Erlent

Synti um 1.600 kílómetra leið

fjölskylduhjálpin Þrjár ábendingar hafa borist félaginu um sviksamlega söfnun.
fjölskylduhjálpin Þrjár ábendingar hafa borist félaginu um sviksamlega söfnun.
Vísindamenn í Alaska ráku upp stór augu á dögunum þegar hvíthvalshræ fannst í þarlendri á, um 1.600 kílómetrum frá náttúrulegum dvalarstað tegundarinnar. Þeir telja ólíklegt að hræinu hafi verið komið þangað af mannavöldum og dettur helst í hug að hvalurinn, sem mældist tveir og hálfur metri á lengd, hafi synt upp ána í leit að mat en mjög óalgengt er að hvalir sem þessir syndi svo langt frá heimaslóðum sínum.

Útivistarmenn á kanóum fundu hræið, en farið var með það á safn þar sem það verður úrbeinað og beinagrindin höfð til sýnis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×