Kemur Finnum í opna skjöldu 5. apríl 2006 00:01 Robert Tchenguiz. Kaupin í Sampo gerð með vitund stjórnenda KB banka. Kaup Roberts Tchenguiz á yfir átta prósenta hlut í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, fyrir 60 milljarða króna, hafa komið verulega á óvart í finnskum fjármálaheimi, enda Tchenguiz algjörlega óþekkt nafn þarlendis. Hollenska eignarhaldsfélagið Exafin, sem er í eigu Tchenguiz, er þar með orðið þriðji stærsti hluthafinn í Sampo á eftir finnska ríkinu og Varma lífeyrissjóði. Mikill samgangur hefur verið með hinum íransk-ættaða Tchenguiz og KB banka undanfarin misseri og er talið að kaupin séu gerð með vitund stjórnenda KB banka og jafnvel talið líklegt að hugmyndin að kaupunum sé þaðan komin. Í viðskiptaútgáfu Helsingin Sanomat eru getgátur um að KB banki hafi selt Tchenguiz hlutabréf sín í Sampo en 54 prósent hlutafjár eru í eigu erlendra aðila. Stjórn KB banka hefur heimild til að auka hlutafé bankans um 100 milljarða að markaðsverði og gæti þannig skipt á eigin bréfum fyrir bréf í Sampo ef bankinn hefði hug á að eignast bréf á ný. Sérfræðingar segja að Sampo, sem er sjöundi stærsti banki Norðurlandanna, hafi verið leiðandi í því að taka yfir og sameinast öðrum fjármálafyrirtækjum. Forstjórinn Björn Wahlroos þykir slyngur í viðskiptum og iðinn við að koma á óvart. "Sampo er áhugavert félag af því að það starfar bæði á banka- og tryggingamarkaði," segir Bengt Dahlström, sérfræðingur hjá EQ banking. Erlent Viðskipti Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kaup Roberts Tchenguiz á yfir átta prósenta hlut í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, fyrir 60 milljarða króna, hafa komið verulega á óvart í finnskum fjármálaheimi, enda Tchenguiz algjörlega óþekkt nafn þarlendis. Hollenska eignarhaldsfélagið Exafin, sem er í eigu Tchenguiz, er þar með orðið þriðji stærsti hluthafinn í Sampo á eftir finnska ríkinu og Varma lífeyrissjóði. Mikill samgangur hefur verið með hinum íransk-ættaða Tchenguiz og KB banka undanfarin misseri og er talið að kaupin séu gerð með vitund stjórnenda KB banka og jafnvel talið líklegt að hugmyndin að kaupunum sé þaðan komin. Í viðskiptaútgáfu Helsingin Sanomat eru getgátur um að KB banki hafi selt Tchenguiz hlutabréf sín í Sampo en 54 prósent hlutafjár eru í eigu erlendra aðila. Stjórn KB banka hefur heimild til að auka hlutafé bankans um 100 milljarða að markaðsverði og gæti þannig skipt á eigin bréfum fyrir bréf í Sampo ef bankinn hefði hug á að eignast bréf á ný. Sérfræðingar segja að Sampo, sem er sjöundi stærsti banki Norðurlandanna, hafi verið leiðandi í því að taka yfir og sameinast öðrum fjármálafyrirtækjum. Forstjórinn Björn Wahlroos þykir slyngur í viðskiptum og iðinn við að koma á óvart. "Sampo er áhugavert félag af því að það starfar bæði á banka- og tryggingamarkaði," segir Bengt Dahlström, sérfræðingur hjá EQ banking.
Erlent Viðskipti Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira