Erlent

Íransforseti fær kaldar kveðjur

Friðsöm mótmæli í frankfurt Ummæli Íransforseta vekja deilur.
Friðsöm mótmæli í frankfurt Ummæli Íransforseta vekja deilur. MYND/nordicphotos/ap

Yfir þúsund manns tóku þátt í friðsömum mótmælum gegn forseta Írans um helgina þegar fótboltalandslið Írans lék annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Styr hefur staðið um forsetann, Mahmoud Ahmadinejad, vegna ítrekaðra ummæla hans í fjölmiðlum þar sem hann hefur afneitar helförinni gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni og efast um tilverurétt Ísraelsríkis.

Innanríkisráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaueble, hefur sagt að forsetinn megi heimsækja landið og landslið sitt ef hann fýsir svo en hann neitar að hitta starfsbróður sinn, Mostafa Pourmohammadi, á meðan á keppninni stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×