Bogi efast ekki um nýjar ákærur 12. október 2005 00:01 Verður ákært að nýju í Baugsmálinu í þeim liðum sem Hæstiréttur hefur vísað frá? Bogi Nilsson ríkissaksóknari vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári. Hann telur engan vafa leika á að lögin leyfi að ný ákæra verði gefin út. Hann segir skiptingu málsins ekki brjóta gegn lögum um meðferð opinberra mála. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, hefur látið hafa eftir sér að hann telji það brjóta gegn meðferð opinberra mála að ef sama málið verði sótt úr tveimur áttum það er bæði af ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Bogi Nilson ríkissaksóknari segir ummæli Gests ástæðulaus enda styðji lagabókstafir sem Gestur hafi vísað til það að ákvörðunin hafi verið byggð á lögum. Bogi segir ennfremur að að í þessu lögum segi að ríkissaksóknari geti tekið mál hvenær sem er úr höndum lögreglustjóra. Í öðru lagi segir að lögreglustjóri geti leitað til ríkissaksóknara, til dæmis ef mál eru mjög vandasöm, og hann sé óviss um hvort gefa skuli út ákæru. Ástæðuna fyrir því að ríkissaksóknari hafi skilið átta ákæruliði eftir hjá ríkislögreglustjóra segir Bogi vera að sá hluti ákærunnar sé enn til umfjöllunar hjá dómstólum og að ríkissaksóknari geti falið lögreglustjórum að fara með mál fyrir dómstóla. Framundan hjá embættinu er að fara yfir þau gögn sem liggja að baki ákæruliðunum 32 sem Hæstiréttur vísaði frá. Eftir þá vinnu mun koma í ljóst hvort ákært verði að nýju. Gögnin bárust í nokkrum pappakössum í dag og hafist verður handa við að fara yfir þau að fullum krafti á morgun. Hann segir þrjá til fjóra starfsmenn embættisins sem munu vinna að málinu og vonast hann til að ákvörðun um hvað verði gert í framhaldinu ráðist fyrir áramót. "Hér skal hafa í huga að hér eru ekki margir starfsmenn, auk þess sem þeir eru í fullu starfi við að sinna hæstarétti og héraðsdómssólum samkvæmt dagskrá. Því þurfum við nú að hliðra til fyrir þessu máli," segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari. > Baugsmálið Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Verður ákært að nýju í Baugsmálinu í þeim liðum sem Hæstiréttur hefur vísað frá? Bogi Nilsson ríkissaksóknari vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári. Hann telur engan vafa leika á að lögin leyfi að ný ákæra verði gefin út. Hann segir skiptingu málsins ekki brjóta gegn lögum um meðferð opinberra mála. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, hefur látið hafa eftir sér að hann telji það brjóta gegn meðferð opinberra mála að ef sama málið verði sótt úr tveimur áttum það er bæði af ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Bogi Nilson ríkissaksóknari segir ummæli Gests ástæðulaus enda styðji lagabókstafir sem Gestur hafi vísað til það að ákvörðunin hafi verið byggð á lögum. Bogi segir ennfremur að að í þessu lögum segi að ríkissaksóknari geti tekið mál hvenær sem er úr höndum lögreglustjóra. Í öðru lagi segir að lögreglustjóri geti leitað til ríkissaksóknara, til dæmis ef mál eru mjög vandasöm, og hann sé óviss um hvort gefa skuli út ákæru. Ástæðuna fyrir því að ríkissaksóknari hafi skilið átta ákæruliði eftir hjá ríkislögreglustjóra segir Bogi vera að sá hluti ákærunnar sé enn til umfjöllunar hjá dómstólum og að ríkissaksóknari geti falið lögreglustjórum að fara með mál fyrir dómstóla. Framundan hjá embættinu er að fara yfir þau gögn sem liggja að baki ákæruliðunum 32 sem Hæstiréttur vísaði frá. Eftir þá vinnu mun koma í ljóst hvort ákært verði að nýju. Gögnin bárust í nokkrum pappakössum í dag og hafist verður handa við að fara yfir þau að fullum krafti á morgun. Hann segir þrjá til fjóra starfsmenn embættisins sem munu vinna að málinu og vonast hann til að ákvörðun um hvað verði gert í framhaldinu ráðist fyrir áramót. "Hér skal hafa í huga að hér eru ekki margir starfsmenn, auk þess sem þeir eru í fullu starfi við að sinna hæstarétti og héraðsdómssólum samkvæmt dagskrá. Því þurfum við nú að hliðra til fyrir þessu máli," segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari. >
Baugsmálið Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira