Kröfðust frestunar vegna fjarveru ráðherra 24. nóvember 2005 22:19 Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að umræðum um fjárlagafrumvarpið yrði frestað í dag þar sem þrír ráðherrar voru erlendis og tveir fjarverandi af öðrum orsökum. Sérstaka reiði vakti að menntamálaráðherra væri í Senegal. Meirihluti allsherjarnefndar leggur til að afgangur af fjárlögum verði 19,6 milljarðar, eða tæpum fimm og hálfum milljarði meiri en fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar. Þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna brugðust hart við fjarveru ráðherranna og vildu fresta umræðunni að óbreyttu. Steingrímur J, Sigfússon, formaður VG, sagði að t.d. þyrfti heilbrigðisráðherra að útskýra hvernig hann ætlaði að reka almannatryggingakerfið á næsta ári með þeim fjármunum sem hann fengi. „Hvar er agavaldið á þessu heimili?" spurði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar. Hann tiltók að blöðin væru full af ádeilu á menntamálaráðherra sem væri fjarverandi. Hann sagðist furða sig á því að ráðherrann skyldi „flatmaga í Senegal á einhverjum sérkennilegum fundi", sem hlyti að vera miklu minna virði en menntamál íslensku þjóðarinnar. Össur sagði þetta mikilvægasta dag þingsins þegar fjárveitingar kæmu til umræðu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði ráðherraembætti fylgja skyldur um samskipti við aðrar þjóðir og sagði að honum fyndist óþarfi að tala í háði um önnur lönd, hvað þá Afríkuríki. Og Halldór benti á að fjármálaráðherra væri til svara um öll atriði fjárlaga. Það væri nýtt ef allir ráðherrar þyrftu að vera viðstaddir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að umræðum um fjárlagafrumvarpið yrði frestað í dag þar sem þrír ráðherrar voru erlendis og tveir fjarverandi af öðrum orsökum. Sérstaka reiði vakti að menntamálaráðherra væri í Senegal. Meirihluti allsherjarnefndar leggur til að afgangur af fjárlögum verði 19,6 milljarðar, eða tæpum fimm og hálfum milljarði meiri en fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar. Þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna brugðust hart við fjarveru ráðherranna og vildu fresta umræðunni að óbreyttu. Steingrímur J, Sigfússon, formaður VG, sagði að t.d. þyrfti heilbrigðisráðherra að útskýra hvernig hann ætlaði að reka almannatryggingakerfið á næsta ári með þeim fjármunum sem hann fengi. „Hvar er agavaldið á þessu heimili?" spurði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar. Hann tiltók að blöðin væru full af ádeilu á menntamálaráðherra sem væri fjarverandi. Hann sagðist furða sig á því að ráðherrann skyldi „flatmaga í Senegal á einhverjum sérkennilegum fundi", sem hlyti að vera miklu minna virði en menntamál íslensku þjóðarinnar. Össur sagði þetta mikilvægasta dag þingsins þegar fjárveitingar kæmu til umræðu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði ráðherraembætti fylgja skyldur um samskipti við aðrar þjóðir og sagði að honum fyndist óþarfi að tala í háði um önnur lönd, hvað þá Afríkuríki. Og Halldór benti á að fjármálaráðherra væri til svara um öll atriði fjárlaga. Það væri nýtt ef allir ráðherrar þyrftu að vera viðstaddir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira