Óttinn við hið óþekkta 3. maí 2006 00:01 Þann 1. maí urðu þau tímamót að borgarar átta þjóðlanda bættust í hóp þeirra þjóða sem geta komið til Íslands og stundað hér atvinnu án takmarkana. Það kom skýrt fram í ræðum þann dag að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar eru um margt uggandi yfir þessari þróun. Óttinn beinist að því að kjarasamningar verði brotnir á útlendingum, sem hingað koma, með þeim afleiðingum að kjör muni almennt versna, og að til lengri tíma geti vera þeirra á íslenskum vinnumarkaði aukið atvinnuleysi meðal heimamanna. Full ástæða er til að taka þessar áhyggjur alvarlega og ljóst er að álagið á Vinnumálastofnun og verkalýðshreyfinguna við eftirlit með því að kjarasamningar séu virtir mun síst minnka við þessar breytingar. Hitt er svo annað mál að varla hefði verið hægt að finna heppilegri tímapunkt en nú til að auka frelsi í flæði vinnuafls til landsins. Hlutfall útlendinga á íslenskum vinnumarkaði hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er nú orðið um 7 prósent, sem er það hæsta á Norðurlöndum. Á sama tíma hefur dregið svo úr atvinnuleysi að það mældist aðeins 1,6 prósent síðastliðinn febrúar. Við mat á vinnumarkaði er gjarnan litið svo á að þegar atvinnuleysi er komið niður fyrir 2 prósent séu í raun fleiri farnir að vinna en virkilega vilja það. Ef það er rétt má fullyrða að enginn af öllum þeim mikla fjölda útlendinga sem er hér við vinnu hafi tekið starf frá Íslendingi. Þvert á móti er erfitt að gera sér í hugarlund að íslenskt samfélag væri hreinlega starfshæft án erlends vinnuafls. Allt frá sjúkrahúsunum til byggingasvæða um land allt eru útlendingar ómissandi hjól til að halda vélinni gangandi. Þetta er mikilvæg staðreynd sem ekki er víst að allir gerir sér grein fyrir, að minnsta kosti ekki ef hafðar eru í huga neikvæðar niðurstöður könnunar sem Ásgeir Hannes Eiríksson, veitingamaður og fyrrverandi alþingismaður, lét gera á dögunum og sýndi að ótrúlega hátt hlutfall þjóðarinnar ber í brjósti sér neikvæða tilfinningar gagnvart útlendingum sem hafa kosið að setjast hér að eða sækja vinnu. Það þarf að vinna á móti þeim tilfinningum með öllum tiltækum ráðum. "Okkur ber að gæta systra okkar sem bræðra, innlendra og erlendra," sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna í 1. maí ávarpi sínu á Ingólfstorgi þegar hún lýsti áhyggjum sínum yfir því að erlent starfsfólk væri ráðið hér á launum undir lágmarkstöxtum. Vonandi geta sem flestir gert þessi orð Ingibjargar að sínum í sem víðustu samhengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun
Þann 1. maí urðu þau tímamót að borgarar átta þjóðlanda bættust í hóp þeirra þjóða sem geta komið til Íslands og stundað hér atvinnu án takmarkana. Það kom skýrt fram í ræðum þann dag að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar eru um margt uggandi yfir þessari þróun. Óttinn beinist að því að kjarasamningar verði brotnir á útlendingum, sem hingað koma, með þeim afleiðingum að kjör muni almennt versna, og að til lengri tíma geti vera þeirra á íslenskum vinnumarkaði aukið atvinnuleysi meðal heimamanna. Full ástæða er til að taka þessar áhyggjur alvarlega og ljóst er að álagið á Vinnumálastofnun og verkalýðshreyfinguna við eftirlit með því að kjarasamningar séu virtir mun síst minnka við þessar breytingar. Hitt er svo annað mál að varla hefði verið hægt að finna heppilegri tímapunkt en nú til að auka frelsi í flæði vinnuafls til landsins. Hlutfall útlendinga á íslenskum vinnumarkaði hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er nú orðið um 7 prósent, sem er það hæsta á Norðurlöndum. Á sama tíma hefur dregið svo úr atvinnuleysi að það mældist aðeins 1,6 prósent síðastliðinn febrúar. Við mat á vinnumarkaði er gjarnan litið svo á að þegar atvinnuleysi er komið niður fyrir 2 prósent séu í raun fleiri farnir að vinna en virkilega vilja það. Ef það er rétt má fullyrða að enginn af öllum þeim mikla fjölda útlendinga sem er hér við vinnu hafi tekið starf frá Íslendingi. Þvert á móti er erfitt að gera sér í hugarlund að íslenskt samfélag væri hreinlega starfshæft án erlends vinnuafls. Allt frá sjúkrahúsunum til byggingasvæða um land allt eru útlendingar ómissandi hjól til að halda vélinni gangandi. Þetta er mikilvæg staðreynd sem ekki er víst að allir gerir sér grein fyrir, að minnsta kosti ekki ef hafðar eru í huga neikvæðar niðurstöður könnunar sem Ásgeir Hannes Eiríksson, veitingamaður og fyrrverandi alþingismaður, lét gera á dögunum og sýndi að ótrúlega hátt hlutfall þjóðarinnar ber í brjósti sér neikvæða tilfinningar gagnvart útlendingum sem hafa kosið að setjast hér að eða sækja vinnu. Það þarf að vinna á móti þeim tilfinningum með öllum tiltækum ráðum. "Okkur ber að gæta systra okkar sem bræðra, innlendra og erlendra," sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna í 1. maí ávarpi sínu á Ingólfstorgi þegar hún lýsti áhyggjum sínum yfir því að erlent starfsfólk væri ráðið hér á launum undir lágmarkstöxtum. Vonandi geta sem flestir gert þessi orð Ingibjargar að sínum í sem víðustu samhengi.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun