Erfitt að tjá sig ekki 21. október 2005 00:01 Ráðherrar eru pólitískir og þeir hafa ákveðin stefnumál og gegna ákveðnu hlutverki. Það er erfitt fyrir þá að tjá sig ekki um málefni líðandi stundar," segir Sigurður Tómas Magnússon. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra setti í gær Sigurð sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Sigurður er lögfræðingur og hefur frá árinu 1996 til dagsins í dag verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig gegnt embætti formanns dómstólaráðs. Sigurður segist hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kunni að hafa verið vanhæfur þegar hann útnefndi hann sem sérstakan saksóknara. „Ég hef ekki séð neitt ennþá sem mér hefur fundist benda í þá áttina að dómsmálaráðherra sé vanhæfur," segir Sigurður. Hann bendir á að vanhæfi sé snúið fyrirbæri eins og Páll Hreinsson, lagadósent við Háskóla Íslands, hefur bent á. Það muni koma í hlut dómstóla að skera endanlega úr um þess háttar vafamál. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, vill lítið tjá sig um málið en undrast afstöðu dómsmálaráðherra. „Það kemur á óvart að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skyldi telja sig hæfan til að setja nýjan saksóknara í málinu." Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu á dögunum, en að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra ætlaði hann að taka til meðferðar þær 32 ákærur sem undirréttur og Hæstiréttur höfðu vísað frá dómi. Að athuguðu máli taldi Bogi að fyrir gætu legið vanhæfisástæður og því sagði hann sig frá málinu. Sigurður vill fara varlega í að segja til um hvenær vænta megi niðurstöðu í málinu. „Það er búið að taka þrjú ár að rannsaka þetta mál og maður stekkur ekki alveg inn í svona verkefni enda þótt ég hefjist handa strax eftir helgina. Mér þætti verra ef þessu verður ekki lokið í febrúar á næsta ári," segir Sigurður. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ráðherrar eru pólitískir og þeir hafa ákveðin stefnumál og gegna ákveðnu hlutverki. Það er erfitt fyrir þá að tjá sig ekki um málefni líðandi stundar," segir Sigurður Tómas Magnússon. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra setti í gær Sigurð sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Sigurður er lögfræðingur og hefur frá árinu 1996 til dagsins í dag verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig gegnt embætti formanns dómstólaráðs. Sigurður segist hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kunni að hafa verið vanhæfur þegar hann útnefndi hann sem sérstakan saksóknara. „Ég hef ekki séð neitt ennþá sem mér hefur fundist benda í þá áttina að dómsmálaráðherra sé vanhæfur," segir Sigurður. Hann bendir á að vanhæfi sé snúið fyrirbæri eins og Páll Hreinsson, lagadósent við Háskóla Íslands, hefur bent á. Það muni koma í hlut dómstóla að skera endanlega úr um þess háttar vafamál. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, vill lítið tjá sig um málið en undrast afstöðu dómsmálaráðherra. „Það kemur á óvart að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skyldi telja sig hæfan til að setja nýjan saksóknara í málinu." Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu á dögunum, en að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra ætlaði hann að taka til meðferðar þær 32 ákærur sem undirréttur og Hæstiréttur höfðu vísað frá dómi. Að athuguðu máli taldi Bogi að fyrir gætu legið vanhæfisástæður og því sagði hann sig frá málinu. Sigurður vill fara varlega í að segja til um hvenær vænta megi niðurstöðu í málinu. „Það er búið að taka þrjú ár að rannsaka þetta mál og maður stekkur ekki alveg inn í svona verkefni enda þótt ég hefjist handa strax eftir helgina. Mér þætti verra ef þessu verður ekki lokið í febrúar á næsta ári," segir Sigurður.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent