Brýtur Styrmir eigin reglur? 2. október 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Össur rifjaði þar upp fréttaskrif í Morgunblaðinu sem byggðust á tölvupóstsendingum milli hans og Jóhannesar Jónssonar, kenndum við Bónus og greint var frá í Morgunblaðinu í óþökk þeirra beggja að sögn Össurar. Þegar Össur grenslaðist fyrir um hvernig stæði á birtingunni komst hann að því að Styrmir hefði beðið Hrein Loftsson að lesa upp úr bréfunum. Með því að fá bréfið lesið upp fyrir sig hefði hann glufu til að koma efninu inn í Morgunblaðið. Styrmir er þarna að birta bréf í óþökk bæði sendanda og móttakanda. Össur segist geta fallist á að fyrst að pósturinn var kominn í hendur Styrmis þá hafi hann verið birtur því hann hafi átt erindi inn í umræðuna. Það þýði hins vegar ekki fyrir Styrmi að koma núna og hneykslast á því að það sé verið að birta efni upp úr hans eigin tölvupósti. Menn séu með nákvæmlega sömu rökin og Styrmir var með þá gagnvart Össuri. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur í blaði sínu greint svo frá að þar sem Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hefði skýrt frá innihaldi póstsins, liti Morgunblaðið svo á að birtingin væri á ábyrgð Hreins, sem talsmanns og fulltrúa Jóhannesar. Deginum áður var í ritstjórnargrein Morgunblaðsins þó sérstaklega minnst á fréttaflutning Fréttablaðsins, upp úr tölvupóstssamskiptum nokkurra einstaklinga, þar á meðal Styrmis Gunnarssonar, ritsjóra Morgunblaðsins, og tekið fram að slík birting sé brot á lögum. Össur segir að Styrmir sé tvísaga í málinu. Ein regla gildi um fólk út í bæ en þegar komi að honum sjálfum þá séu aðrar reglur sem gilda. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Össur rifjaði þar upp fréttaskrif í Morgunblaðinu sem byggðust á tölvupóstsendingum milli hans og Jóhannesar Jónssonar, kenndum við Bónus og greint var frá í Morgunblaðinu í óþökk þeirra beggja að sögn Össurar. Þegar Össur grenslaðist fyrir um hvernig stæði á birtingunni komst hann að því að Styrmir hefði beðið Hrein Loftsson að lesa upp úr bréfunum. Með því að fá bréfið lesið upp fyrir sig hefði hann glufu til að koma efninu inn í Morgunblaðið. Styrmir er þarna að birta bréf í óþökk bæði sendanda og móttakanda. Össur segist geta fallist á að fyrst að pósturinn var kominn í hendur Styrmis þá hafi hann verið birtur því hann hafi átt erindi inn í umræðuna. Það þýði hins vegar ekki fyrir Styrmi að koma núna og hneykslast á því að það sé verið að birta efni upp úr hans eigin tölvupósti. Menn séu með nákvæmlega sömu rökin og Styrmir var með þá gagnvart Össuri. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur í blaði sínu greint svo frá að þar sem Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hefði skýrt frá innihaldi póstsins, liti Morgunblaðið svo á að birtingin væri á ábyrgð Hreins, sem talsmanns og fulltrúa Jóhannesar. Deginum áður var í ritstjórnargrein Morgunblaðsins þó sérstaklega minnst á fréttaflutning Fréttablaðsins, upp úr tölvupóstssamskiptum nokkurra einstaklinga, þar á meðal Styrmis Gunnarssonar, ritsjóra Morgunblaðsins, og tekið fram að slík birting sé brot á lögum. Össur segir að Styrmir sé tvísaga í málinu. Ein regla gildi um fólk út í bæ en þegar komi að honum sjálfum þá séu aðrar reglur sem gilda.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira