Lögbannið ógnun við blaðamenn 4. október 2005 00:01 Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, vöruðu í gær íslensk stjórnvöld við því að með því að setja lögbann á birtingu frétta í Fréttablaðinu og ráðast inn á ritstjórnarskrifstofu geti frelsi fjölmiðla á Íslandi verið stefnt í hættu. Formaður samtakanna, Aidan White, segir að yfirvöld séu á hálli braut með því að hafa afskipti af fréttastofu. „Af þessari aðgerð má ætla að verið sé að ógna blaðamönnum og gera tilraun til þess að koma í veg fyrir umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagsleg málefni en það getur stofnað frelsi fjölmiðlanna í hættu," segir White. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær er skýrt frá helstu málavöxtum og sagt frá innrás fulltrúa sýslumanns á ristjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sem krafðist þess að fréttaritstjóri léti af höndum gögn í málinu. Þá er sagt frá málarekstrinum á hendur Baugi og því sem fram kom í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að málinu, að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum væru tengdir aðdraganda málsins. „Þetta er mjög flókið mál sem krefst mjög faglegrar blaðamennsku," segir White. „Afskipti yfirvalda hjálpa ekki til. Blaðamenn verða að geta skrifað fréttir í friði," segir hann. Spurður hvort hann viti um fordæmi fyrir aðgerðum sem þessum af hálfu yfirvalda í hinum Vestræna heimi segir White: „Þetta er mjög óalgengt í allri Vestur-Evrópu, en kemur samt fyrir. Þetta er algengast þegar um er að ræða mál er varða öryggismál eða þegar verið er að fjalla um mál sem tengjast stjórnvöldum, eins og hér er um að ræða," segir White. Hann segir að samtökin líti á þetta atvik sem örvæntingu yfirvalda vegna þess sem blaðamenn eru að fjalla um. „Yfirvöld hafa fullan rétt á því að vera ósátt við það sem blaðamenn eru að skrifa um, en leiðin til að koma því á framfæri er að ræða málin. Það sem þau eiga ekki er að gera er að nota þessa tegund ógnunar, að ráðast inn á ristjórnarskrifstofur, sem leiðir ekki til bættra samskipta milli blaðamanna og yfirvalda, heldur þvert á móti," segir White. Spurður hvort aðgerðir yfirvalda á föstudag hafi beinlínis stefnt í hættu segir hann að hann vilji vera varkár í að dæma um það. „Ég er ekki viss um að frelsi fjölmiðla á Íslandi sé í raun í hættu eftir þetta vegna þess hve íslenskt lýðræði er rótgróið. Við viljum fyrst og fremst vara við hættunni sem getur skapast við svona aðgerðir yfirvalda og vara við þeim," segir White. Hann segir að samtökin hafi gefið út yfirlýsingu sína til þess að vekja athygli íslenskra yfirvalda á sjónarmiði þeirra hvað varðar þetta mál. „Mér finnst það nú til marks um frelsi fjölmiðlanna á Íslandi að fjölmiðill sem er í eigu Baugs geti fjallað um jafn viðkvæmt mál og hér er um að ræða og varðar eigendurna sjálfa," segir White. Að sögn White verður lögbannið á Fréttablaðið tekið fyrir á stjórnarfundi Evrópusamtaka blaðamanna sem haldinn verður í Berlín á laugardag og sunnudag. „Við erum reiðubúin að bregðast frekar við þessu atviki ef Blaðamannafélag Íslands óskar eftir frekari aðstoð okkar í þessu máli, „ segir White. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, vöruðu í gær íslensk stjórnvöld við því að með því að setja lögbann á birtingu frétta í Fréttablaðinu og ráðast inn á ritstjórnarskrifstofu geti frelsi fjölmiðla á Íslandi verið stefnt í hættu. Formaður samtakanna, Aidan White, segir að yfirvöld séu á hálli braut með því að hafa afskipti af fréttastofu. „Af þessari aðgerð má ætla að verið sé að ógna blaðamönnum og gera tilraun til þess að koma í veg fyrir umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagsleg málefni en það getur stofnað frelsi fjölmiðlanna í hættu," segir White. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær er skýrt frá helstu málavöxtum og sagt frá innrás fulltrúa sýslumanns á ristjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sem krafðist þess að fréttaritstjóri léti af höndum gögn í málinu. Þá er sagt frá málarekstrinum á hendur Baugi og því sem fram kom í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að málinu, að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum væru tengdir aðdraganda málsins. „Þetta er mjög flókið mál sem krefst mjög faglegrar blaðamennsku," segir White. „Afskipti yfirvalda hjálpa ekki til. Blaðamenn verða að geta skrifað fréttir í friði," segir hann. Spurður hvort hann viti um fordæmi fyrir aðgerðum sem þessum af hálfu yfirvalda í hinum Vestræna heimi segir White: „Þetta er mjög óalgengt í allri Vestur-Evrópu, en kemur samt fyrir. Þetta er algengast þegar um er að ræða mál er varða öryggismál eða þegar verið er að fjalla um mál sem tengjast stjórnvöldum, eins og hér er um að ræða," segir White. Hann segir að samtökin líti á þetta atvik sem örvæntingu yfirvalda vegna þess sem blaðamenn eru að fjalla um. „Yfirvöld hafa fullan rétt á því að vera ósátt við það sem blaðamenn eru að skrifa um, en leiðin til að koma því á framfæri er að ræða málin. Það sem þau eiga ekki er að gera er að nota þessa tegund ógnunar, að ráðast inn á ristjórnarskrifstofur, sem leiðir ekki til bættra samskipta milli blaðamanna og yfirvalda, heldur þvert á móti," segir White. Spurður hvort aðgerðir yfirvalda á föstudag hafi beinlínis stefnt í hættu segir hann að hann vilji vera varkár í að dæma um það. „Ég er ekki viss um að frelsi fjölmiðla á Íslandi sé í raun í hættu eftir þetta vegna þess hve íslenskt lýðræði er rótgróið. Við viljum fyrst og fremst vara við hættunni sem getur skapast við svona aðgerðir yfirvalda og vara við þeim," segir White. Hann segir að samtökin hafi gefið út yfirlýsingu sína til þess að vekja athygli íslenskra yfirvalda á sjónarmiði þeirra hvað varðar þetta mál. „Mér finnst það nú til marks um frelsi fjölmiðlanna á Íslandi að fjölmiðill sem er í eigu Baugs geti fjallað um jafn viðkvæmt mál og hér er um að ræða og varðar eigendurna sjálfa," segir White. Að sögn White verður lögbannið á Fréttablaðið tekið fyrir á stjórnarfundi Evrópusamtaka blaðamanna sem haldinn verður í Berlín á laugardag og sunnudag. „Við erum reiðubúin að bregðast frekar við þessu atviki ef Blaðamannafélag Íslands óskar eftir frekari aðstoð okkar í þessu máli, „ segir White.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira