Tiger Woods olli miklum vonbrigðum 19. júní 2006 12:00 Ferrie Spilar vel núna. Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. "Venjulega eru flatirnar á Opna bandaríska mótinu mjög hraðar en þessar eru hæðóttar og hægar. Ég byrjaði mjög illa og það gekk lítið upp hjá mér, ég hitti ekki brautirnar í upphafshöggunum og heldur ekki flatirnar í réttum fjölda högga," sagði Woods, en þetta er í fyrsta sinn síðan hann gerðist atvinnukylfingur sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurð á stórmóti. Það voru þeir Kenneth Ferrie og Phil Mickelson sem voru efstir fyrir lokadaginn og léku því saman í síðasta ráshóp. Mótinu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Englendingurinn Ferrie var í forystu allan þriðja daginn þar til hann fékk skolla undir lokin og var því jafn Mickelson, einu höggi á undan Geoff Ogilvy. Ferrie er lítt þekktur kylfingur sem hefur aldrei verið nálægt því að vinna til verðlauna á stórmóti. Hann var í stökustu vandræðum með að finna sér kylfusvein fyrir mótið þar sem sá sem venjulega ber fyrir hann kylfurnar fór til Þýskalands til að horfa á enska landsliðið á HM. "Ég held að það muni hjálpa mér að það er engin pressa á mér, hún er öll á andstæðingum mínum. Ég hef þó fulla trú á mér sjálfum og ef ég held áfram að leika jafn vel og ég hef gert um helgina á ég möguleika á sigri," sagði Ferrie fyrir lokahringinn. Íþróttir Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sjá meira
Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. "Venjulega eru flatirnar á Opna bandaríska mótinu mjög hraðar en þessar eru hæðóttar og hægar. Ég byrjaði mjög illa og það gekk lítið upp hjá mér, ég hitti ekki brautirnar í upphafshöggunum og heldur ekki flatirnar í réttum fjölda högga," sagði Woods, en þetta er í fyrsta sinn síðan hann gerðist atvinnukylfingur sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurð á stórmóti. Það voru þeir Kenneth Ferrie og Phil Mickelson sem voru efstir fyrir lokadaginn og léku því saman í síðasta ráshóp. Mótinu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Englendingurinn Ferrie var í forystu allan þriðja daginn þar til hann fékk skolla undir lokin og var því jafn Mickelson, einu höggi á undan Geoff Ogilvy. Ferrie er lítt þekktur kylfingur sem hefur aldrei verið nálægt því að vinna til verðlauna á stórmóti. Hann var í stökustu vandræðum með að finna sér kylfusvein fyrir mótið þar sem sá sem venjulega ber fyrir hann kylfurnar fór til Þýskalands til að horfa á enska landsliðið á HM. "Ég held að það muni hjálpa mér að það er engin pressa á mér, hún er öll á andstæðingum mínum. Ég hef þó fulla trú á mér sjálfum og ef ég held áfram að leika jafn vel og ég hef gert um helgina á ég möguleika á sigri," sagði Ferrie fyrir lokahringinn.
Íþróttir Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sjá meira