Erlent

Stjórnarandstaðan sigraði

Stjórnarandstaðan í Slóvakíu hrósaði sigri í þingkosningunum sem fram fóru þar í fyrradag. Forseti landsins hefur falið Robert Fico, leiðtoga vinstriflokksins Smer, stjórnarmyndun, en flokkurinn náði ekki hreinum meirihluta og verður því að mynda stjórn í samráði við aðra flokka.

Smer-flokkurinn hlaut um 30% atkvæða í kosningunum en flokkur Dzurindas, fráfarandi forsætisráðherra, hlaut tæp 19%.

Fico hefur lofað að snúa við þeim breytingum sem núverandi stjórn stóð fyrir og segir að hinir ríku hafi einir fundið fyrir efnahagsvextinum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×