Um útvarp og sjónvarp 11. apríl 2006 00:01 Það virðist vera að sumum þyki eitthvað fínt eða kannski öllu heldur gáfulegt við að leiðast sjónvarp. Í gamla daga þótti það vissulega sérlega gáfulegt að vilja hafa sem minnst með þann miðil að gera, eitthvað hefur það nú elst af sumum en aðrir hafa þá bara tekið við með þá skoðun. Ég er ekki ein af þeim, mér finnst það ein besta skemmtun og afslöppun eftir annasaman dag (svolítið virðulega að orði komist, finnst ykkur ekki) að setjast, svo ég tali nú ekki um leggjast fyrir framan sjónvarpið. Ég er meira að segja svo mikill plebbi að mér finnst ekkert gaman að David Attenborough, en annað heimilsfólk bætir það áhugaleysi tvöfalt upp. Á hinn bóginn hef ég haft ómælda ánægju af að horfa á Krónikuna og hlýt að lýsa yfir vonbrigðum mínum með að Ida hafi flutt inn til Sörens, sem kæmi mér ekki á óvart að væri einn af þeim sem telur sjónvarp mikið óþarfa tæki, þó ég haldi að hann hafi samt aldrei orðið beint uppvís að því. Og þar með hef ég fjallað um þá þætti sem sóst er eftir að horfa á í ríkissjónvarpinu á mínu heimili. Því er þannig fyrirkomið í landinu okkar að ef kona ætlar að eiga sjónvarp þá verður hún að borga afnotagjald til RUV, hvort heldur henni líkar það eður ei. Í hverjum mánuði borga ég 2.705 kr. fyrir þjónustu RUV í því gjaldi er innifalin þjónusta Rásar 1, Rásar 2 og Ríkissjónvarpsins. Samtals borgum við rúma 2.5 milljarða til stofnunarinnar í afnotagjöld og áætlað er að hún taki rétt rúman milljarð inn í auglýsingar. Þessi stofnun er í samkeppni við aðrar útvarps- og sjónvarpsstöðvar og fær tæpan 1/3 af kostnaði niðurgreiddan. Ritstjóri þessa blaðs impraði á því í skrifum sínum um daginn að deila mætti um hvort, eða kannski sagði hann bara, að velta mætti því fyrir sér, hvort réttlætanlegt væri að Ríksútvarpið keppti við einkafyrirtæki á auglýsingamarkaði. Viðbrögð æðsta yfirmanns Ríksútvarpsins, menntamálaráðherrans, voru hvort tveggja í senn ómálefnaleg og dónaleg. Það furðar mig þegar forvígismenn einkaframtaksins í ríkisstjórn sem ráða yfir ríkisfyrirtækjum og örlögum þeirra detta í þann pytt að verja fyrirtækin eins og þau væru þeirra eigin, í stað þess að nota tækifærið og peninga ríkisins til að hleypa lífi í einkafyrirtæki. Menntamálaráðherrann hefur nú tækifæri til að umbylta og hleypa lífi í þann geira þjóðfélagsins sem vinnur að hvers konar þáttagerð hvort heldur til fróðleiks eða dægrastyttingar, framleiðslan yrði síðan seld útvarps- og sjónvarpsstöðvum landsins. Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að reka hljóðvarp, slíkt útvarp á að vera eitthvað í áttina við Rás 1 og tryggja þá almannahagsmuni sem sem talað er um í umræðum um ríkis- og einkarekið útvarp. Sú stöð ætti að vera kostuð af skattpeningum, þar ættu ekki að heyrast neinar auglýsingar. Ég vil að Rás 2 sé lokað, eða hún seld, ef það er hægt. Einkaframtakið mun svara eftirspurn eftir sérstökum landsvæðaútvarpsstöðvum. Eftir talsverða umhugsun hef ég fallist á staðhæfingu vinar míns um að markaðurinn hér á landi sé einfaldlega of lítill til að hægt sé að reka sjónvarp án auglýsingatekna, þess vegna tel ég að ríkið verði að láta af þeim rekstri, en leggja í staðinn fram peninga til frétta og þáttagerðar og setja fram gæðakröfur um þessa framleiðslu Standist framleiðendur þær ekki missa þeir einfaldlega verkefnið eða öllu heldur peningana sem þeir fengu frá ríkinu. Kröfur til þátta kostaðra af ríkinu yrðu vonandi hærri en þær sem gerðar eru í ríkisfyrirækinu í dag. Kastljóssþátturinn langi hefur með fáum undantekningum verið "under al kritik" eins og danskurinn segir. Ég man eftir þremur undantekningum þ.e. umfjöllun um ofbeldi, skatta og aðbúnað aldraðra, sem reyndar voru lofsvert framtak. Ég á ekki von á að menntamálaráðherrann eyði tíma sínum í að lesa pistla af þessu tagi, ef hún gerði það mundi hún sjálfsagt sýna mér sömu kurteisi og hún sýndi ritstjóra þessa blaðs og segja að ég hefði ekki sjálfstæða skoðun heldur væri handbendi eiganda blaðsins. Er þá ekki bara rétt að vera dónalegur á móti og segja "margur heldur mig sig". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun
Það virðist vera að sumum þyki eitthvað fínt eða kannski öllu heldur gáfulegt við að leiðast sjónvarp. Í gamla daga þótti það vissulega sérlega gáfulegt að vilja hafa sem minnst með þann miðil að gera, eitthvað hefur það nú elst af sumum en aðrir hafa þá bara tekið við með þá skoðun. Ég er ekki ein af þeim, mér finnst það ein besta skemmtun og afslöppun eftir annasaman dag (svolítið virðulega að orði komist, finnst ykkur ekki) að setjast, svo ég tali nú ekki um leggjast fyrir framan sjónvarpið. Ég er meira að segja svo mikill plebbi að mér finnst ekkert gaman að David Attenborough, en annað heimilsfólk bætir það áhugaleysi tvöfalt upp. Á hinn bóginn hef ég haft ómælda ánægju af að horfa á Krónikuna og hlýt að lýsa yfir vonbrigðum mínum með að Ida hafi flutt inn til Sörens, sem kæmi mér ekki á óvart að væri einn af þeim sem telur sjónvarp mikið óþarfa tæki, þó ég haldi að hann hafi samt aldrei orðið beint uppvís að því. Og þar með hef ég fjallað um þá þætti sem sóst er eftir að horfa á í ríkissjónvarpinu á mínu heimili. Því er þannig fyrirkomið í landinu okkar að ef kona ætlar að eiga sjónvarp þá verður hún að borga afnotagjald til RUV, hvort heldur henni líkar það eður ei. Í hverjum mánuði borga ég 2.705 kr. fyrir þjónustu RUV í því gjaldi er innifalin þjónusta Rásar 1, Rásar 2 og Ríkissjónvarpsins. Samtals borgum við rúma 2.5 milljarða til stofnunarinnar í afnotagjöld og áætlað er að hún taki rétt rúman milljarð inn í auglýsingar. Þessi stofnun er í samkeppni við aðrar útvarps- og sjónvarpsstöðvar og fær tæpan 1/3 af kostnaði niðurgreiddan. Ritstjóri þessa blaðs impraði á því í skrifum sínum um daginn að deila mætti um hvort, eða kannski sagði hann bara, að velta mætti því fyrir sér, hvort réttlætanlegt væri að Ríksútvarpið keppti við einkafyrirtæki á auglýsingamarkaði. Viðbrögð æðsta yfirmanns Ríksútvarpsins, menntamálaráðherrans, voru hvort tveggja í senn ómálefnaleg og dónaleg. Það furðar mig þegar forvígismenn einkaframtaksins í ríkisstjórn sem ráða yfir ríkisfyrirtækjum og örlögum þeirra detta í þann pytt að verja fyrirtækin eins og þau væru þeirra eigin, í stað þess að nota tækifærið og peninga ríkisins til að hleypa lífi í einkafyrirtæki. Menntamálaráðherrann hefur nú tækifæri til að umbylta og hleypa lífi í þann geira þjóðfélagsins sem vinnur að hvers konar þáttagerð hvort heldur til fróðleiks eða dægrastyttingar, framleiðslan yrði síðan seld útvarps- og sjónvarpsstöðvum landsins. Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að reka hljóðvarp, slíkt útvarp á að vera eitthvað í áttina við Rás 1 og tryggja þá almannahagsmuni sem sem talað er um í umræðum um ríkis- og einkarekið útvarp. Sú stöð ætti að vera kostuð af skattpeningum, þar ættu ekki að heyrast neinar auglýsingar. Ég vil að Rás 2 sé lokað, eða hún seld, ef það er hægt. Einkaframtakið mun svara eftirspurn eftir sérstökum landsvæðaútvarpsstöðvum. Eftir talsverða umhugsun hef ég fallist á staðhæfingu vinar míns um að markaðurinn hér á landi sé einfaldlega of lítill til að hægt sé að reka sjónvarp án auglýsingatekna, þess vegna tel ég að ríkið verði að láta af þeim rekstri, en leggja í staðinn fram peninga til frétta og þáttagerðar og setja fram gæðakröfur um þessa framleiðslu Standist framleiðendur þær ekki missa þeir einfaldlega verkefnið eða öllu heldur peningana sem þeir fengu frá ríkinu. Kröfur til þátta kostaðra af ríkinu yrðu vonandi hærri en þær sem gerðar eru í ríkisfyrirækinu í dag. Kastljóssþátturinn langi hefur með fáum undantekningum verið "under al kritik" eins og danskurinn segir. Ég man eftir þremur undantekningum þ.e. umfjöllun um ofbeldi, skatta og aðbúnað aldraðra, sem reyndar voru lofsvert framtak. Ég á ekki von á að menntamálaráðherrann eyði tíma sínum í að lesa pistla af þessu tagi, ef hún gerði það mundi hún sjálfsagt sýna mér sömu kurteisi og hún sýndi ritstjóra þessa blaðs og segja að ég hefði ekki sjálfstæða skoðun heldur væri handbendi eiganda blaðsins. Er þá ekki bara rétt að vera dónalegur á móti og segja "margur heldur mig sig".
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun