Keflvíkingar komnir í bílstjórasætið 18. júní 2006 14:00 brjálaðir Norður-Írarnir voru mjög grófir í leiknum í gær. MYND/víkurfréttir Keflvíkingar eru í lykilstöðu í einvígi sínu gegn liði Dungannon frá Norður-Írlandi eftir öruggan 4-1 sigur í fyrri leik liðanna sem fram fór á Keflavíkurvelli í gær. "Þetta einvígi er náttúrulega tveir leikir og það er ýmislegt sem getur gerst. Þeir misstu mann út af og þá gengum við á lagið. Ég er ánægður með að við skyldum hafa náð að vinna með þremur en mjög óánægður með að við fengum þetta mark á okkur," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. Það tók Kelfvíkinga stundarfjórðung að ná að skora fyrsta markið en það gerði hinn færeysi Simun Samuelsen með hörkuskoti. Keflavík var betra liðið í fyrri hálfleiknum og hefði getað skorað fleiri mörk en Hólmar Örn Rúnarsson klúðraði dauðafæri undir lok hans. Gestirnir fengu reyndar sín færi og komust nálægt því að skora þegar Ómar Jóhannsson missti boltann undir sig og hann fór í stöngina. Þá var komið að þætti Guðmundar Steinarssonar sem skoraði tvö næstu mörk, það síðara úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Baldri Sigurðssyni. Fljótlega eftir seinna markið fékk Rodney McAree að líta rauða spjaldið og Dungannon-menn voru manni færri í tæpar tuttugu mínútur. Magnús Sverrir Þorsteinsson kom Keflavík í 4-0 en Dungannon minnkaði muninn með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu undir lokin. Keflvíkingar geta þakkað fyrir að enginn leikmaður liðsins meiddist í þessum leik en leikmenn Dungannon voru óhræddir við að tækla í leiknum. "Þeir vilja vera í návígi og tækla og við vissum það fyrir leikinn. Í hálfleik sagði ég síðan við mína menn að gæði sendingana þyrfti að batna og það tókst ágætlega," sagði Kristján. Seinni viðureign liðanna fer fram eftir viku ytra en ljóst að mikið þarf að fara úrskeiðis ef Keflavík á ekki að fara áfram í keppninni. Íþróttir Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sjá meira
Keflvíkingar eru í lykilstöðu í einvígi sínu gegn liði Dungannon frá Norður-Írlandi eftir öruggan 4-1 sigur í fyrri leik liðanna sem fram fór á Keflavíkurvelli í gær. "Þetta einvígi er náttúrulega tveir leikir og það er ýmislegt sem getur gerst. Þeir misstu mann út af og þá gengum við á lagið. Ég er ánægður með að við skyldum hafa náð að vinna með þremur en mjög óánægður með að við fengum þetta mark á okkur," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. Það tók Kelfvíkinga stundarfjórðung að ná að skora fyrsta markið en það gerði hinn færeysi Simun Samuelsen með hörkuskoti. Keflavík var betra liðið í fyrri hálfleiknum og hefði getað skorað fleiri mörk en Hólmar Örn Rúnarsson klúðraði dauðafæri undir lok hans. Gestirnir fengu reyndar sín færi og komust nálægt því að skora þegar Ómar Jóhannsson missti boltann undir sig og hann fór í stöngina. Þá var komið að þætti Guðmundar Steinarssonar sem skoraði tvö næstu mörk, það síðara úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Baldri Sigurðssyni. Fljótlega eftir seinna markið fékk Rodney McAree að líta rauða spjaldið og Dungannon-menn voru manni færri í tæpar tuttugu mínútur. Magnús Sverrir Þorsteinsson kom Keflavík í 4-0 en Dungannon minnkaði muninn með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu undir lokin. Keflvíkingar geta þakkað fyrir að enginn leikmaður liðsins meiddist í þessum leik en leikmenn Dungannon voru óhræddir við að tækla í leiknum. "Þeir vilja vera í návígi og tækla og við vissum það fyrir leikinn. Í hálfleik sagði ég síðan við mína menn að gæði sendingana þyrfti að batna og það tókst ágætlega," sagði Kristján. Seinni viðureign liðanna fer fram eftir viku ytra en ljóst að mikið þarf að fara úrskeiðis ef Keflavík á ekki að fara áfram í keppninni.
Íþróttir Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sjá meira