Hafrannsóknir og Háskólinn 21. apríl 2006 00:01 Hafrannsóknastofnunin er stærsta og öflugasta vísindastofnun sem rekin er á vegum íslenska ríkisins. Á þeim vettvangi hefur í gegnum tíðina starfað fjöldi afbragðs vísindamanna. Margir þeirra hafa á heimsvísu verið í fremstu röð á sínu sviði. Sú var tíð að allar rannsóknir í þágu atvinnuveganna tengdust Háskólanum. Á sjöunda áratugnum þótti rétt að gera skipulagsbreytingar þar á. Stofnanirnar voru þá færðar undir atvinnumálaráðuneytið og síðar einstök atvinnuvegaráðuneyti þegar þau urðu formlega til. Að baki þessum breytingum hvíldi sú eðlilega hugsun að tengja rannsóknir betur atvinnulífinu. Háskólinn var þá mikil embættismannastofnun og í meiri fjarlægð frá atvinnulífinu en nú er. Enginn vafi er á að þessi háttur hefur styrkt þetta rannsóknastarf. Það á ekki síst við um hafrannsóknirnar. Glögg dæmi eru um þetta. Hér á landi hafa störf vísindamanna á þessu sviði almennt notið trausts bæði útgerðarmanna og sjómanna. Þessu er öfugt farið í öllum öðrum löndum. Öflug, hyggin og framsýn forysta í hagsmunasamtökum hefur ráðið miklu þar um. Annað dæmi af fjárhagslegum toga er bygging nýja hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar á síðasta áratug. Útgerðarmenn voru einhuga um að kosta það verk. Þessi tengsl hafa því verið mikilvæg. En tímarnir breytast. Í fyrsta lagi er fyrirsjáanlegt að aðskilin atvinnuvegaráðuneyti munu brátt heyra sögunni til. Í öðru lagi hefur Háskóli Íslands breyst í grundvallaratriðum. Hann er ekki lengur fílabeinsturn embættismanna, heldur vísindastofnun í lifandi tengslum við atvinnulífið. Í þriðja lagi hefur Háskólinn nýverið kynnt áform um að komast í fremstu röð slíkra vísindastofnana. Það er metnaðarfullt stefnumið. Ljóst er að Háskólinn þarf á öllu því afli að halda sem til er ef það markmið á að verða að veruleika. Ef hagsmunir annarra vísindastofnana geta tengst því markmiði er allsendis óvitlaust að skoða það. Hafrannsóknastofnunin er vísindastofnun sem nýtur alþjóðlegrar virðingar. Á síðasta áratug var byrjað að tengja stofnunina Háskólanum á ný, með því meðal annars að tengja prófessorsembætti í líffræði við starf á stofnuninni. Það var skref fram á við. Í nýju umhverfi þarf Hafrannsóknastofnunin að njóta óskoraðs og víðtæks trausts. Hún hefur vissulega notið vísindalegs sjálfstæðis en það yrði um margt trúverðugra og öruggara í vísindaumhverfi Háskólans. Breytt háskólaumhverfi þarf ekki á nokkurn hátt að rjúfa eðlileg og sjálfsögð tengsl við atvinnugreinina. Í þeim efnum blása nýir vindar í háskólasamfélaginu. Hafrannsóknastofnunin gæti lagt grundvöll að doktorsnámi vísindamanna á þessu sviði, jafnt innlendra sem erlendra. Sameining við Háskólann gæti þannig orðið upphaf að nýjum tíma fyrir báðar stofnanirnar og leyst úr læðingi endurnýjaðan kraft í þessu mikilvæga vísindastarfi. Að ýmsu er að hyggja í þessu sambandi, bæði tæknilegum úrlausnarefnum og vísindalegum markmiðum. Sjávarútvegsráðherra hefur á stuttum ferli sýnt að hann er maður nýrra viðhorfa. Það væri ómaksins vert fyrir ráðherra af þeim toga að láta skoða þetta álitaefni og hugsanlega koma því á framkvæmdastig ef honum og menntamálaráðherranum sýndist svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Hafrannsóknastofnunin er stærsta og öflugasta vísindastofnun sem rekin er á vegum íslenska ríkisins. Á þeim vettvangi hefur í gegnum tíðina starfað fjöldi afbragðs vísindamanna. Margir þeirra hafa á heimsvísu verið í fremstu röð á sínu sviði. Sú var tíð að allar rannsóknir í þágu atvinnuveganna tengdust Háskólanum. Á sjöunda áratugnum þótti rétt að gera skipulagsbreytingar þar á. Stofnanirnar voru þá færðar undir atvinnumálaráðuneytið og síðar einstök atvinnuvegaráðuneyti þegar þau urðu formlega til. Að baki þessum breytingum hvíldi sú eðlilega hugsun að tengja rannsóknir betur atvinnulífinu. Háskólinn var þá mikil embættismannastofnun og í meiri fjarlægð frá atvinnulífinu en nú er. Enginn vafi er á að þessi háttur hefur styrkt þetta rannsóknastarf. Það á ekki síst við um hafrannsóknirnar. Glögg dæmi eru um þetta. Hér á landi hafa störf vísindamanna á þessu sviði almennt notið trausts bæði útgerðarmanna og sjómanna. Þessu er öfugt farið í öllum öðrum löndum. Öflug, hyggin og framsýn forysta í hagsmunasamtökum hefur ráðið miklu þar um. Annað dæmi af fjárhagslegum toga er bygging nýja hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar á síðasta áratug. Útgerðarmenn voru einhuga um að kosta það verk. Þessi tengsl hafa því verið mikilvæg. En tímarnir breytast. Í fyrsta lagi er fyrirsjáanlegt að aðskilin atvinnuvegaráðuneyti munu brátt heyra sögunni til. Í öðru lagi hefur Háskóli Íslands breyst í grundvallaratriðum. Hann er ekki lengur fílabeinsturn embættismanna, heldur vísindastofnun í lifandi tengslum við atvinnulífið. Í þriðja lagi hefur Háskólinn nýverið kynnt áform um að komast í fremstu röð slíkra vísindastofnana. Það er metnaðarfullt stefnumið. Ljóst er að Háskólinn þarf á öllu því afli að halda sem til er ef það markmið á að verða að veruleika. Ef hagsmunir annarra vísindastofnana geta tengst því markmiði er allsendis óvitlaust að skoða það. Hafrannsóknastofnunin er vísindastofnun sem nýtur alþjóðlegrar virðingar. Á síðasta áratug var byrjað að tengja stofnunina Háskólanum á ný, með því meðal annars að tengja prófessorsembætti í líffræði við starf á stofnuninni. Það var skref fram á við. Í nýju umhverfi þarf Hafrannsóknastofnunin að njóta óskoraðs og víðtæks trausts. Hún hefur vissulega notið vísindalegs sjálfstæðis en það yrði um margt trúverðugra og öruggara í vísindaumhverfi Háskólans. Breytt háskólaumhverfi þarf ekki á nokkurn hátt að rjúfa eðlileg og sjálfsögð tengsl við atvinnugreinina. Í þeim efnum blása nýir vindar í háskólasamfélaginu. Hafrannsóknastofnunin gæti lagt grundvöll að doktorsnámi vísindamanna á þessu sviði, jafnt innlendra sem erlendra. Sameining við Háskólann gæti þannig orðið upphaf að nýjum tíma fyrir báðar stofnanirnar og leyst úr læðingi endurnýjaðan kraft í þessu mikilvæga vísindastarfi. Að ýmsu er að hyggja í þessu sambandi, bæði tæknilegum úrlausnarefnum og vísindalegum markmiðum. Sjávarútvegsráðherra hefur á stuttum ferli sýnt að hann er maður nýrra viðhorfa. Það væri ómaksins vert fyrir ráðherra af þeim toga að láta skoða þetta álitaefni og hugsanlega koma því á framkvæmdastig ef honum og menntamálaráðherranum sýndist svo.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun