Halldór Ásgrímsson 18. júní 2006 00:01 Það mun taka smá tíma að venjast því að Halldór Ásgrímsson sé hættur í ríkisstjórninni og á útleið úr pólitík. Nærri öll mín fullorðinsár hefur Halldór verið í ríkisstjórn og það var hálf skrítið að horfa á myndina af stjórninni á Bessastöðum án Halldórs. Umsvif hans í íslenskum stjórnmálum hafa verið slík að þegar hann hefur ákveðið að draga sig í hlé verða kaflaskil. Kynni mín af stjórnmálamanninum Halldóri Ásgrímssyni eru þannig að ég er sannfærður um að skarð hans verður vandfyllt. Halldór er búinn þeim eiginleikum að þeir sem kynnast honum skynja að þar fer óvenju vandaður og heill maður. Auðvitað er hann og hefur verið umdeildur og ég er ekki frekar en margir aðrir sammála öllu sem hann hefur gert eða sagt. En þegar horft er yfir feril hans verður ekki komist hjá því að viðurkenna að þar er margt sem mun halda nafni hans á lofti. Mig langar að nefna nokkur atriði sem ég tel mikilvæg á stjórnmálaferli Halldórs. AflamarkskerfiðÞegar aflamarkskerfið var sett á, urðu þáttaskil í íslensku efnahagslífi. Sóunin sem fylgdi óheftum aðgangi að fiskveiðiauðlindinni var gríðarleg og ef ekkert hefði verið að gert hefðu afleiðingarnar orðið skelfilegar. Þetta var ýmsum ljóst, þar á meðal Halldóri Ásgrímssyni. Hann var í broddi fylkingar þegar aflamarkskerfinu var komið á. Það reyndist ekki alltaf auðvelt að verja þetta kerfi, enda mjög umdeilt.En Halldór hvikaði ekki þótt oft hafi blásið harkalega á móti. Aflamarkskerfið, þótt það sé ekki gallalaust, er ein af grunnstoðum þeirrar hagsældar sem við höfum notið undanfarinn einn og hálfan áratug. Sveiflurnar í efnahagslífinu minkuðu til muna vegna þess að við tókum upp skynsamlegt kerfi í fiskveiðunum og án þess hefði sjávarútvegurinn vart getað aðlagað sig niðurskurðinum á þorskveiðum við upphaf síðasta áratugar. Fyrir þátttöku sína og forystu í þessu máli á Halldór mikinn heiður skilinn.StefnufestaAndstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa haldið því fram að Framsóknarflokkurinn njóti ekki fylgis vegna þess að hann sé of leiðitamur í samstarfinu við okkur sjálfstæðismenn. Ég tel að þessi skoðun sé fjarri öllu lagi. En það er rétt að Framsóknarflokkurinn hefur breyst undir forystu Halldórs. Framsókn var opin í báða enda eins og sagt er, það er flokkurinn gat unnið bæði til hægri og vinstri. Það hefur ekki breyst. En breytingin er fólgin í því að ekki er lengur hlaupið eftir dægursveiflunni, stefnufestan sem fylgdi Halldóri hefur átt stóran þátt í því að ríkisstjórnarsamstarfið hefur gengið jafn vel og verið jafn árangursríkt fyrir þjóðina og raun ber vitni.Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti. Vandi flokksins er helst sá að honum hefur ekki tekist að tala einni röddu til þjóðarinnar. Sumir þingmenn hans hafa til dæmis ekki borið gæfu til að styðja stefnu og verk flokksins síns nema endrum og sinnum og þá helst vegna þess að þeir gættu ekki að sér. Þennan vanda tókst Halldóri ekki að leysa þannig að vel væri. Ég er sannfærður um að Framsóknarflokkurinn á vegna verka sinna töluvert fylgi inni miðað við skoðanakannanir. Sameinaður og samtaka þingflokkur getur halað það fylgi inn.Árásirnar á HalldórEinkavæðing bankanna er skrautfjöður í hatti ríkisstjórnarinnar. Í kjölfar hennar hafa bankarnir eflst gríðarlega og í krafti stærðar þeirra og getu hefur íslenskt viðskiptalíf tekið miklum stakkaskiptum. Það var vel staðið að sölu bankanna, þótt endalaust megi rífast um einstök útfærsluatriði. En þær árásir sem Halldór Ásgrímsson varð fyrir vegna sölunnar á Búnaðarbankanum voru algerlega tilhæfulausar og ómerkilegar.Margir þeirra sem fyrir þeim stóðu þekktu Halldór eftir áralanga þátttöku í stjórnamálum. Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu. Deilurnar um sölu Búnaðarbankans voru þeim sem harðast gengu þar fram til minnkunar.Árangursríkt starfÞað hefur verið í nokkurs konar tísku undanfarið að tala um að Halldór hafi ekki staðið sig vel. Eins og gengur og gerist snýst stríðsgæfan með mönnum eða á móti. En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðamikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Það mun taka smá tíma að venjast því að Halldór Ásgrímsson sé hættur í ríkisstjórninni og á útleið úr pólitík. Nærri öll mín fullorðinsár hefur Halldór verið í ríkisstjórn og það var hálf skrítið að horfa á myndina af stjórninni á Bessastöðum án Halldórs. Umsvif hans í íslenskum stjórnmálum hafa verið slík að þegar hann hefur ákveðið að draga sig í hlé verða kaflaskil. Kynni mín af stjórnmálamanninum Halldóri Ásgrímssyni eru þannig að ég er sannfærður um að skarð hans verður vandfyllt. Halldór er búinn þeim eiginleikum að þeir sem kynnast honum skynja að þar fer óvenju vandaður og heill maður. Auðvitað er hann og hefur verið umdeildur og ég er ekki frekar en margir aðrir sammála öllu sem hann hefur gert eða sagt. En þegar horft er yfir feril hans verður ekki komist hjá því að viðurkenna að þar er margt sem mun halda nafni hans á lofti. Mig langar að nefna nokkur atriði sem ég tel mikilvæg á stjórnmálaferli Halldórs. AflamarkskerfiðÞegar aflamarkskerfið var sett á, urðu þáttaskil í íslensku efnahagslífi. Sóunin sem fylgdi óheftum aðgangi að fiskveiðiauðlindinni var gríðarleg og ef ekkert hefði verið að gert hefðu afleiðingarnar orðið skelfilegar. Þetta var ýmsum ljóst, þar á meðal Halldóri Ásgrímssyni. Hann var í broddi fylkingar þegar aflamarkskerfinu var komið á. Það reyndist ekki alltaf auðvelt að verja þetta kerfi, enda mjög umdeilt.En Halldór hvikaði ekki þótt oft hafi blásið harkalega á móti. Aflamarkskerfið, þótt það sé ekki gallalaust, er ein af grunnstoðum þeirrar hagsældar sem við höfum notið undanfarinn einn og hálfan áratug. Sveiflurnar í efnahagslífinu minkuðu til muna vegna þess að við tókum upp skynsamlegt kerfi í fiskveiðunum og án þess hefði sjávarútvegurinn vart getað aðlagað sig niðurskurðinum á þorskveiðum við upphaf síðasta áratugar. Fyrir þátttöku sína og forystu í þessu máli á Halldór mikinn heiður skilinn.StefnufestaAndstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa haldið því fram að Framsóknarflokkurinn njóti ekki fylgis vegna þess að hann sé of leiðitamur í samstarfinu við okkur sjálfstæðismenn. Ég tel að þessi skoðun sé fjarri öllu lagi. En það er rétt að Framsóknarflokkurinn hefur breyst undir forystu Halldórs. Framsókn var opin í báða enda eins og sagt er, það er flokkurinn gat unnið bæði til hægri og vinstri. Það hefur ekki breyst. En breytingin er fólgin í því að ekki er lengur hlaupið eftir dægursveiflunni, stefnufestan sem fylgdi Halldóri hefur átt stóran þátt í því að ríkisstjórnarsamstarfið hefur gengið jafn vel og verið jafn árangursríkt fyrir þjóðina og raun ber vitni.Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti. Vandi flokksins er helst sá að honum hefur ekki tekist að tala einni röddu til þjóðarinnar. Sumir þingmenn hans hafa til dæmis ekki borið gæfu til að styðja stefnu og verk flokksins síns nema endrum og sinnum og þá helst vegna þess að þeir gættu ekki að sér. Þennan vanda tókst Halldóri ekki að leysa þannig að vel væri. Ég er sannfærður um að Framsóknarflokkurinn á vegna verka sinna töluvert fylgi inni miðað við skoðanakannanir. Sameinaður og samtaka þingflokkur getur halað það fylgi inn.Árásirnar á HalldórEinkavæðing bankanna er skrautfjöður í hatti ríkisstjórnarinnar. Í kjölfar hennar hafa bankarnir eflst gríðarlega og í krafti stærðar þeirra og getu hefur íslenskt viðskiptalíf tekið miklum stakkaskiptum. Það var vel staðið að sölu bankanna, þótt endalaust megi rífast um einstök útfærsluatriði. En þær árásir sem Halldór Ásgrímsson varð fyrir vegna sölunnar á Búnaðarbankanum voru algerlega tilhæfulausar og ómerkilegar.Margir þeirra sem fyrir þeim stóðu þekktu Halldór eftir áralanga þátttöku í stjórnamálum. Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu. Deilurnar um sölu Búnaðarbankans voru þeim sem harðast gengu þar fram til minnkunar.Árangursríkt starfÞað hefur verið í nokkurs konar tísku undanfarið að tala um að Halldór hafi ekki staðið sig vel. Eins og gengur og gerist snýst stríðsgæfan með mönnum eða á móti. En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðamikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.