Skipulag löggæslumála 9. apríl 2006 00:01 Að undanförnu hafa verið til umræðu tillögur um skipulag löggæslumála, annars vegar á landinu öllu og hins vegar í Reykjavík. Sérstakur vinnuhópur sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði skilaði áliti í síðustu viku, en í honum voru fulltrúar meirihluta og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíku, lögreglunnar i Reykjavík og dómsmálaráðuneytisins. Þessi hópur hefur verið að störfum á undanförnum misserum og skilaði samhljóða áliti. Sumt af því sem hópurinn hefur fjallað um er þegar komið til framkvæmda, en annað verður væntanlega að raunveruleika í framtíðinni. Í áliti hópsins er auk annars fjallað um hverfalöggæslu, en tilraunir sem lögreglan í Reykjavík hefur gert í þeim efnum lofa góðu. Í Grafarvogi og Breiðholti hefur verið komið á formlegu samstarfi milli lögreglu og þjónustumiðstöðva hverfanna, og þannig skapast nánari tengsl milli löggæslunnar og annarra sem veita íbúunum þjónustu á viðkomandi svæði. Með þessu móti verður lögreglan hluti af lífinu í viðkomandi hverfi, en ekki eitthvert utanaðkomandi óvinsælt yfirvald, sem aðeins kemur upp á yfirborðið þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis í hverfinu eða ógnvænlegir atburðir eiga sér stað. Hin góða reynsla sem virðist hafa fengist af þessu fyrirkomulagi löggæslumála í sumum hverfum borgarinnar ætti að vísa veginn varðandi sameiningu löggæslunnar á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt. Það er löngu orðið tímabært að sameina krafta lögreglunnar á þessu þéttbýlasta svæðí landsins, ekki síst í ljósi þeirrar útþenslu sem orðið hefur í byggðinni á allra síðustu árum. Það eru engin greinileg mörk orðin á milli sveitarfélaga víða á þessu svæði. Nærtækasta dæmið er þar sem Linda- og Salahverfi í Kópavogi liggja við hlið Seljahverfis í Breiðholti. Þarna getur verið býsna krókótt að fara á ökutækjum á milli, þótt húsin í Kópavogi og Reykjavík séu svo gott sem hlið við hlið. Jafnframt því sem löggæslumálefni Reykjavíkur hafa verið tekin til endurskoðunar er nú til umræðu í Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um lögregluembætti landsins. Það hefur nú þegar verið nokkuð til umræðu úti í þjóðfélaginu, og einkum eru það hópar í einstökum landshlutum sem hafa látið í sér heyra vegna óánægju með fyrirhugað skipulag. Það er alveg ljóst að það var orðin mikil þörf á því að taka heildarskipulag löggæslunnar til endurskoðunar. Samvinna lögregluembætta hefur að vísu aukist mikið hin síðari ár sem betur fer, og ber nú ekki eins mikið og áður á þröngum hreppasjónarmiðum í þessum efnum, eins og þegar fundið var að því að lögreglan á Akranesi tæki menn fyrir of hraðan akstur við Akrafjall, vegna þess að svæðið tilheyrði Borgarneslögreglunni! Fyrirhuguð sameining lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætti reyndar að ná upp á Akranes ef vel ætti að vera, ekki síst með það í huga að sama embætti bæri ábyrgð á löggæslu beggja megin Hvalfjarðarganga og höfuðstöðvar löggæslu á Vesturlandi yrðu þá í Borgarnesi. Það vill gjarnan brenna við að pólitískir riddarar kveði sér hljóðs eftir umferðartafir í kjölfar menningarnætur eða álíka viðburða og heimti löggæsluna til sveitarfélaganna. Slíkt er af og frá, en til að kveða niður slíkar raddir þarf líka löggæslan að standa sig á stundum sem þessum, en fyrst og fremst þurfa þá borgararnir að sýna þolinmæði og tillitssemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Að undanförnu hafa verið til umræðu tillögur um skipulag löggæslumála, annars vegar á landinu öllu og hins vegar í Reykjavík. Sérstakur vinnuhópur sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði skilaði áliti í síðustu viku, en í honum voru fulltrúar meirihluta og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíku, lögreglunnar i Reykjavík og dómsmálaráðuneytisins. Þessi hópur hefur verið að störfum á undanförnum misserum og skilaði samhljóða áliti. Sumt af því sem hópurinn hefur fjallað um er þegar komið til framkvæmda, en annað verður væntanlega að raunveruleika í framtíðinni. Í áliti hópsins er auk annars fjallað um hverfalöggæslu, en tilraunir sem lögreglan í Reykjavík hefur gert í þeim efnum lofa góðu. Í Grafarvogi og Breiðholti hefur verið komið á formlegu samstarfi milli lögreglu og þjónustumiðstöðva hverfanna, og þannig skapast nánari tengsl milli löggæslunnar og annarra sem veita íbúunum þjónustu á viðkomandi svæði. Með þessu móti verður lögreglan hluti af lífinu í viðkomandi hverfi, en ekki eitthvert utanaðkomandi óvinsælt yfirvald, sem aðeins kemur upp á yfirborðið þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis í hverfinu eða ógnvænlegir atburðir eiga sér stað. Hin góða reynsla sem virðist hafa fengist af þessu fyrirkomulagi löggæslumála í sumum hverfum borgarinnar ætti að vísa veginn varðandi sameiningu löggæslunnar á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt. Það er löngu orðið tímabært að sameina krafta lögreglunnar á þessu þéttbýlasta svæðí landsins, ekki síst í ljósi þeirrar útþenslu sem orðið hefur í byggðinni á allra síðustu árum. Það eru engin greinileg mörk orðin á milli sveitarfélaga víða á þessu svæði. Nærtækasta dæmið er þar sem Linda- og Salahverfi í Kópavogi liggja við hlið Seljahverfis í Breiðholti. Þarna getur verið býsna krókótt að fara á ökutækjum á milli, þótt húsin í Kópavogi og Reykjavík séu svo gott sem hlið við hlið. Jafnframt því sem löggæslumálefni Reykjavíkur hafa verið tekin til endurskoðunar er nú til umræðu í Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um lögregluembætti landsins. Það hefur nú þegar verið nokkuð til umræðu úti í þjóðfélaginu, og einkum eru það hópar í einstökum landshlutum sem hafa látið í sér heyra vegna óánægju með fyrirhugað skipulag. Það er alveg ljóst að það var orðin mikil þörf á því að taka heildarskipulag löggæslunnar til endurskoðunar. Samvinna lögregluembætta hefur að vísu aukist mikið hin síðari ár sem betur fer, og ber nú ekki eins mikið og áður á þröngum hreppasjónarmiðum í þessum efnum, eins og þegar fundið var að því að lögreglan á Akranesi tæki menn fyrir of hraðan akstur við Akrafjall, vegna þess að svæðið tilheyrði Borgarneslögreglunni! Fyrirhuguð sameining lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætti reyndar að ná upp á Akranes ef vel ætti að vera, ekki síst með það í huga að sama embætti bæri ábyrgð á löggæslu beggja megin Hvalfjarðarganga og höfuðstöðvar löggæslu á Vesturlandi yrðu þá í Borgarnesi. Það vill gjarnan brenna við að pólitískir riddarar kveði sér hljóðs eftir umferðartafir í kjölfar menningarnætur eða álíka viðburða og heimti löggæsluna til sveitarfélaganna. Slíkt er af og frá, en til að kveða niður slíkar raddir þarf líka löggæslan að standa sig á stundum sem þessum, en fyrst og fremst þurfa þá borgararnir að sýna þolinmæði og tillitssemi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun