Kæfa, menning, framtíð 23. mars 2006 01:06 Fáar þjóðir að jöfnum mannfjölda geta hrósað sér af jafn gróskumiklu myndlistarlífi og Íslendingar. Að vísu er það svo að íslensk myndlistarmenning er ekki í sögulegum skilningi sprottin upp af djúpum rótum. Alltént er ekki unnt að halda því fram í alþjóðlegu samhengi. Eigi að síður þolir íslensk myndlist samanburð þó að horft sé um viðmið til stærri og fjölmennari þjóða. Listasöfn eru ekki sjálfkrafa aflvaki sköpunar. Þau endurspegla miklu fremur sögu og samtíma og geta með þeim hætti leitt til nýrrar grósku. Kjarni málsins er sá að íslensk myndlist er svo ríkur þáttur í menningu þjóðarinnar að fjárfesting í þekkingu á því sviði er nokkurs virði. Þar koma listasöfnin til sögunnar. Eðli máls samkvæmt er það einkum hlutverk Listasafns Íslands að vera þar í fararbroddi. Sú var tíð að skilningur á samhengi menningar og atvinnulífs var harla rýr. Halldór Laxness hafði á sínum tíma eftir Ragnari í Smára um þetta efni: Ég sýð kæfu, þú spilar á hljóðpípu, peningarnir eru brúin á milli okkar. Í þessum skilningi hafa peningar ekki sjálfstætt gildi. Þeir eru aðeins milliliður. En það er ósmátt hlutverk. Listasafn Íslands hefur nýlega notið þess að peningar eru mikilvægur milliliður; milli þeirra sem sjóða kæfu og hinna sem hafa það hlutverk að sýna og uppfræða um íslenska myndmenningu. Björgólfur Guðmundsson, sem er að verða eins konar athafnaskáld í þjóðlífinu, færði Listasafninu nýlega ríflegan styrk. Hann var nýttur til þess að fella niður aðgangseyri. Þetta var markvert framtak þar sem hinn máttugi milliliður hefur nú þegar haft góð áhrif. Ærin ástæða er til að meta að verðleikum þann næma skilning er að baki býr. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, hefur skýrt frá því að þessi ráðstöfun hafi á skömmum tíma kallað mun fleiri gesti til safnsins en starfsmenn þess hafi vanist að sjá. Hann segir einnig að þessi breyting hafi leitt til þess að fleira ungt fólk hafi komið í heimsókn. Með öðrum orðum sýnist safnið vera að ná til fólks fyrir utan raðir hefðbundinna áhugamanna um myndlist. Það er ágætis reglustrikumælikvarði á árangur. Menningarstarfsemi eins og myndlistarsöfn á ekki að vera afmarkaður bás í þjóðlífinu heldur virkur og lifandi þáttur. Íslensk myndlist rís undir því hlutverki. Þar af leiðir að starfsemi sem þessi má ekki alfarið verða ríkisverkefni. Þó að ríkisvaldið leggi til uppistöðuna í vefinn má ívafið gjarnan vera fjölþættara. Þróunin hefur verið þannig. Það mun ugglaust styrkja þetta mikilvæga menningar- og menntastarf eftir því sem stundir líða. Þetta góða framfaraskref, sem nú hefur verið stigið, vekur hins vegar upp spurningar um framtíðina. Mikil umskipti urðu þegar Listasafnið fékk núverandi húsnæði. Það er hins vegar of þröngur stakkur um lifandi starf og markvissa þróun. Þannig getur safnið ekki haft fasta sögusýningu íslenskrar myndlistar jafnhliða breytilegum sérsýningum með bæði innlendri og erlendri list. Þessi möguleiki er þó grundvallaratriði ef safnið á með mestum sóma að rísa undir hlutverki sínu. Húsnæðisúrbætur eru því þarfar. Þó að hér sé ekki um augnabliksviðfangsefni að ræða er nú ráð að huga að því hvernig bæta megi stöðu safnsins að þessu leyti þegar til framtíðar er horft. Öflug, traust og lifandi menningar- og menntastofnun eins og Listasafnið er mikilvægur bakhjarl allrar skapandi listar. Gildir þá einu hvort hún er hugsuð í andrúmi heimahaganna eða víðara samhengi. Tími stefnumörkunar inn í nýja framtíð á þessu sviði er kominn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fáar þjóðir að jöfnum mannfjölda geta hrósað sér af jafn gróskumiklu myndlistarlífi og Íslendingar. Að vísu er það svo að íslensk myndlistarmenning er ekki í sögulegum skilningi sprottin upp af djúpum rótum. Alltént er ekki unnt að halda því fram í alþjóðlegu samhengi. Eigi að síður þolir íslensk myndlist samanburð þó að horft sé um viðmið til stærri og fjölmennari þjóða. Listasöfn eru ekki sjálfkrafa aflvaki sköpunar. Þau endurspegla miklu fremur sögu og samtíma og geta með þeim hætti leitt til nýrrar grósku. Kjarni málsins er sá að íslensk myndlist er svo ríkur þáttur í menningu þjóðarinnar að fjárfesting í þekkingu á því sviði er nokkurs virði. Þar koma listasöfnin til sögunnar. Eðli máls samkvæmt er það einkum hlutverk Listasafns Íslands að vera þar í fararbroddi. Sú var tíð að skilningur á samhengi menningar og atvinnulífs var harla rýr. Halldór Laxness hafði á sínum tíma eftir Ragnari í Smára um þetta efni: Ég sýð kæfu, þú spilar á hljóðpípu, peningarnir eru brúin á milli okkar. Í þessum skilningi hafa peningar ekki sjálfstætt gildi. Þeir eru aðeins milliliður. En það er ósmátt hlutverk. Listasafn Íslands hefur nýlega notið þess að peningar eru mikilvægur milliliður; milli þeirra sem sjóða kæfu og hinna sem hafa það hlutverk að sýna og uppfræða um íslenska myndmenningu. Björgólfur Guðmundsson, sem er að verða eins konar athafnaskáld í þjóðlífinu, færði Listasafninu nýlega ríflegan styrk. Hann var nýttur til þess að fella niður aðgangseyri. Þetta var markvert framtak þar sem hinn máttugi milliliður hefur nú þegar haft góð áhrif. Ærin ástæða er til að meta að verðleikum þann næma skilning er að baki býr. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, hefur skýrt frá því að þessi ráðstöfun hafi á skömmum tíma kallað mun fleiri gesti til safnsins en starfsmenn þess hafi vanist að sjá. Hann segir einnig að þessi breyting hafi leitt til þess að fleira ungt fólk hafi komið í heimsókn. Með öðrum orðum sýnist safnið vera að ná til fólks fyrir utan raðir hefðbundinna áhugamanna um myndlist. Það er ágætis reglustrikumælikvarði á árangur. Menningarstarfsemi eins og myndlistarsöfn á ekki að vera afmarkaður bás í þjóðlífinu heldur virkur og lifandi þáttur. Íslensk myndlist rís undir því hlutverki. Þar af leiðir að starfsemi sem þessi má ekki alfarið verða ríkisverkefni. Þó að ríkisvaldið leggi til uppistöðuna í vefinn má ívafið gjarnan vera fjölþættara. Þróunin hefur verið þannig. Það mun ugglaust styrkja þetta mikilvæga menningar- og menntastarf eftir því sem stundir líða. Þetta góða framfaraskref, sem nú hefur verið stigið, vekur hins vegar upp spurningar um framtíðina. Mikil umskipti urðu þegar Listasafnið fékk núverandi húsnæði. Það er hins vegar of þröngur stakkur um lifandi starf og markvissa þróun. Þannig getur safnið ekki haft fasta sögusýningu íslenskrar myndlistar jafnhliða breytilegum sérsýningum með bæði innlendri og erlendri list. Þessi möguleiki er þó grundvallaratriði ef safnið á með mestum sóma að rísa undir hlutverki sínu. Húsnæðisúrbætur eru því þarfar. Þó að hér sé ekki um augnabliksviðfangsefni að ræða er nú ráð að huga að því hvernig bæta megi stöðu safnsins að þessu leyti þegar til framtíðar er horft. Öflug, traust og lifandi menningar- og menntastofnun eins og Listasafnið er mikilvægur bakhjarl allrar skapandi listar. Gildir þá einu hvort hún er hugsuð í andrúmi heimahaganna eða víðara samhengi. Tími stefnumörkunar inn í nýja framtíð á þessu sviði er kominn.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun