Valsmenn skelltu sér á toppinn í DHL-deild karla í kvöld með góðum sigri á Fram í Laugardalshöllinni 27-24, eftir að staðan hafði verið 12-13 í hálfleik. ÍBV og KA skyldu jöfn 32-32 í Eyjum, en leik Hauka og Stjörnunnar lauk einnig með jafntefli, 28-28.
Baldvin Þorsteinsson var markahæstur í liði Vals í kvöld með 9 mörk, en hjá Fram var Jóhann Einarsson markahæstur með 4 mörk. Maður var þó Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson í marki Vals, en hann varði 25 skot í leiknum og lagði grunninn að sigri sinna manna.