Loeb nálægt titlinum 29. september 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Franski ökuþórinn Sebastien Loeb, sem ekur á Citroen, getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn í rallakstri um helgina, þegar keppt verður á eyjunni Hokkaido í Japan. Hann er staðráðinn í að láta dauðaslysið í Wales á dögunum ekki hafa áhrif á sig, en viðurkennir að allir séu enn harmi slegnir eftir atburðinn. Loeb var með góða forystu í Wales þann 18 september síðastliðinn, þegar aðstoðarmaður Peugeot, Michael Park, lét lífið í keppninni eftir að bíll hans og Markko Martin ók á tré á einni sérleiðinni. Loeb ákvað að halda ekki áfram keppni, því hann vildi ekki verja heimsmeistaratitil sinn undir slíkum kringumstæðum. "Við verðum að reyna að einbeita okkur að rallinu í Japan, því mig langar að verja titilinn, en því er ekki að neita að hugurinn reikar oft aftur til Wales," sagði Frakkinn. "Við verðum að einbeita okkur að akstrinum þegar í keppnina er komið, því Japansrallið er líka hættulegt," sagði hann. Loeb er með 99 stig í keppni bílasmiða og hefur unnið átta af tólf keppnum ársins, sem er ótrúlegur árangur. Hann er aukinheldur 34 stigum á undan næsta manni, Petter Solberg, og nægir þriðja sætið um helgina til að verða meistari. "Ef tekið er mið af því hvernig ég hef verið að keyra í ár, held ég að mér ætti að takast að vinna titilinn í ár, en vegirnir í Japan eru mjög þröngir og hraðir, þannig að ég verð að fara varlega. Allir eru að reyna að gleyma atvikinu í síðustu keppni, en ég held að enginn geti það alveg," sagði Loeb. Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Sjá meira
Franski ökuþórinn Sebastien Loeb, sem ekur á Citroen, getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn í rallakstri um helgina, þegar keppt verður á eyjunni Hokkaido í Japan. Hann er staðráðinn í að láta dauðaslysið í Wales á dögunum ekki hafa áhrif á sig, en viðurkennir að allir séu enn harmi slegnir eftir atburðinn. Loeb var með góða forystu í Wales þann 18 september síðastliðinn, þegar aðstoðarmaður Peugeot, Michael Park, lét lífið í keppninni eftir að bíll hans og Markko Martin ók á tré á einni sérleiðinni. Loeb ákvað að halda ekki áfram keppni, því hann vildi ekki verja heimsmeistaratitil sinn undir slíkum kringumstæðum. "Við verðum að reyna að einbeita okkur að rallinu í Japan, því mig langar að verja titilinn, en því er ekki að neita að hugurinn reikar oft aftur til Wales," sagði Frakkinn. "Við verðum að einbeita okkur að akstrinum þegar í keppnina er komið, því Japansrallið er líka hættulegt," sagði hann. Loeb er með 99 stig í keppni bílasmiða og hefur unnið átta af tólf keppnum ársins, sem er ótrúlegur árangur. Hann er aukinheldur 34 stigum á undan næsta manni, Petter Solberg, og nægir þriðja sætið um helgina til að verða meistari. "Ef tekið er mið af því hvernig ég hef verið að keyra í ár, held ég að mér ætti að takast að vinna titilinn í ár, en vegirnir í Japan eru mjög þröngir og hraðir, þannig að ég verð að fara varlega. Allir eru að reyna að gleyma atvikinu í síðustu keppni, en ég held að enginn geti það alveg," sagði Loeb.
Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Sjá meira