Áttundi sigur New Jersey í röð 31. desember 2005 15:39 Vince Carter skoraði 37 stig gegn Atlanta í nótt en sigurinn var sá áttundi í röð hjá liðinu, sem virðist loksins vera að finna taktinn eftir afar daufa byrjun í vetur NordicPhotos/GettyImages New Jersey Nets vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið sigraði Atlanta Hawks 99-91. Vince Carter skoraði 37 stig fyrir New Jersey, en Al Harrington var atkvæðamestur hjá Atlanta með 26 stig. Alls voru spilaðir níu leikir í deildinni í nótt. Toronto vann mjög óvæntan sigur á Indiana á útivelli 99-97. Charlie Villanueva skoraði 25 stig fyrir Toronto, en Stephen Jackson skoraði 23 fyrir Indiana. Orlando burstaði Minnesota 107-87. Jameer Nelson skoraði 25 stig fyrir Orlando, en Kevin Garnett var með 29 stig og 11 fráköst hjá Minnesota. Miami sigraði Washington 128-113, en Miami hefur ekki tapað fyrir Washington síðan Michael Jordan spilaði með liðinu árið 2003. Gilbert Arenas skoraði 47 stig í leiknum sem er persónulegt met, en Dwayne Wade skoraði 34 stig fyrir Miami. Phoenix sigraði Charlotte 110-100. Eddie House skoraði 26 stig fyrir Phoenix, en Keith Bogans var með 18 hjá Charlotte. Golden State vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á útivelli. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig, sem er það mesta sem hann hefur skorað í vetur, en Dirk Nowitzki skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst hjá Dallas. Þetta var fyrsti leikur Dallas í vetur þar sem liðið nær að stilla upp sínu sterkasta liði eftir að vera búið að endurheimta alla menn sína úr langvarandi meiðslum. Milwaukee sigraði New York 113-108, þrátt fyrir að vera án TJ Ford sem verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla. Mo Williams skoraði 30 stig fyrir Milwaukee eftir að hafa tekið stöðu Ford í byrjunarliðinu, en Stephon Marbury skoraði 23 stig fyrir heillum horfið lið New York. Memphis sigraði Portland 93-90, en leikstjórnandinn Damon Stoudamire meiddist í leiknum og verður frá í nokkurn tíma. Mike Miller var stigahæstur í liði Memphis með 23 stig, en Ruben Patterson skoraði 22 fyrir Portland. Að lokum vann Sacramento góðan sigur á Boston 116-112. Mike Bibby skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Sacramento, en Ricky Davis skoraði sömuleiðis 33 fyrir Boston. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Sjá meira
New Jersey Nets vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið sigraði Atlanta Hawks 99-91. Vince Carter skoraði 37 stig fyrir New Jersey, en Al Harrington var atkvæðamestur hjá Atlanta með 26 stig. Alls voru spilaðir níu leikir í deildinni í nótt. Toronto vann mjög óvæntan sigur á Indiana á útivelli 99-97. Charlie Villanueva skoraði 25 stig fyrir Toronto, en Stephen Jackson skoraði 23 fyrir Indiana. Orlando burstaði Minnesota 107-87. Jameer Nelson skoraði 25 stig fyrir Orlando, en Kevin Garnett var með 29 stig og 11 fráköst hjá Minnesota. Miami sigraði Washington 128-113, en Miami hefur ekki tapað fyrir Washington síðan Michael Jordan spilaði með liðinu árið 2003. Gilbert Arenas skoraði 47 stig í leiknum sem er persónulegt met, en Dwayne Wade skoraði 34 stig fyrir Miami. Phoenix sigraði Charlotte 110-100. Eddie House skoraði 26 stig fyrir Phoenix, en Keith Bogans var með 18 hjá Charlotte. Golden State vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á útivelli. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig, sem er það mesta sem hann hefur skorað í vetur, en Dirk Nowitzki skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst hjá Dallas. Þetta var fyrsti leikur Dallas í vetur þar sem liðið nær að stilla upp sínu sterkasta liði eftir að vera búið að endurheimta alla menn sína úr langvarandi meiðslum. Milwaukee sigraði New York 113-108, þrátt fyrir að vera án TJ Ford sem verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla. Mo Williams skoraði 30 stig fyrir Milwaukee eftir að hafa tekið stöðu Ford í byrjunarliðinu, en Stephon Marbury skoraði 23 stig fyrir heillum horfið lið New York. Memphis sigraði Portland 93-90, en leikstjórnandinn Damon Stoudamire meiddist í leiknum og verður frá í nokkurn tíma. Mike Miller var stigahæstur í liði Memphis með 23 stig, en Ruben Patterson skoraði 22 fyrir Portland. Að lokum vann Sacramento góðan sigur á Boston 116-112. Mike Bibby skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Sacramento, en Ricky Davis skoraði sömuleiðis 33 fyrir Boston.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Sjá meira