Brýtur Styrmir eigin reglur? 2. október 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Össur rifjaði þar upp fréttaskrif í Morgunblaðinu sem byggðust á tölvupóstsendingum milli hans og Jóhannesar Jónssonar, kenndum við Bónus og greint var frá í Morgunblaðinu í óþökk þeirra beggja að sögn Össurar. Þegar Össur grenslaðist fyrir um hvernig stæði á birtingunni komst hann að því að Styrmir hefði beðið Hrein Loftsson að lesa upp úr bréfunum. Með því að fá bréfið lesið upp fyrir sig hefði hann glufu til að koma efninu inn í Morgunblaðið. Styrmir er þarna að birta bréf í óþökk bæði sendanda og móttakanda. Össur segist geta fallist á að fyrst að pósturinn var kominn í hendur Styrmis þá hafi hann verið birtur því hann hafi átt erindi inn í umræðuna. Það þýði hins vegar ekki fyrir Styrmi að koma núna og hneykslast á því að það sé verið að birta efni upp úr hans eigin tölvupósti. Menn séu með nákvæmlega sömu rökin og Styrmir var með þá gagnvart Össuri. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur í blaði sínu greint svo frá að þar sem Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hefði skýrt frá innihaldi póstsins, liti Morgunblaðið svo á að birtingin væri á ábyrgð Hreins, sem talsmanns og fulltrúa Jóhannesar. Deginum áður var í ritstjórnargrein Morgunblaðsins þó sérstaklega minnst á fréttaflutning Fréttablaðsins, upp úr tölvupóstssamskiptum nokkurra einstaklinga, þar á meðal Styrmis Gunnarssonar, ritsjóra Morgunblaðsins, og tekið fram að slík birting sé brot á lögum. Össur segir að Styrmir sé tvísaga í málinu. Ein regla gildi um fólk út í bæ en þegar komi að honum sjálfum þá séu aðrar reglur sem gilda. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Össur rifjaði þar upp fréttaskrif í Morgunblaðinu sem byggðust á tölvupóstsendingum milli hans og Jóhannesar Jónssonar, kenndum við Bónus og greint var frá í Morgunblaðinu í óþökk þeirra beggja að sögn Össurar. Þegar Össur grenslaðist fyrir um hvernig stæði á birtingunni komst hann að því að Styrmir hefði beðið Hrein Loftsson að lesa upp úr bréfunum. Með því að fá bréfið lesið upp fyrir sig hefði hann glufu til að koma efninu inn í Morgunblaðið. Styrmir er þarna að birta bréf í óþökk bæði sendanda og móttakanda. Össur segist geta fallist á að fyrst að pósturinn var kominn í hendur Styrmis þá hafi hann verið birtur því hann hafi átt erindi inn í umræðuna. Það þýði hins vegar ekki fyrir Styrmi að koma núna og hneykslast á því að það sé verið að birta efni upp úr hans eigin tölvupósti. Menn séu með nákvæmlega sömu rökin og Styrmir var með þá gagnvart Össuri. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur í blaði sínu greint svo frá að þar sem Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hefði skýrt frá innihaldi póstsins, liti Morgunblaðið svo á að birtingin væri á ábyrgð Hreins, sem talsmanns og fulltrúa Jóhannesar. Deginum áður var í ritstjórnargrein Morgunblaðsins þó sérstaklega minnst á fréttaflutning Fréttablaðsins, upp úr tölvupóstssamskiptum nokkurra einstaklinga, þar á meðal Styrmis Gunnarssonar, ritsjóra Morgunblaðsins, og tekið fram að slík birting sé brot á lögum. Össur segir að Styrmir sé tvísaga í málinu. Ein regla gildi um fólk út í bæ en þegar komi að honum sjálfum þá séu aðrar reglur sem gilda.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira