gera nú meiri og strangari kröfur til lántakenda en áður. Þróunin á fasteignamarkaði hér hefur verið ótrúleg á síðustu misserum bæði hvað varðar fjölda bygginga og verðlag. Frá því bankarnir fóru að bjóða íbúðalán í stórum stíl fyrir tæpum tveimur árum hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað upp undir 70 af hundraði og þar með er fasteignaverð í Reykjavík orðið með því hæsta í höfuðborgum Evrópu. Með aðgerðum þeim sem ríkisstjórnin boðaði í gær varðandi lægra lánshlutfall hjá Íbúðalánasjóði og lækkun hámarkslána leggur ríkisstjórnin enn eitt lóðið á vogarskálarnir til að stuðla að hjöðnun verðbólgunnar. Þetta getur haft úrslitaáhrif á það hjá mörgum hvort þeir leggja út í fasteignakaup. Það er þá spurningin hvort þetta komi ekki aðallega niður á þeim tekjulægstu og þeim sem erfiðast eiga með að fjármagna sín íbúðakaup. Það má kannski segja sem svo að þeir eigi ekkert að vera að huga að slíkum málum, en ráðstafanir sem þessar mega ekki verða til þess að tekjulágir hópar og þeir sem búa á landsbyggðinni verði út undan í þessum efnum. Hinir efnameiri finna alltaf einhverja leið til að fjármagna fasteignakaup sín og eru ekki upp á hið opinbera komnir í þeim efnum. Jafnframt því að takmarka lánamöguleika hjá Íbúðalánasjóði hefur ríkisstjórnin nú gefið út að frestað verði útboðum og upphafi nýrra framkvæmda, og að rætt verði við Samtök sveitarfélaga og stærstu sveitarfélögin með það að markmiði að dregið verði úr framkvæmdum á þessu ári og hinu næsta. Það er hæpið að nokkur verulegur árangur verði af þessu fyrr en seint á þessu ári og líklega ekki að nokkru gagni fyrr en á næsta ári, nema hjá ríkinu sjálfu. Þar hefur tíðum verið gripið til þess að skera niður vegaframkvæmdir við svipaðar aðstæður og svo hefur það líka tíðkast að veita meira fé til samgöngubóta, þegar efnahagslífið hefur verið í lægð. Vegaframkvæmdir verða því áreiðanlega skornar niður að þessu sinni auk annarra framkvæmda. Stjórnvöld mega ekki grípa til einhverra skyndiráðstafana, sem líkja má við taugaveiklun á markaði, því það getur líka verðið hættulegt að spennan í efnahagslífinu falli mjög snöggt, þótt allir séu sammála um brýna nauðsyn þess að verðbólgan hjaðni, jafnframt því sem kaupmáttur launatekna verði varðveittur. Leiðin að þessum tveimur markmiðum getur verið vandrötuð, en hún á að vera fær ef vilji er fyrir hendi hjá þeim sem sitja undir stýri og stjórna ferðinni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun