Þrýstingurinn eykst 22. apríl 2006 00:01 Svimandi hátt eldsneytisverð brennur skiljanlega á mörgum þessa dagana. Í gær bættust fulltrúar stjórnarandstöðunnar í hóp þeirra sem hvetja ríkisstjórnina til að lækka skatta á eldsneyti, enda myndu slíkar aðgerðir hafa bæði jákvæð áhrif á verðbólguna, sem er á fleygiferð í ranga átt hér á landi, sem og heimilisbókhald landsmanna þar sem rekstur ökutækis vigtar þungt. Í umræðum á Alþingi tóku stjórnarliðar þessum málaleitunum því miður heldur þurrlega. Geir Haarde utanríkisráðherra greip til þess gamalkunna ráðs að svo skal böl bæta að benda á annað verra, þegar hann kaus að ræða þá glórulausu skattlagningu á eldsneyti sem tíðkaðist hér allt fram til 1999, en þá var hætt að innheimta hlutfallslegt vörugjald af bensíni og olíu og þess í stað tekin upp föst krónutala. Þegar bensínlítrinn er kominn yfir 130 krónur er ekki mikil huggun í því að hann gæti verið nær 200 kallinum, ef hinu gömlu geggjuðu skattlagningu hefði ekki verið breytt. Sem betur fer gáfu svör Árna M. Mathiesen fjármálráðherra tilefni til meiri bjartsýni en málflutningur formanns hans. Árni útilokaði ekki skattalækkanir og talaði um að hann vilji sjá hvernig mál þróast áður en farið verður að velta fyrir sér aðgerðum. Og hvernig er þá útlitið? Jú, allt bendir til þess að olíuverð muni halda áfram að hækka, að minnsta kosti eru litlar líkur á því að það lækki á næstu mánuðum. Þegar þetta er haft í huga, og sú staðreynd að eldsneytisverð er sjálfsagt hvergi í heiminum hærra en hér um þessar mundir, er ekkert undarlegt við að þrýst sé á stjórnvöld um að endurskoða skattlagningu sína af eldsneyti, og það ekki aðeins tímabundið heldur til frambúðar. Svigrúmið er vissulega til staðar því meira en helmingur þess sem er greitt fyrir hvern bensínlítra rennur beint í ríkissjóð. Og það er eitthvað stórlega bogið við að sú upphæð hækki um mörg hundruð milljónir á ári við að Bandaríkjamenn hóti Írönum ófriði. Í umræðunum á Alþingi í gær sagði utanríkisráðherra að nauðsynlegt væri að gera ákveðnar kerfisbreytingar til að hvetja til minni bensíneyðslu. Benti hann á tekið hefði verið upp olíugjald á dísilolíu sem hefði hvatt til aukinnar notkunar díselbíla. Vissulega var það gott skref en betur má ef duga skal. Í mörgum Evrópulöndum er hlutfall díselbíla orðið meira en helmingur af öllum einkabílum því stjórnvöld hafa lagt lægri skatta á nýja slíka bíla en hina sem eru knúnir áfram af bensíni. Uppskeran er minni eldsneytiseyðsla en líka minni mengun. Vonandi eru orð Geir vísir að slíkri neyslustýringu og við munum sjá díselbíla lækka í verði á næstunni. Vitað er að einhverjir stjórnarliðar geta hugsað sér að skoða skattalækkanir á eldsneyti en þar á meðal er ekki Pétur Blöndal sem í spjalli í Kastljósinu í síðustu viku var á svipuðum slóðum og Geir. Pétur gekk reyndar skrefinu lengra og fagnaði hærra orkuverði og sagði það hvata til þess að þróaðir yrðu sparneytnari bílar. Getur verið að Pétur trúi því að ofurskattar á Íslandi hafi einhver áhrif á bílaframleiðendur úti í heimi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Svimandi hátt eldsneytisverð brennur skiljanlega á mörgum þessa dagana. Í gær bættust fulltrúar stjórnarandstöðunnar í hóp þeirra sem hvetja ríkisstjórnina til að lækka skatta á eldsneyti, enda myndu slíkar aðgerðir hafa bæði jákvæð áhrif á verðbólguna, sem er á fleygiferð í ranga átt hér á landi, sem og heimilisbókhald landsmanna þar sem rekstur ökutækis vigtar þungt. Í umræðum á Alþingi tóku stjórnarliðar þessum málaleitunum því miður heldur þurrlega. Geir Haarde utanríkisráðherra greip til þess gamalkunna ráðs að svo skal böl bæta að benda á annað verra, þegar hann kaus að ræða þá glórulausu skattlagningu á eldsneyti sem tíðkaðist hér allt fram til 1999, en þá var hætt að innheimta hlutfallslegt vörugjald af bensíni og olíu og þess í stað tekin upp föst krónutala. Þegar bensínlítrinn er kominn yfir 130 krónur er ekki mikil huggun í því að hann gæti verið nær 200 kallinum, ef hinu gömlu geggjuðu skattlagningu hefði ekki verið breytt. Sem betur fer gáfu svör Árna M. Mathiesen fjármálráðherra tilefni til meiri bjartsýni en málflutningur formanns hans. Árni útilokaði ekki skattalækkanir og talaði um að hann vilji sjá hvernig mál þróast áður en farið verður að velta fyrir sér aðgerðum. Og hvernig er þá útlitið? Jú, allt bendir til þess að olíuverð muni halda áfram að hækka, að minnsta kosti eru litlar líkur á því að það lækki á næstu mánuðum. Þegar þetta er haft í huga, og sú staðreynd að eldsneytisverð er sjálfsagt hvergi í heiminum hærra en hér um þessar mundir, er ekkert undarlegt við að þrýst sé á stjórnvöld um að endurskoða skattlagningu sína af eldsneyti, og það ekki aðeins tímabundið heldur til frambúðar. Svigrúmið er vissulega til staðar því meira en helmingur þess sem er greitt fyrir hvern bensínlítra rennur beint í ríkissjóð. Og það er eitthvað stórlega bogið við að sú upphæð hækki um mörg hundruð milljónir á ári við að Bandaríkjamenn hóti Írönum ófriði. Í umræðunum á Alþingi í gær sagði utanríkisráðherra að nauðsynlegt væri að gera ákveðnar kerfisbreytingar til að hvetja til minni bensíneyðslu. Benti hann á tekið hefði verið upp olíugjald á dísilolíu sem hefði hvatt til aukinnar notkunar díselbíla. Vissulega var það gott skref en betur má ef duga skal. Í mörgum Evrópulöndum er hlutfall díselbíla orðið meira en helmingur af öllum einkabílum því stjórnvöld hafa lagt lægri skatta á nýja slíka bíla en hina sem eru knúnir áfram af bensíni. Uppskeran er minni eldsneytiseyðsla en líka minni mengun. Vonandi eru orð Geir vísir að slíkri neyslustýringu og við munum sjá díselbíla lækka í verði á næstunni. Vitað er að einhverjir stjórnarliðar geta hugsað sér að skoða skattalækkanir á eldsneyti en þar á meðal er ekki Pétur Blöndal sem í spjalli í Kastljósinu í síðustu viku var á svipuðum slóðum og Geir. Pétur gekk reyndar skrefinu lengra og fagnaði hærra orkuverði og sagði það hvata til þess að þróaðir yrðu sparneytnari bílar. Getur verið að Pétur trúi því að ofurskattar á Íslandi hafi einhver áhrif á bílaframleiðendur úti í heimi?