Skilaboð frá Hrafnagili 17. maí 2006 00:01 Á þessu ári er liðin hálf önnur öld frá fæðingu fræðimannsins og rithöfundarins séra Jónasar frá Hrafnagili. Óhætt er að fullyrða að með merku og kunnu ritverki sínu um íslenska þjóðhætti hafi hann lagt einn af hornsteinum menningararfsins. Nú er starfræktur skóli að Hrafnagili. Á hverju ári sendir hann frá sér rétt eins og aðrir skólar hóp ungs fólks til frekara náms og til móts við alvöru lífsins. Þetta er fólkið sem á að erfa landið og fara með menningararfinn eins og því sýnist. Rétt eins og séra Jónas skar sig úr hópi presta sinnar samtíðar með ritstörfum sínum sýnist skólinn að Hrafnagili hafa markað sér nokkra sérstöðu í hópi íslenskra skóla í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar með sérstökum áherslum í skólastarfinu. Skilaboðin sem nú koma frá þessum nafnkunna stað eru sannarlega allrar athygli verð. Í byrjun síðustu viku var í þessu blaði gerð nokkur grein fyrir því sem staðarfólk hefur kallað Hrafnagilsstefnu í skólastarfi. Þó að sú skólastefna byggist um margt á gömlum gildum er hún bæði fersk og nýstárleg fyrir margra hluta sakir. En hvernig má það vera að gömul gildi fái þá umsögn að af þeim stafi ljómi nýjabrums? Sennilega er það sökum þess að gömul gildi um mannleg samskipti hafa í allt of ríkum mæli verið slitin upp með rótum í samfélagi nútímans. Þegar þess er freistað að gróðursetja þessi gildi á ný verða þau eins og nýgræðingar í samfélagsflórunni. Í sem skemmstu máli sýnist vera lögð meiri rækt við það í Hrafnagilsskóla en öðrum skólum að öll mannleg samskipti þurfa að byggjast á siðrænum gildum. Dyggðirnar eru uppistaða og ívaf í fræðslustarfinu. Unga fólkinu er gerð grein fyrir ábyrgðarhlutverkinu. Með öðrum orðum er það markmið með skólastarfinu að vekja löngun til þess að láta gott af sér leiða og taka ábyrgð á orðum og gerðum. Skólastarfinu sýnast vera sett skýr mörk. Það byggir á aga og að allir hafi hlutverk í mannlegum samskiptum. Og það hlýtur að gleðja marga að hluti skólastarfsins er fólginn í því að syngja þjóðsönginn vikulega. Kjarni málsins er sá að siðræn gildi eru svo mikilvæg forsenda í samfélagi fólks að þau þarf að rækta með þeim sem eru að vaxa úr grasi. Sú ræktun er ekki síður mikilvæg en sjálf þekkingarmiðlunin. Ábyrgð og dyggðir eru ekki fyrirbæri sem stjórnmálamenn geta lofað fólki og leyst með lögum og reglum. Markaðurinn, sem óneitanlega er mesta galdratæki efnahagslegra framfara, skilar heldur ekki einföldum lausnum á siðrænum gildum. En ef til vill er það sökum þess hversu mikið af viðfangsefnum samtímans markaðurinn hefur leyst að ýmsir trúa því að mælikvarðar hans séu algildir og hann eigi þar af leiðandi að vera mælistika á hvað eina í mannlegum samskiptum. Mannlífið er hins vegar flóknara en svo að það gangi upp. Það er góður vitnisburður um skólakerfi að þar geti þróast mismunandi aðferðir við að undirbúa þá sem eiga að erfa landið. Sú upplausn sem menn merkja víða í samfélagi nútímans stendur ef til vill í einhverju samhengi við rótleysi gamalla gilda. Á þessum vettvangi er ekki kostur að leggja mat á árangur skólastarfsins að Hrafnagili. En hitt er deginum ljósara að fleiri mættu leggja því ræktunarstarfi lið að hlú að dyggðum og siðferðilegum gildum. Það er ekki gamaldags. Það er framsýni. Upp af því ræktunarstarfi getur aðeins sprottið betra fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun
Á þessu ári er liðin hálf önnur öld frá fæðingu fræðimannsins og rithöfundarins séra Jónasar frá Hrafnagili. Óhætt er að fullyrða að með merku og kunnu ritverki sínu um íslenska þjóðhætti hafi hann lagt einn af hornsteinum menningararfsins. Nú er starfræktur skóli að Hrafnagili. Á hverju ári sendir hann frá sér rétt eins og aðrir skólar hóp ungs fólks til frekara náms og til móts við alvöru lífsins. Þetta er fólkið sem á að erfa landið og fara með menningararfinn eins og því sýnist. Rétt eins og séra Jónas skar sig úr hópi presta sinnar samtíðar með ritstörfum sínum sýnist skólinn að Hrafnagili hafa markað sér nokkra sérstöðu í hópi íslenskra skóla í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar með sérstökum áherslum í skólastarfinu. Skilaboðin sem nú koma frá þessum nafnkunna stað eru sannarlega allrar athygli verð. Í byrjun síðustu viku var í þessu blaði gerð nokkur grein fyrir því sem staðarfólk hefur kallað Hrafnagilsstefnu í skólastarfi. Þó að sú skólastefna byggist um margt á gömlum gildum er hún bæði fersk og nýstárleg fyrir margra hluta sakir. En hvernig má það vera að gömul gildi fái þá umsögn að af þeim stafi ljómi nýjabrums? Sennilega er það sökum þess að gömul gildi um mannleg samskipti hafa í allt of ríkum mæli verið slitin upp með rótum í samfélagi nútímans. Þegar þess er freistað að gróðursetja þessi gildi á ný verða þau eins og nýgræðingar í samfélagsflórunni. Í sem skemmstu máli sýnist vera lögð meiri rækt við það í Hrafnagilsskóla en öðrum skólum að öll mannleg samskipti þurfa að byggjast á siðrænum gildum. Dyggðirnar eru uppistaða og ívaf í fræðslustarfinu. Unga fólkinu er gerð grein fyrir ábyrgðarhlutverkinu. Með öðrum orðum er það markmið með skólastarfinu að vekja löngun til þess að láta gott af sér leiða og taka ábyrgð á orðum og gerðum. Skólastarfinu sýnast vera sett skýr mörk. Það byggir á aga og að allir hafi hlutverk í mannlegum samskiptum. Og það hlýtur að gleðja marga að hluti skólastarfsins er fólginn í því að syngja þjóðsönginn vikulega. Kjarni málsins er sá að siðræn gildi eru svo mikilvæg forsenda í samfélagi fólks að þau þarf að rækta með þeim sem eru að vaxa úr grasi. Sú ræktun er ekki síður mikilvæg en sjálf þekkingarmiðlunin. Ábyrgð og dyggðir eru ekki fyrirbæri sem stjórnmálamenn geta lofað fólki og leyst með lögum og reglum. Markaðurinn, sem óneitanlega er mesta galdratæki efnahagslegra framfara, skilar heldur ekki einföldum lausnum á siðrænum gildum. En ef til vill er það sökum þess hversu mikið af viðfangsefnum samtímans markaðurinn hefur leyst að ýmsir trúa því að mælikvarðar hans séu algildir og hann eigi þar af leiðandi að vera mælistika á hvað eina í mannlegum samskiptum. Mannlífið er hins vegar flóknara en svo að það gangi upp. Það er góður vitnisburður um skólakerfi að þar geti þróast mismunandi aðferðir við að undirbúa þá sem eiga að erfa landið. Sú upplausn sem menn merkja víða í samfélagi nútímans stendur ef til vill í einhverju samhengi við rótleysi gamalla gilda. Á þessum vettvangi er ekki kostur að leggja mat á árangur skólastarfsins að Hrafnagili. En hitt er deginum ljósara að fleiri mættu leggja því ræktunarstarfi lið að hlú að dyggðum og siðferðilegum gildum. Það er ekki gamaldags. Það er framsýni. Upp af því ræktunarstarfi getur aðeins sprottið betra fólk.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun