Öryggislögregla ríkisins 7. febrúar 2006 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lengi mátt sitja undir því að vera álitinn sérstakur áhugamaður um að koma upp ekki aðeins íslenskum her heldur líka innlendri leyniþjónustu. Björn er því í gamalkunnugri stöðu nú þegar hann má verja nýtt frumvarp sitt um breytingar á lögreglulögunum, en í því má einmitt sjá vísir að starfsemi sem hægt er að kalla öryggislögreglu ríkisins. Í frumvarpi Björns, sem hann lagði fram á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag, er kveðið á um að við embætti ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti verði settar á laggirnar svokallaðar greiningardeildir til að meta áhættu og sinna greiningu á því sem tengist alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Viðbrögðin við þessari tillögu dómsmálaráðherra eru hálf einkennileg. Annars vegar er talað um hana í hálfkæringi, eins og þetta sé eitthvað grín, "íslensk leyniþjónusta ha ha", eða af æsingi og með skömmum eins og hér eigi að fara að stunda stórfelldar njósnir um andstæðinga ríkisins. Staða heimsmála í þessum tveimur málaflokkum, skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum, gefur hins vegar fyllstu ástæðu til að herða viðbúnað og styrkja innviði lögreglunnar. Er því óskandi að umræðan komist hratt í hófstilltan og viðeigandi farveg innan sem utan þings. Það er engin ástæða til að ætla að ekki sé ástæða hér á landi til að setja vinnu við þessi verkefni undir sérstaka deild, eða embætti eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Dómsmálaráðherra hefur sjálfur bent á að eins og staðan er núna getur skortur á löggjöf í þessum málaflokkum vakið upp spurningar um heimildir lögreglu til aðgerða. Skýr löggjöf getur eytt slíkri óvissu og er það mikið hagsmunamál bæði fyrir lögregluyfirvöld, en ekki síður almenning í landinu og erlenda ríkisborgara sem dveljast hér í lengri eða skemmri tíma. Það er svo annað mál að Björn Bjarnason hefur sjálfur kallað yfir sig að hugmyndum hans um breytt verklag lögreglunnar sé mætt með ákveðnum fyrirvara. Til dæmis eru ekki nema rétt tæp tvö ár frá því hann lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála sem meðal annars fól í sér að lögreglan fengi heimild til að hefja símahleranir án dómsúrskurðar. Góðu heilli var sú tillaga felld úr frumvarpinu fyrir afgreiðslu þess en þó ekki fyrr en eftir kröftug mótmæli úr ýmsum áttum. Eftir sátu menn með þá óþægilegu tilfinningu að núverandi dómsmálaráðherra væri tilbúinn að réttlæta skerðingu á mannréttindum borgaranna með því að segja að tilgangurinn væri að berjast gegn hættulegum mönnum. Ef rétt er að nýtt frumvarp Björns feli í sér vísir að öryggislögreglu, er ekkert við það að athuga. Það þarf hins vegar að taka þá umræðu alvarlega, ekki síst þá hlið sem snýr að eftirlitsþættinum með slíkri starfsemi, en núverandi fyrirkomulag felur í sér að dómsmálaráðuneyti hefur þá skyldu. Í umræðum á alþingi um þessi mál fyrir réttu ári viðraði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, þá góðu hugmynd að sérstök þingnefnd sinnti eftirliti með þessari viðkvæmu starfsemi lögreglunnar svo hún hefði það aðhald sem nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lengi mátt sitja undir því að vera álitinn sérstakur áhugamaður um að koma upp ekki aðeins íslenskum her heldur líka innlendri leyniþjónustu. Björn er því í gamalkunnugri stöðu nú þegar hann má verja nýtt frumvarp sitt um breytingar á lögreglulögunum, en í því má einmitt sjá vísir að starfsemi sem hægt er að kalla öryggislögreglu ríkisins. Í frumvarpi Björns, sem hann lagði fram á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag, er kveðið á um að við embætti ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti verði settar á laggirnar svokallaðar greiningardeildir til að meta áhættu og sinna greiningu á því sem tengist alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Viðbrögðin við þessari tillögu dómsmálaráðherra eru hálf einkennileg. Annars vegar er talað um hana í hálfkæringi, eins og þetta sé eitthvað grín, "íslensk leyniþjónusta ha ha", eða af æsingi og með skömmum eins og hér eigi að fara að stunda stórfelldar njósnir um andstæðinga ríkisins. Staða heimsmála í þessum tveimur málaflokkum, skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum, gefur hins vegar fyllstu ástæðu til að herða viðbúnað og styrkja innviði lögreglunnar. Er því óskandi að umræðan komist hratt í hófstilltan og viðeigandi farveg innan sem utan þings. Það er engin ástæða til að ætla að ekki sé ástæða hér á landi til að setja vinnu við þessi verkefni undir sérstaka deild, eða embætti eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Dómsmálaráðherra hefur sjálfur bent á að eins og staðan er núna getur skortur á löggjöf í þessum málaflokkum vakið upp spurningar um heimildir lögreglu til aðgerða. Skýr löggjöf getur eytt slíkri óvissu og er það mikið hagsmunamál bæði fyrir lögregluyfirvöld, en ekki síður almenning í landinu og erlenda ríkisborgara sem dveljast hér í lengri eða skemmri tíma. Það er svo annað mál að Björn Bjarnason hefur sjálfur kallað yfir sig að hugmyndum hans um breytt verklag lögreglunnar sé mætt með ákveðnum fyrirvara. Til dæmis eru ekki nema rétt tæp tvö ár frá því hann lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála sem meðal annars fól í sér að lögreglan fengi heimild til að hefja símahleranir án dómsúrskurðar. Góðu heilli var sú tillaga felld úr frumvarpinu fyrir afgreiðslu þess en þó ekki fyrr en eftir kröftug mótmæli úr ýmsum áttum. Eftir sátu menn með þá óþægilegu tilfinningu að núverandi dómsmálaráðherra væri tilbúinn að réttlæta skerðingu á mannréttindum borgaranna með því að segja að tilgangurinn væri að berjast gegn hættulegum mönnum. Ef rétt er að nýtt frumvarp Björns feli í sér vísir að öryggislögreglu, er ekkert við það að athuga. Það þarf hins vegar að taka þá umræðu alvarlega, ekki síst þá hlið sem snýr að eftirlitsþættinum með slíkri starfsemi, en núverandi fyrirkomulag felur í sér að dómsmálaráðuneyti hefur þá skyldu. Í umræðum á alþingi um þessi mál fyrir réttu ári viðraði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, þá góðu hugmynd að sérstök þingnefnd sinnti eftirliti með þessari viðkvæmu starfsemi lögreglunnar svo hún hefði það aðhald sem nauðsynlegt er.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun