Fótboltabullur til vandræða 16. júní 2006 07:00 Pólverji fangaður Hundruð þýskra og pólskra ólátabelga voru handtekin í kjölfar leiks Þýskalands gegn Póllandi á miðvikudag. Þýskaland vann 1-0. Eftir að fyrstu stóru óeirðirnar vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta brutust út á miðvikudagskvöld er þýska lögreglan í mikilli viðbragðsstöðu. Alls voru á fimmta hundrað manns handteknir í Dortmund á miðvikudagskvöld eftir leik Þjóðverja gegn Pólverjum sem hinir fyrrnefndu unnu með einu marki gegn engu. Í gær flykktust tugir breskra lögreglumanna til Frankfurt vegna leiks landsliðs Englendinga við Trínidad og Tóbagó, þar sem um 50.000 fótboltaáhugamenn voru samankomnir til að horfa á leikinn. Miklar óeirðir eru fylgifiskur stórra keppna í fótbolta og Bretar eru oft nefndir sökudólgar í þeim ólátum enda hefur yfir 3.300 Bretum verið bannað að ferðast til Þýskalands vegna keppninnar. "Þýskar fótboltabullur eru eins og þær bresku. Þær drekka mikið, eru háværar og halda sínar eigin veislur," sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Stephen Thomas frá Manchester við komuna til Frankfurt í gær. Frá byrjun heimsmeistarakeppninnar hinn 9. júni og þar til í gær höfðu yfir 1.500 áhugamenn um fótbolta verið handteknir vegna óláta víðs vegar um Þýskaland og alls voru 429 manns handteknir á miðvikudag, þar af 278 Þjóðverjar og 119 Pólverjar. Fyrir leikinn voru minnst 120 manns handteknir í Dortmund. Pólska lögreglan aðstoðaði þá þýsku við að þekkja úr og hafa hendur í hári pólskra fótboltabullna og voru um sextíu Pólverjar handteknir. Skömmu síðar komu lögreglumenn auga á þekktar fótboltabullur á vínveitingastað og reyndu að koma í veg fyrir að þær kæmust að stóru sjónvarpstjaldi í sama hverfi. Bullurnar brugðust við með því að hrópa "við erum Þjóðverjar líka" og kasta flöskum og stólum að lögreglunni. Óeirðalögregla kom á svæðið, náði fljótt tökum á ástandinu og handtók tugi manna. Þó tókst um 100 óeirðaseggjum að flýja af vettvangi, að sögn þýsku lögreglunnar. Eftir leikinn fylltust götur Dortmund af fólki, þar sem Þjóðverjar fögnuðu með því að henda flöskum og stólum til og frá og skutu upp flugeldum. Öllum nema þremur hinna handteknu var sleppt úr haldi í gær, en samkvæmt þýskum lögum má lögreglan halda fólki sem grunað er um að ætla sér að fremja afbrot föngnu í allt að 48 tíma. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Eftir að fyrstu stóru óeirðirnar vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta brutust út á miðvikudagskvöld er þýska lögreglan í mikilli viðbragðsstöðu. Alls voru á fimmta hundrað manns handteknir í Dortmund á miðvikudagskvöld eftir leik Þjóðverja gegn Pólverjum sem hinir fyrrnefndu unnu með einu marki gegn engu. Í gær flykktust tugir breskra lögreglumanna til Frankfurt vegna leiks landsliðs Englendinga við Trínidad og Tóbagó, þar sem um 50.000 fótboltaáhugamenn voru samankomnir til að horfa á leikinn. Miklar óeirðir eru fylgifiskur stórra keppna í fótbolta og Bretar eru oft nefndir sökudólgar í þeim ólátum enda hefur yfir 3.300 Bretum verið bannað að ferðast til Þýskalands vegna keppninnar. "Þýskar fótboltabullur eru eins og þær bresku. Þær drekka mikið, eru háværar og halda sínar eigin veislur," sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Stephen Thomas frá Manchester við komuna til Frankfurt í gær. Frá byrjun heimsmeistarakeppninnar hinn 9. júni og þar til í gær höfðu yfir 1.500 áhugamenn um fótbolta verið handteknir vegna óláta víðs vegar um Þýskaland og alls voru 429 manns handteknir á miðvikudag, þar af 278 Þjóðverjar og 119 Pólverjar. Fyrir leikinn voru minnst 120 manns handteknir í Dortmund. Pólska lögreglan aðstoðaði þá þýsku við að þekkja úr og hafa hendur í hári pólskra fótboltabullna og voru um sextíu Pólverjar handteknir. Skömmu síðar komu lögreglumenn auga á þekktar fótboltabullur á vínveitingastað og reyndu að koma í veg fyrir að þær kæmust að stóru sjónvarpstjaldi í sama hverfi. Bullurnar brugðust við með því að hrópa "við erum Þjóðverjar líka" og kasta flöskum og stólum að lögreglunni. Óeirðalögregla kom á svæðið, náði fljótt tökum á ástandinu og handtók tugi manna. Þó tókst um 100 óeirðaseggjum að flýja af vettvangi, að sögn þýsku lögreglunnar. Eftir leikinn fylltust götur Dortmund af fólki, þar sem Þjóðverjar fögnuðu með því að henda flöskum og stólum til og frá og skutu upp flugeldum. Öllum nema þremur hinna handteknu var sleppt úr haldi í gær, en samkvæmt þýskum lögum má lögreglan halda fólki sem grunað er um að ætla sér að fremja afbrot föngnu í allt að 48 tíma.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira