Þögn um aukinn ójöfnuð 25. maí 2006 00:01 Enn einu sinni þurfa kjósendur að ganga að kjörborði án þess að eiga aðgang að viðhlítandi opinberum tölum um tekjuskiptingu og eignaskiptingu á Íslandi. Þetta er bagalegt. Menn skipa sér jafnan í stjórnmálaflokka eða veita þeim brautargengi í kosningum til alþingis og sveitarstjórna á tveim meginforsendum. Önnur forsendan snýr að efnahag fólks og fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild og þeirri hagkvæmni, sem að baki býr. Hin forsendan snýr að réttlæti í samfélaginu. Menn kjósa bæði með höfðinu og hjartanu. Höfuðið metur hagkvæmnina, hjartað greinir réttlæti frá ranglæti, eða svo er stundum sagt. Menn skyldu þó varast að gera of mikið úr þessari meintu verkaskiptingu hugar og hjarta, því til þess að greina bæði hagkvæmni frá sóun og réttlæti frá ranglæti þarf meðal annars áreiðanlegar staðtölur, sem stjórnvöldum ber skylda að lögum til að leggja fram. Kjósendur hafa bærilegar forsendur til að meta hagkvæmnina í stjórn Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og landsins alls undangengin ár, því að flestar nauðsynlegar upplýsingar um efnahagsmál liggja fyrir. Hagskýrslugerð á Íslandi er að flestu leyti til fyrirmyndar. Áreiðanlegar hagtölur gera óprúttnum stjórnmálamönnum ókleift að þræta fyrir til dæmis verðbólguna núna eða viðskiptahallann og skuldasúpuna. Uppgangur síðustu ára leynir sér ekki heldur í hagtölunum. Þetta er eins og það á að vera. Hið sama verður ekki sagt um þær tölur, sem þyrftu að vera til um þróun skiptingar auðs og tekna í landinu undangengin ár. Fyrir bráðum áratug birti ég mjög lofsamlegan ritdóm í Morgunblaðinu um Hagskinnu, eitt viðamesta rit Hagstofunnar frá öndverðu, en þar eru birtar á einum stað tölulegar upplýsingar um íslenzkt samfélag og þróun þess eins langt aftur í tímann og heimildir ná; elztu tölurnar í ritinu ná aftur til upphafs 17. aldar. Ritdómurinn birtist aftur í bók minni Viðskiptin efla alla dáð (1999). Ég lauk honum með góðfúslegri áskorun til Hagstofunnar um að gera skiptingu auðs og tekna gleggri skil, enda hafði aflakvótakerfið frá 1984 bersýnilega leitt til mikillar tilfærslu á tekjum og eignum innan lands. Æ síðan hef ég með reglulegu millibili innt Hagstofuna eftir þessum upplýsingum og ítrekað gömlu áskorunina, og það hafa aðrir einnig gert, en án árangurs. Nú skilst mér á hagstofustjóra, að tölurnar um tekjuskiptingu verði birtar síðar á þessu ári, fyrir alþingiskosningarnar, sem eiga að fara fram 2007, nema kosningunum verði flýtt. Þessi skortur á aðgengilegum opinberum tölum um tekjuskiptingu er tilfinnanlegur, því að hann auðveldar stjórnmálamönnum að halda áfram að þræta fyrir aukinn ójöfnuð. Ég varð vitni að því um daginn á fjölmennum fundi með forsætisráðherra, að hann - sjálfur höfuðarkitekt kvótakerfisins! - kom af fjöllum, þegar aukinn ójöfnuð bar á góma, og hann virtist ekki hafa hugmynd um, að Hagstofan, sem heyrir undir hann, hefði dregið það árum saman að birta tölur um þróun tekjuskiptingar í landinu þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Meðan hún var og hét, birti Þjóðhagsstofnun þessar tölur, og þær sýndu, að tekjuskipting á Íslandi var með jafnasta móti á heimsvísu, jafnari en annars staðar á Norðurlöndum, ef eitthvað var. En svo er ekki lengur, eins og fram kom fyrir nokkru í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar alþingismanns. Ójöfnuður á Íslandi hefur aukizt til mikilla muna síðustu ár og mun hraðar en dæmi eru um í nálægum löndum. Tekjuskiptingin á Íslandi er nú orðin mun ójafnari en annars staðar um Norðurlönd af tölum ráðuneytisins að dæma. Þessar tölur eru þó hvergi hafðar til sýnis í opinberum skýrslum, svo að jafnvel forsætisráðherra landsins er ókunnugt um þær. Seinagangurinn á Hagstofunni hefur þannig teflt upp í hendurnar á þeim, sem halda áfram að þræta fyrir aukinn ójöfnuð og halla réttu máli í opinberri umræðu um skattbyrði og tekjuskiptingu, svo sem ráða má af viðbrögðum forsætisráðherra og fjármálaráðherra við réttum upplýsingum Stefáns Ólafssonar prófessors um aukna skattheimtu. Það nær engri átt, að þingmenn stjórnarandstöðunnar þurfi að toga svo mikilvægar upplýsingar með töngum út úr stjórnvöldum og þau haldi síðan áfram að þræta. Þessar tölur þurfa að vera öllum aðgengilegar í opinberum skýrslum. Margir kjósendur ættu hægara um vik að gera upp á milli flokkanna, ef trúverðugar opinberar tekjuskiptingartölur lægju fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Enn einu sinni þurfa kjósendur að ganga að kjörborði án þess að eiga aðgang að viðhlítandi opinberum tölum um tekjuskiptingu og eignaskiptingu á Íslandi. Þetta er bagalegt. Menn skipa sér jafnan í stjórnmálaflokka eða veita þeim brautargengi í kosningum til alþingis og sveitarstjórna á tveim meginforsendum. Önnur forsendan snýr að efnahag fólks og fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild og þeirri hagkvæmni, sem að baki býr. Hin forsendan snýr að réttlæti í samfélaginu. Menn kjósa bæði með höfðinu og hjartanu. Höfuðið metur hagkvæmnina, hjartað greinir réttlæti frá ranglæti, eða svo er stundum sagt. Menn skyldu þó varast að gera of mikið úr þessari meintu verkaskiptingu hugar og hjarta, því til þess að greina bæði hagkvæmni frá sóun og réttlæti frá ranglæti þarf meðal annars áreiðanlegar staðtölur, sem stjórnvöldum ber skylda að lögum til að leggja fram. Kjósendur hafa bærilegar forsendur til að meta hagkvæmnina í stjórn Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og landsins alls undangengin ár, því að flestar nauðsynlegar upplýsingar um efnahagsmál liggja fyrir. Hagskýrslugerð á Íslandi er að flestu leyti til fyrirmyndar. Áreiðanlegar hagtölur gera óprúttnum stjórnmálamönnum ókleift að þræta fyrir til dæmis verðbólguna núna eða viðskiptahallann og skuldasúpuna. Uppgangur síðustu ára leynir sér ekki heldur í hagtölunum. Þetta er eins og það á að vera. Hið sama verður ekki sagt um þær tölur, sem þyrftu að vera til um þróun skiptingar auðs og tekna í landinu undangengin ár. Fyrir bráðum áratug birti ég mjög lofsamlegan ritdóm í Morgunblaðinu um Hagskinnu, eitt viðamesta rit Hagstofunnar frá öndverðu, en þar eru birtar á einum stað tölulegar upplýsingar um íslenzkt samfélag og þróun þess eins langt aftur í tímann og heimildir ná; elztu tölurnar í ritinu ná aftur til upphafs 17. aldar. Ritdómurinn birtist aftur í bók minni Viðskiptin efla alla dáð (1999). Ég lauk honum með góðfúslegri áskorun til Hagstofunnar um að gera skiptingu auðs og tekna gleggri skil, enda hafði aflakvótakerfið frá 1984 bersýnilega leitt til mikillar tilfærslu á tekjum og eignum innan lands. Æ síðan hef ég með reglulegu millibili innt Hagstofuna eftir þessum upplýsingum og ítrekað gömlu áskorunina, og það hafa aðrir einnig gert, en án árangurs. Nú skilst mér á hagstofustjóra, að tölurnar um tekjuskiptingu verði birtar síðar á þessu ári, fyrir alþingiskosningarnar, sem eiga að fara fram 2007, nema kosningunum verði flýtt. Þessi skortur á aðgengilegum opinberum tölum um tekjuskiptingu er tilfinnanlegur, því að hann auðveldar stjórnmálamönnum að halda áfram að þræta fyrir aukinn ójöfnuð. Ég varð vitni að því um daginn á fjölmennum fundi með forsætisráðherra, að hann - sjálfur höfuðarkitekt kvótakerfisins! - kom af fjöllum, þegar aukinn ójöfnuð bar á góma, og hann virtist ekki hafa hugmynd um, að Hagstofan, sem heyrir undir hann, hefði dregið það árum saman að birta tölur um þróun tekjuskiptingar í landinu þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Meðan hún var og hét, birti Þjóðhagsstofnun þessar tölur, og þær sýndu, að tekjuskipting á Íslandi var með jafnasta móti á heimsvísu, jafnari en annars staðar á Norðurlöndum, ef eitthvað var. En svo er ekki lengur, eins og fram kom fyrir nokkru í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar alþingismanns. Ójöfnuður á Íslandi hefur aukizt til mikilla muna síðustu ár og mun hraðar en dæmi eru um í nálægum löndum. Tekjuskiptingin á Íslandi er nú orðin mun ójafnari en annars staðar um Norðurlönd af tölum ráðuneytisins að dæma. Þessar tölur eru þó hvergi hafðar til sýnis í opinberum skýrslum, svo að jafnvel forsætisráðherra landsins er ókunnugt um þær. Seinagangurinn á Hagstofunni hefur þannig teflt upp í hendurnar á þeim, sem halda áfram að þræta fyrir aukinn ójöfnuð og halla réttu máli í opinberri umræðu um skattbyrði og tekjuskiptingu, svo sem ráða má af viðbrögðum forsætisráðherra og fjármálaráðherra við réttum upplýsingum Stefáns Ólafssonar prófessors um aukna skattheimtu. Það nær engri átt, að þingmenn stjórnarandstöðunnar þurfi að toga svo mikilvægar upplýsingar með töngum út úr stjórnvöldum og þau haldi síðan áfram að þræta. Þessar tölur þurfa að vera öllum aðgengilegar í opinberum skýrslum. Margir kjósendur ættu hægara um vik að gera upp á milli flokkanna, ef trúverðugar opinberar tekjuskiptingartölur lægju fyrir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun