Sátt milli fylkinga í Palestínu hugsanleg 19. júní 2006 06:30 aðaltorgið í ramallah Palestínumenn safnast saman til að mótmæla þeirri spennu sem ríkir milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar. Meira en 20 manns hafa látist í átökum fylkinganna seinustu vikur. MYND/AP Samkomulag er í nánd milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar um skjal, þar sem tilvist Ísraelsríkis er viðurkennd, að sögn samningamanna sem telja það bera vitni um að pólitískur og efnhagslegur þrýstingur á hina nýju palestínsku stjórn gæti verið að bera árangur. Hamas-samtökin hafa farið með stjórn í Palestínu eftir sigur í seinustu kosningum þar sem endir var bundinn á valdasetu Fatah-hreyfingarinnar. Skjalið sem um ræðir myndi þvinga hernaðararm Hamas-samtakanna til að breyta aðaláhersluatriði sínu sem er að hafna alfarið tilvist ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum og berjast gegn því með ofbeldi. Enn sem komið er eru mikilvæg málefni þó enn óleyst að sögn samningamanna og því ekki hægt að slá því föstu að samkomulag muni nást, þó að bjartsýni gæti hjá þeim. Vegna þess að viðræðurnar eru í fullum gangi treysti enginn samningamanna eða fulltrúa fylkinganna sér til að tjá sig undir nafni. Einn af samningamönnum Hamas-samtakanna sagði þó að samtökunum væri mikið í mun að ná samkomulagi við Fatah-hreyfinguna til þess að aflétta alþjóðlegum viðskiptaþvingunum sem hafa valdið því að stjórnvöld hafa ekki getað greitt starfsmönnum ríkisins laun síðan í mars. Haft er eftir einum Hamas-leiðtoga að samkomulag geti náðst á næstu dögum. Hugsanleg leið fyrir báða aðila til að halda andliti gæti verið væg skírskotun til áætlunar frá Arababandalaginu þar sem Ísrael er boðinn friður í skiptum fyrir að hverfa alfarið frá Vesturbakkanum, Gaza-ströndinni og Austur-Jerúsalem ásamt úrlausn í málefnum flóttamanna. Óvíst er hvort Bandaríkin og Evrópuþjóðir myndu sættast á þessa leið. Þau krefjast skýrrar skuldbindingar frá stjórnvöldum í Palestínu um að hafna ofbeldi, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og samþykkja friðarferlið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um skjalið 26. júlí næstkomandi. Ef samkomulag næst fyrir þann tíma mun hann afturkalla þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hamas-samtökin eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og segja það bragð til að fara framhjá lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Erlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Samkomulag er í nánd milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar um skjal, þar sem tilvist Ísraelsríkis er viðurkennd, að sögn samningamanna sem telja það bera vitni um að pólitískur og efnhagslegur þrýstingur á hina nýju palestínsku stjórn gæti verið að bera árangur. Hamas-samtökin hafa farið með stjórn í Palestínu eftir sigur í seinustu kosningum þar sem endir var bundinn á valdasetu Fatah-hreyfingarinnar. Skjalið sem um ræðir myndi þvinga hernaðararm Hamas-samtakanna til að breyta aðaláhersluatriði sínu sem er að hafna alfarið tilvist ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum og berjast gegn því með ofbeldi. Enn sem komið er eru mikilvæg málefni þó enn óleyst að sögn samningamanna og því ekki hægt að slá því föstu að samkomulag muni nást, þó að bjartsýni gæti hjá þeim. Vegna þess að viðræðurnar eru í fullum gangi treysti enginn samningamanna eða fulltrúa fylkinganna sér til að tjá sig undir nafni. Einn af samningamönnum Hamas-samtakanna sagði þó að samtökunum væri mikið í mun að ná samkomulagi við Fatah-hreyfinguna til þess að aflétta alþjóðlegum viðskiptaþvingunum sem hafa valdið því að stjórnvöld hafa ekki getað greitt starfsmönnum ríkisins laun síðan í mars. Haft er eftir einum Hamas-leiðtoga að samkomulag geti náðst á næstu dögum. Hugsanleg leið fyrir báða aðila til að halda andliti gæti verið væg skírskotun til áætlunar frá Arababandalaginu þar sem Ísrael er boðinn friður í skiptum fyrir að hverfa alfarið frá Vesturbakkanum, Gaza-ströndinni og Austur-Jerúsalem ásamt úrlausn í málefnum flóttamanna. Óvíst er hvort Bandaríkin og Evrópuþjóðir myndu sættast á þessa leið. Þau krefjast skýrrar skuldbindingar frá stjórnvöldum í Palestínu um að hafna ofbeldi, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og samþykkja friðarferlið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um skjalið 26. júlí næstkomandi. Ef samkomulag næst fyrir þann tíma mun hann afturkalla þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hamas-samtökin eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og segja það bragð til að fara framhjá lýðræðislega kjörinni stjórn landsins.
Erlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira