Áttundi sigur New Jersey í röð 31. desember 2005 15:39 Vince Carter skoraði 37 stig gegn Atlanta í nótt en sigurinn var sá áttundi í röð hjá liðinu, sem virðist loksins vera að finna taktinn eftir afar daufa byrjun í vetur NordicPhotos/GettyImages New Jersey Nets vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið sigraði Atlanta Hawks 99-91. Vince Carter skoraði 37 stig fyrir New Jersey, en Al Harrington var atkvæðamestur hjá Atlanta með 26 stig. Alls voru spilaðir níu leikir í deildinni í nótt. Toronto vann mjög óvæntan sigur á Indiana á útivelli 99-97. Charlie Villanueva skoraði 25 stig fyrir Toronto, en Stephen Jackson skoraði 23 fyrir Indiana. Orlando burstaði Minnesota 107-87. Jameer Nelson skoraði 25 stig fyrir Orlando, en Kevin Garnett var með 29 stig og 11 fráköst hjá Minnesota. Miami sigraði Washington 128-113, en Miami hefur ekki tapað fyrir Washington síðan Michael Jordan spilaði með liðinu árið 2003. Gilbert Arenas skoraði 47 stig í leiknum sem er persónulegt met, en Dwayne Wade skoraði 34 stig fyrir Miami. Phoenix sigraði Charlotte 110-100. Eddie House skoraði 26 stig fyrir Phoenix, en Keith Bogans var með 18 hjá Charlotte. Golden State vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á útivelli. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig, sem er það mesta sem hann hefur skorað í vetur, en Dirk Nowitzki skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst hjá Dallas. Þetta var fyrsti leikur Dallas í vetur þar sem liðið nær að stilla upp sínu sterkasta liði eftir að vera búið að endurheimta alla menn sína úr langvarandi meiðslum. Milwaukee sigraði New York 113-108, þrátt fyrir að vera án TJ Ford sem verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla. Mo Williams skoraði 30 stig fyrir Milwaukee eftir að hafa tekið stöðu Ford í byrjunarliðinu, en Stephon Marbury skoraði 23 stig fyrir heillum horfið lið New York. Memphis sigraði Portland 93-90, en leikstjórnandinn Damon Stoudamire meiddist í leiknum og verður frá í nokkurn tíma. Mike Miller var stigahæstur í liði Memphis með 23 stig, en Ruben Patterson skoraði 22 fyrir Portland. Að lokum vann Sacramento góðan sigur á Boston 116-112. Mike Bibby skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Sacramento, en Ricky Davis skoraði sömuleiðis 33 fyrir Boston. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Sjá meira
New Jersey Nets vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið sigraði Atlanta Hawks 99-91. Vince Carter skoraði 37 stig fyrir New Jersey, en Al Harrington var atkvæðamestur hjá Atlanta með 26 stig. Alls voru spilaðir níu leikir í deildinni í nótt. Toronto vann mjög óvæntan sigur á Indiana á útivelli 99-97. Charlie Villanueva skoraði 25 stig fyrir Toronto, en Stephen Jackson skoraði 23 fyrir Indiana. Orlando burstaði Minnesota 107-87. Jameer Nelson skoraði 25 stig fyrir Orlando, en Kevin Garnett var með 29 stig og 11 fráköst hjá Minnesota. Miami sigraði Washington 128-113, en Miami hefur ekki tapað fyrir Washington síðan Michael Jordan spilaði með liðinu árið 2003. Gilbert Arenas skoraði 47 stig í leiknum sem er persónulegt met, en Dwayne Wade skoraði 34 stig fyrir Miami. Phoenix sigraði Charlotte 110-100. Eddie House skoraði 26 stig fyrir Phoenix, en Keith Bogans var með 18 hjá Charlotte. Golden State vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á útivelli. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig, sem er það mesta sem hann hefur skorað í vetur, en Dirk Nowitzki skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst hjá Dallas. Þetta var fyrsti leikur Dallas í vetur þar sem liðið nær að stilla upp sínu sterkasta liði eftir að vera búið að endurheimta alla menn sína úr langvarandi meiðslum. Milwaukee sigraði New York 113-108, þrátt fyrir að vera án TJ Ford sem verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla. Mo Williams skoraði 30 stig fyrir Milwaukee eftir að hafa tekið stöðu Ford í byrjunarliðinu, en Stephon Marbury skoraði 23 stig fyrir heillum horfið lið New York. Memphis sigraði Portland 93-90, en leikstjórnandinn Damon Stoudamire meiddist í leiknum og verður frá í nokkurn tíma. Mike Miller var stigahæstur í liði Memphis með 23 stig, en Ruben Patterson skoraði 22 fyrir Portland. Að lokum vann Sacramento góðan sigur á Boston 116-112. Mike Bibby skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Sacramento, en Ricky Davis skoraði sömuleiðis 33 fyrir Boston.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Sjá meira