Látið verði af tortryggni 29. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Halldór segist fagna þeirri niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að það séu engar forsendur til þess að hann hafi frumkvæði um athugun á hæfi hans til sölu á Búnaðarbankanum sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafi farið fram á. Niðurstaðan komi honum ekki á óvart og ljóst sé að álit Ríkisendurskoðunar standi óhaggað frá því í vor um það að hann ekki verið vanhæfur til að fjalla um þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um einkavæðingu. Halldór segist vonast til þess að þetta verði til þess að stjórnarandstaðan grafi þá stríðsöxi sem hún hafi haft uppi í málinu og beini kröftunum að því að huga að málum til framtíðar. Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að skýra betur eða setja ný lög um þessa hluti segir Halldór að alltaf megi gera betur í öllum málum. Farið hafi verið yfir málin að undanförnu í forsætisráðuneytinu, en núverandi reglur séu að verða 10 ára gamlar. Það sé ljóst að allir séu sammála um að einkavæðing Símans hafi tekist vel og þar hafi menn lært af því hvernig málin gengu í frumbernsku. Hann hafi ekki orðið var við neina gagnrýni í sambandi við einkavæðingu Símans en verið sé að fara yfir málin og umboðsmanni Alþingis verði svarað tiltölulega fljótt. Hann telji rétt að umboðsmaður fái svörin fyrst og því vilji hann ekki tjá sig um þau í fjölmiðlum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Halldór segist fagna þeirri niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að það séu engar forsendur til þess að hann hafi frumkvæði um athugun á hæfi hans til sölu á Búnaðarbankanum sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafi farið fram á. Niðurstaðan komi honum ekki á óvart og ljóst sé að álit Ríkisendurskoðunar standi óhaggað frá því í vor um það að hann ekki verið vanhæfur til að fjalla um þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um einkavæðingu. Halldór segist vonast til þess að þetta verði til þess að stjórnarandstaðan grafi þá stríðsöxi sem hún hafi haft uppi í málinu og beini kröftunum að því að huga að málum til framtíðar. Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að skýra betur eða setja ný lög um þessa hluti segir Halldór að alltaf megi gera betur í öllum málum. Farið hafi verið yfir málin að undanförnu í forsætisráðuneytinu, en núverandi reglur séu að verða 10 ára gamlar. Það sé ljóst að allir séu sammála um að einkavæðing Símans hafi tekist vel og þar hafi menn lært af því hvernig málin gengu í frumbernsku. Hann hafi ekki orðið var við neina gagnrýni í sambandi við einkavæðingu Símans en verið sé að fara yfir málin og umboðsmanni Alþingis verði svarað tiltölulega fljótt. Hann telji rétt að umboðsmaður fái svörin fyrst og því vilji hann ekki tjá sig um þau í fjölmiðlum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira