Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm 28. september 2005 00:01 Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Hæstiréttur mun á næstunni taka fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa öllum ákærum í Baugsmálinu frá vegna annmarka á stórum hluta þeirra og annað hvort staðfesta úrskurðinn eða vísa málinu aftur heim í hérað og þá verður Héraðsdómur að taka málið til efnislegrar umfjöllunar. Í sjöundu grein laga um dómstóla segir að forseti Hæstaréttar ákveði hvort þrír eða fimm dómarar taki þátt í meðferð máls fyrir dómi. Síðan segir: ,,Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu að jafnaði eiga þar sæti þeir sem lengst hafa verið skipaðir Hæstaréttardómarar." Sjö dómarar eru ekki skipaðir nema í sérlega mikilvægum málum þar sem er munnlegur málflutningur, svo í Baugsmálinu má gera ráð fyrir að þeir verði þrír eða fimm. Verði þeir fimm, þá ættu, samkvæmt þessari reglu, þessir fimm að skipa dóminn: Guðrún Erlendsdóttir, en hún hefur setið lengst allra Hæstaréttardómaranna, var skipuð 1. júlí 1986. Hrafn Bragason, skipaður 1. september 1987. Garðar Gíslason, skipaður 1. janúar 1992. Markús Sigurbjörnsson, skipaður 1. júlí 1994. Gunnlaugur Claessen, skipaður 1. september 1994. Þeir fjórir sem eftir eru, eru: Árni Kolbeinsson, sem skipaður var 1. nóvember 2000. Ingibjörg Benediktsdóttir, skipuð 1. mars 2001.Ólafur Börkur Þorvaldsson, skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson, skipaður 15. október 2004. Forseta er þó leyfilegt að bregða út af þessari reglu um starfsaldurinn ef hann telur ástæðu til, þá í samráði við viðkomandi dómara. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Hæstiréttur mun á næstunni taka fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa öllum ákærum í Baugsmálinu frá vegna annmarka á stórum hluta þeirra og annað hvort staðfesta úrskurðinn eða vísa málinu aftur heim í hérað og þá verður Héraðsdómur að taka málið til efnislegrar umfjöllunar. Í sjöundu grein laga um dómstóla segir að forseti Hæstaréttar ákveði hvort þrír eða fimm dómarar taki þátt í meðferð máls fyrir dómi. Síðan segir: ,,Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu að jafnaði eiga þar sæti þeir sem lengst hafa verið skipaðir Hæstaréttardómarar." Sjö dómarar eru ekki skipaðir nema í sérlega mikilvægum málum þar sem er munnlegur málflutningur, svo í Baugsmálinu má gera ráð fyrir að þeir verði þrír eða fimm. Verði þeir fimm, þá ættu, samkvæmt þessari reglu, þessir fimm að skipa dóminn: Guðrún Erlendsdóttir, en hún hefur setið lengst allra Hæstaréttardómaranna, var skipuð 1. júlí 1986. Hrafn Bragason, skipaður 1. september 1987. Garðar Gíslason, skipaður 1. janúar 1992. Markús Sigurbjörnsson, skipaður 1. júlí 1994. Gunnlaugur Claessen, skipaður 1. september 1994. Þeir fjórir sem eftir eru, eru: Árni Kolbeinsson, sem skipaður var 1. nóvember 2000. Ingibjörg Benediktsdóttir, skipuð 1. mars 2001.Ólafur Börkur Þorvaldsson, skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson, skipaður 15. október 2004. Forseta er þó leyfilegt að bregða út af þessari reglu um starfsaldurinn ef hann telur ástæðu til, þá í samráði við viðkomandi dómara. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira