Fyrirmyndar Food and Fun 26. febrúar 2006 00:34 Ef spár Ferðamálaráðs Íslands og Icelandair, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, ganga eftir munu á bilinu sjö til áttahundruð þúsund erlendir ferðamenn koma til Íslands árið 2015. Þetta er hálf ótrúleg tilhugsun, að eftir tæpan áratug munu fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið verða tvöfalt meiri en gjörvöll íslenska þjóðin. Uppgangur íslenskrar ferðaþjónustu hefur verið ævintýri líkastur. Í Ferðamálaáætlun 2006 til 2015, sem var unnin að frumkvæði Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og gefin út í fyrra, kemur fram að ferðamönnum sem heimsóttu Ísland fjölgaði um 69 prósent á tímabilinu 1995 til 2004 á meðan sambærileg aukning í heiminum öllum var um 24 prósent. Ef tölurnar eru skoðaðar aðeins lengra aftur í tímann sést að 1996 komu hingað hundrað þúsund ferðamenn, tíu árum síðar voru þeir tvöhundruð þúsund og í ár er reiknað með að þeir fari langleiðina upp í fjögurhundruð þúsund. Spáin fyrir 2015 er sem sagt ekki bjartsýnni en svo, að gert er ráð fyrir að sama þróun haldi áfram, að fjöldi ferðamanna um það bil tvöfaldist á tíu ára fresti. Hátt gengi krónunnar hefur valdið ferðaþjónustunni töluverðum erfiðleikum undanfarin misseri og var allt eins reiknað með að verulega gæti dregið úr gestakomum til landsins, sem þótti ekki beinlínis ódýrt áður en krónan fór að hnykla vöðvana. Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin. Segir það meira en mörg orð um hversu gott markaðsstarf er unnið fyrir Ísland úti í heimi. Í gærkvöldi lauk einmitt einu slíku verkefni þegar matar- og skemmtihátíðinni Food and Fun lauk með sælkeraveislu á Hótel Nordica. Food and Fun er samstarfsverkefni Icelandair, Reykjavíkurborgar og fleiri aðila og var þetta fimmta hátíðin, sú fyrsta var haldin 2002. Annað sambærilega vel lukkað verkefni er tónlistarhátíðin Iceland Airwaves, sem Icelandair og Reykjavíkurborg koma líka veglega að. Báðum hátíðum er ætlað að laða hingað ferðamenn utan hins hefðbundna ferðamannatíma og ekki síður að bera hróður landsins áfram út fyrir landsteinana að þeim loknum, en fjölmargir erlendir blaðamenn koma gagngert til þess að fylgjast með þeim. Vaxtarbroddur íslenskrar ferðaþjónustu liggur ekki síst í því að fjölga ferðamönnum sem koma til landsins um haust og vetur. Eins og staðan er núna er um það bil helmingur ferðamanna á ferðinni hér frá júní til ágúst. Vel heppnaðar uppákomur á borð við Food and Fun og Iceland Airwaves leika lykilhlutverk í því að fá hingað fleiri utan þess tíma. Ekki er verra að báðar þessar hátíðir hafa hresst verulega upp á menningarlíf höfuðborgarinnar og fallið vel í kramið hjá okkur sem erum hér fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Food and Fun Jón Kaldal Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun
Ef spár Ferðamálaráðs Íslands og Icelandair, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, ganga eftir munu á bilinu sjö til áttahundruð þúsund erlendir ferðamenn koma til Íslands árið 2015. Þetta er hálf ótrúleg tilhugsun, að eftir tæpan áratug munu fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið verða tvöfalt meiri en gjörvöll íslenska þjóðin. Uppgangur íslenskrar ferðaþjónustu hefur verið ævintýri líkastur. Í Ferðamálaáætlun 2006 til 2015, sem var unnin að frumkvæði Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og gefin út í fyrra, kemur fram að ferðamönnum sem heimsóttu Ísland fjölgaði um 69 prósent á tímabilinu 1995 til 2004 á meðan sambærileg aukning í heiminum öllum var um 24 prósent. Ef tölurnar eru skoðaðar aðeins lengra aftur í tímann sést að 1996 komu hingað hundrað þúsund ferðamenn, tíu árum síðar voru þeir tvöhundruð þúsund og í ár er reiknað með að þeir fari langleiðina upp í fjögurhundruð þúsund. Spáin fyrir 2015 er sem sagt ekki bjartsýnni en svo, að gert er ráð fyrir að sama þróun haldi áfram, að fjöldi ferðamanna um það bil tvöfaldist á tíu ára fresti. Hátt gengi krónunnar hefur valdið ferðaþjónustunni töluverðum erfiðleikum undanfarin misseri og var allt eins reiknað með að verulega gæti dregið úr gestakomum til landsins, sem þótti ekki beinlínis ódýrt áður en krónan fór að hnykla vöðvana. Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin. Segir það meira en mörg orð um hversu gott markaðsstarf er unnið fyrir Ísland úti í heimi. Í gærkvöldi lauk einmitt einu slíku verkefni þegar matar- og skemmtihátíðinni Food and Fun lauk með sælkeraveislu á Hótel Nordica. Food and Fun er samstarfsverkefni Icelandair, Reykjavíkurborgar og fleiri aðila og var þetta fimmta hátíðin, sú fyrsta var haldin 2002. Annað sambærilega vel lukkað verkefni er tónlistarhátíðin Iceland Airwaves, sem Icelandair og Reykjavíkurborg koma líka veglega að. Báðum hátíðum er ætlað að laða hingað ferðamenn utan hins hefðbundna ferðamannatíma og ekki síður að bera hróður landsins áfram út fyrir landsteinana að þeim loknum, en fjölmargir erlendir blaðamenn koma gagngert til þess að fylgjast með þeim. Vaxtarbroddur íslenskrar ferðaþjónustu liggur ekki síst í því að fjölga ferðamönnum sem koma til landsins um haust og vetur. Eins og staðan er núna er um það bil helmingur ferðamanna á ferðinni hér frá júní til ágúst. Vel heppnaðar uppákomur á borð við Food and Fun og Iceland Airwaves leika lykilhlutverk í því að fá hingað fleiri utan þess tíma. Ekki er verra að báðar þessar hátíðir hafa hresst verulega upp á menningarlíf höfuðborgarinnar og fallið vel í kramið hjá okkur sem erum hér fyrir.