Halldór tekur fulla ábyrgð á Birni 11. október 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Halldór Ásgrímsson útilokaði í dag að dómsmálaráðherra gæti verið ábyrgur fyrir því sem farið hefði úrskeiðis hjá ákæruvaldinu við meðferð Baugsmálsins. Halldór sagði að dómur hæstaréttar væri harðorður. Þá væri hann að öllum líkindum mikill léttir fyrir sakborninga. Ákæruvaldið væri hinsvegar sjálfstætt. Halldór sagðist hafa lesið dóminn og hann hlyti að vera ákæruvaldinu áhyggjuefni og áfellisdómur og það bæri að taka það alvarlega. Halldór sagði dóminn vekja ýmsar spurningar um ákæruvaldið. Sem gömlum endurskoðanda þætti honum til að mynda sérkennilegt að menn blönduðu saman fjárdrætti og meintum ólöglegum lánum. Í hans huga væru himinn og haf milli þessara mála. Hann sagði að það væri hinsvegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Hann fagnaði því að málið væri komið frá Ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara. Hann væntir þess að ríkissaksóknari geti unnið málið hratt og vel. Málið sé búið að taka alltof langan tíma. Dómur Hæstaréttar sé harðorður og hljóti að vekja spurningar. Það sé hins vegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Áfellisdómur yfir ákæruvaldinu er því ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra sagði Halldór ennfremur og ítrekaði að honum fyndist dómsmálaráðherra ekki hafa verið að grípa inn í störf ákæruvaldsins með ummælum sínum á heimasíðu sinni. Dómurinn sé ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra því ákæruvaldið sé sjálfstætt og dómsmálaráðherra eigi ekki að blanda sér inn í það. Menn hljóta þó að vilja fara yfir málin og draga lærdóm af þeim. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Halldór Ásgrímsson útilokaði í dag að dómsmálaráðherra gæti verið ábyrgur fyrir því sem farið hefði úrskeiðis hjá ákæruvaldinu við meðferð Baugsmálsins. Halldór sagði að dómur hæstaréttar væri harðorður. Þá væri hann að öllum líkindum mikill léttir fyrir sakborninga. Ákæruvaldið væri hinsvegar sjálfstætt. Halldór sagðist hafa lesið dóminn og hann hlyti að vera ákæruvaldinu áhyggjuefni og áfellisdómur og það bæri að taka það alvarlega. Halldór sagði dóminn vekja ýmsar spurningar um ákæruvaldið. Sem gömlum endurskoðanda þætti honum til að mynda sérkennilegt að menn blönduðu saman fjárdrætti og meintum ólöglegum lánum. Í hans huga væru himinn og haf milli þessara mála. Hann sagði að það væri hinsvegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Hann fagnaði því að málið væri komið frá Ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara. Hann væntir þess að ríkissaksóknari geti unnið málið hratt og vel. Málið sé búið að taka alltof langan tíma. Dómur Hæstaréttar sé harðorður og hljóti að vekja spurningar. Það sé hins vegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Áfellisdómur yfir ákæruvaldinu er því ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra sagði Halldór ennfremur og ítrekaði að honum fyndist dómsmálaráðherra ekki hafa verið að grípa inn í störf ákæruvaldsins með ummælum sínum á heimasíðu sinni. Dómurinn sé ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra því ákæruvaldið sé sjálfstætt og dómsmálaráðherra eigi ekki að blanda sér inn í það. Menn hljóta þó að vilja fara yfir málin og draga lærdóm af þeim.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent