Mótsögn í tilmælum borgarstjóra 23. október 2005 17:50 Leikskólastarfsmenn eru ósáttir við tilmæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að stjórnendur á vinnustöðum borgarinnar bregðist jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður störf á mánudag vegna kvennafrídagsins án þess að skerða nauðsynlega þjónustu. Þeir segja slíkt ómögulegt. Leikskólastarfsmönnum, sem eru að stórum hluta konur, er misboðið vegna yfirlýsingar borgarstjóra um að yfirmenn á vinnustöðum borgarinnar bregðist vel við óskum kvenna um að leggja niður vinnu á mánudaginn klukkan 14.08 eins og aðstandendur baráttudags kvenna hafa mælst til. Borgarstjóri hvetur konur til að komast að samkomulagi við samstarfsmenn og stjórnendur um tilhögun þannig að þjónusta skerðist ekki en bent hefur verið á að slíkt sé ógerlegt á leikskólum þar sem stærstur hluti starfsmanna séu konur og því muni þjónustan skerðast ákveði konur að leggja niður störf. Kristjana Helga Thorarensen, leikskólastjóri á Ægisborg, segir að tilmælin hljómi einkennilega þar sem Reykjavíkurborg sé örugglega stærsti kvennavinnustaður landsins. Ef ekki eigi að skerða þjónustu á leikskólum og frístundaheimilum fari engin þaðan og taki þátt í þessari samstöðu kvenna á mánudaginn. Hún telur að það vanti samstöðu og skortur sé á þeirri baráttu sem hafi einkennt Kvennalistann. Hún sé hrædd um að Bríet Bjarnhéðinsdóttir og gamlar baráttukonur sem hafi barist fyrir þeim réttindum sem konur hafi þó myndu segja eitthvað ef þær væru uppi núna. Kristjana segir að útlit sé fyrir það að hún þurfi að velja starfsfólk sem fari á baráttufundinn, en það fari eftir því hversu margir foreldrar sæki börnin sín fyrr. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Leikskólastarfsmenn eru ósáttir við tilmæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að stjórnendur á vinnustöðum borgarinnar bregðist jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður störf á mánudag vegna kvennafrídagsins án þess að skerða nauðsynlega þjónustu. Þeir segja slíkt ómögulegt. Leikskólastarfsmönnum, sem eru að stórum hluta konur, er misboðið vegna yfirlýsingar borgarstjóra um að yfirmenn á vinnustöðum borgarinnar bregðist vel við óskum kvenna um að leggja niður vinnu á mánudaginn klukkan 14.08 eins og aðstandendur baráttudags kvenna hafa mælst til. Borgarstjóri hvetur konur til að komast að samkomulagi við samstarfsmenn og stjórnendur um tilhögun þannig að þjónusta skerðist ekki en bent hefur verið á að slíkt sé ógerlegt á leikskólum þar sem stærstur hluti starfsmanna séu konur og því muni þjónustan skerðast ákveði konur að leggja niður störf. Kristjana Helga Thorarensen, leikskólastjóri á Ægisborg, segir að tilmælin hljómi einkennilega þar sem Reykjavíkurborg sé örugglega stærsti kvennavinnustaður landsins. Ef ekki eigi að skerða þjónustu á leikskólum og frístundaheimilum fari engin þaðan og taki þátt í þessari samstöðu kvenna á mánudaginn. Hún telur að það vanti samstöðu og skortur sé á þeirri baráttu sem hafi einkennt Kvennalistann. Hún sé hrædd um að Bríet Bjarnhéðinsdóttir og gamlar baráttukonur sem hafi barist fyrir þeim réttindum sem konur hafi þó myndu segja eitthvað ef þær væru uppi núna. Kristjana segir að útlit sé fyrir það að hún þurfi að velja starfsfólk sem fari á baráttufundinn, en það fari eftir því hversu margir foreldrar sæki börnin sín fyrr.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira