Björk velgjörðarsendiherra 6. febrúar 2006 00:21 Frásögn Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu í Fréttablaðinu á laugardag af heimsókn hennar til Súmötru í Indónesíu rúmu ári eftir flóðbylgjuna miklu, rifjar enn og aftur á átakanlegan hátt upp þær hörmungar sem urðu þar á öðrum degi jóla árið 2004. Björk fór fyrir stuttu til Súmötru á vegum UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og vildi þar með leggja börnum og öðrum á svæðinu lið í baráttunni fyrir endurreisn og betra lífi eftir eyðilegginguna sem varð í kjölfar flóðsins, þar sem mikill fjöldi manna lét lífið sem kunnugt er. Með ferð sinni til flóðasvæðanna í Indónesíu er Björk komin í hóp svokallaðara velgjörðarsendiherra sem með heimsóknum sínum til ýmissa staða vekja athygli á neyðarástandi víða um heim. Af mörgu er að taka í þeim efnum, og viðfangsefnin margvísleg. Björk Guðmundsdóttir lýsir aðkomu sinni að þessu verkefni á eftirfarandi hátt í viðtali við Fréttablaðið: "Ég ákvað einhvern tíma að í stað þess að gera marga litla hluti myndi ég gera eitthvað eitt stórt og fylgja því eftir. Alveg frá trýninu á skepnunni og út í hala. Eða allavega reyna það." sagði söngkonan víðfræga á sinn hátt. Um langt árabil hefur verið falast eftir liðsinni hennar við góðgerðarstarf af ýmsu tagi og nú lét hún loks tilleiðast. Aðdáendur hennar sendu henni sína útgáfu af tónlist hennar og hún valdi svo lög á sérstaka plötu sem hún gaf út í samvinnu við UNICEF. Nú þegar hafa safnast um 30 milljónir króna vegna útgáfu plötunnar, og ferðin til Indónesíu var farin til þess að sjá hvernig þeim peningum hefði verið varið. Þar eru næg verkefni og mikil þörf fyrir fjármagn til endurreisnarstarfs. Það er ánægjulegt til þess að vita að Björk Guðmundsdóttir skuli nú vera komin í hóp velgjörðarsendiherra. Því fylgir bæði mikill heiður og ábyrgð. Velgjöðarsendiherrar geta með afskiptum sínum af góðgerðarmálum haft mikil áhrif. Þeir vekja athygli á neyð ýmissa hópa sem eiga um sárt að binda af völdum náttúruhamfara eða af öðrum orsökum og koma þá fram í nafni viðurkenndra góðgerðar- eða alþjóðasamtaka eins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í þessu tilviki. Barnahjálpin hefur veitt börnum á Súmötru ýmiskonar aðstoð og hjálp eftir flóðin miklu. Má þar nefna bólusetningu gegn mislingum, skordýravarnir og aðgang að hreinu vatni. Þá hafa samtökin veitt tugum þúsunda áfallahjálp og reynt að byggja einstaklingana upp fyrir betra líf. Síðast en ekki síst hafa samtökin reist skóla og dreift skólagögnum til meira en átta hundruð þúsund barna, hvorki meira né minna. Framundan er mikið uppbyggingarstarf á þessum slóðum . Þar þarf bæði að huga að veraldlegri uppbyggingu og ekki síður að hlúa að mannsálinni, sem er langt því frá búin að jafna sig eftir ósköpin sem yfir dundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Frásögn Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu í Fréttablaðinu á laugardag af heimsókn hennar til Súmötru í Indónesíu rúmu ári eftir flóðbylgjuna miklu, rifjar enn og aftur á átakanlegan hátt upp þær hörmungar sem urðu þar á öðrum degi jóla árið 2004. Björk fór fyrir stuttu til Súmötru á vegum UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og vildi þar með leggja börnum og öðrum á svæðinu lið í baráttunni fyrir endurreisn og betra lífi eftir eyðilegginguna sem varð í kjölfar flóðsins, þar sem mikill fjöldi manna lét lífið sem kunnugt er. Með ferð sinni til flóðasvæðanna í Indónesíu er Björk komin í hóp svokallaðara velgjörðarsendiherra sem með heimsóknum sínum til ýmissa staða vekja athygli á neyðarástandi víða um heim. Af mörgu er að taka í þeim efnum, og viðfangsefnin margvísleg. Björk Guðmundsdóttir lýsir aðkomu sinni að þessu verkefni á eftirfarandi hátt í viðtali við Fréttablaðið: "Ég ákvað einhvern tíma að í stað þess að gera marga litla hluti myndi ég gera eitthvað eitt stórt og fylgja því eftir. Alveg frá trýninu á skepnunni og út í hala. Eða allavega reyna það." sagði söngkonan víðfræga á sinn hátt. Um langt árabil hefur verið falast eftir liðsinni hennar við góðgerðarstarf af ýmsu tagi og nú lét hún loks tilleiðast. Aðdáendur hennar sendu henni sína útgáfu af tónlist hennar og hún valdi svo lög á sérstaka plötu sem hún gaf út í samvinnu við UNICEF. Nú þegar hafa safnast um 30 milljónir króna vegna útgáfu plötunnar, og ferðin til Indónesíu var farin til þess að sjá hvernig þeim peningum hefði verið varið. Þar eru næg verkefni og mikil þörf fyrir fjármagn til endurreisnarstarfs. Það er ánægjulegt til þess að vita að Björk Guðmundsdóttir skuli nú vera komin í hóp velgjörðarsendiherra. Því fylgir bæði mikill heiður og ábyrgð. Velgjöðarsendiherrar geta með afskiptum sínum af góðgerðarmálum haft mikil áhrif. Þeir vekja athygli á neyð ýmissa hópa sem eiga um sárt að binda af völdum náttúruhamfara eða af öðrum orsökum og koma þá fram í nafni viðurkenndra góðgerðar- eða alþjóðasamtaka eins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í þessu tilviki. Barnahjálpin hefur veitt börnum á Súmötru ýmiskonar aðstoð og hjálp eftir flóðin miklu. Má þar nefna bólusetningu gegn mislingum, skordýravarnir og aðgang að hreinu vatni. Þá hafa samtökin veitt tugum þúsunda áfallahjálp og reynt að byggja einstaklingana upp fyrir betra líf. Síðast en ekki síst hafa samtökin reist skóla og dreift skólagögnum til meira en átta hundruð þúsund barna, hvorki meira né minna. Framundan er mikið uppbyggingarstarf á þessum slóðum . Þar þarf bæði að huga að veraldlegri uppbyggingu og ekki síður að hlúa að mannsálinni, sem er langt því frá búin að jafna sig eftir ósköpin sem yfir dundu.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun