Snertir rekstur Bakkavarar lítið 16. mars 2006 00:01 Bakkabræður. Áhyggjulausir Northern Foods, samkeppnisaðili Bakkavarar, hefur átt við mikil vandræði að stríða sem hafa engin áhrif á Bakkavör. Breska matvælafyrirtækið Northern Foods sendi frá sér afkomuviðvörun í annað skipti á árinu en félagið er einn helsti samkeppnisaðili Bakkavarar í kældum matvörum í Bretlandi. "Við erum sjálfir búnir að birta tölur fyrir síðasta ár sem sýndu methagnað og höfum sagt að horfurnar séu góðar. Northern Foods hefur átt við ákveðin rekstrarvandræði að stríða, sem það er að vinna sig út úr, og kemur okkur í sjálfu sér ekkert við," segir Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar. Það kemur Ágústi ekki á óvart að Northern Foods skuli gefa tilkynningu sem þessa, enda hafi mikil endurskipulagning átt sér stað innan veggja þess. Hann getur ekki sérstaklega tekið undir þá skýringu að breytt neyslumynstur sé að draga úr sölu Northern Foods en samkeppni félaganna liggur meðal annars í eftirréttum, frosnum pitsum og salati. Að mati stjórnenda Northern eru breyttar neysluvenjur að draga úr hagnaði en neytendur hafa dregið úr kexáti og fært sig í hollari bita. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins dróst salan hjá Northern saman um tólf prósent frá sama tímabili í fyrra og hefur gengi hlutabréfa félagsins hrunið um tæp 30 prósent frá áramótum. Erlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breska matvælafyrirtækið Northern Foods sendi frá sér afkomuviðvörun í annað skipti á árinu en félagið er einn helsti samkeppnisaðili Bakkavarar í kældum matvörum í Bretlandi. "Við erum sjálfir búnir að birta tölur fyrir síðasta ár sem sýndu methagnað og höfum sagt að horfurnar séu góðar. Northern Foods hefur átt við ákveðin rekstrarvandræði að stríða, sem það er að vinna sig út úr, og kemur okkur í sjálfu sér ekkert við," segir Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar. Það kemur Ágústi ekki á óvart að Northern Foods skuli gefa tilkynningu sem þessa, enda hafi mikil endurskipulagning átt sér stað innan veggja þess. Hann getur ekki sérstaklega tekið undir þá skýringu að breytt neyslumynstur sé að draga úr sölu Northern Foods en samkeppni félaganna liggur meðal annars í eftirréttum, frosnum pitsum og salati. Að mati stjórnenda Northern eru breyttar neysluvenjur að draga úr hagnaði en neytendur hafa dregið úr kexáti og fært sig í hollari bita. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins dróst salan hjá Northern saman um tólf prósent frá sama tímabili í fyrra og hefur gengi hlutabréfa félagsins hrunið um tæp 30 prósent frá áramótum.
Erlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira